Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 30

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 30
Minningargreinar Ólafur J. Sveinsson. Einar Vídalín Einarsson. Ólafur Jón Sveinsson fæddist 2. ágúst árið 1904 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hans voru Sveinn Þorláksson, símstjóri í Vík og Eyrún Guðmundsdóttir. Ólafur lauk námi frá Loftskeytaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var loftskeytamað- ur til sjós á togurum og hjá Eimskip til árs- ins 1942 er hann hóf störf hjá Landssíma ís- lands á Reykjavík Radíó, sem þá var stað- sett á Melunum en var flutt síðar í Gufunes. Hann var skipaður loftskeytamaður árið 1945, yflrumsjónarmaður árið 1974, en hann lét af störfum sama ár vegna aldurs. Hann hóf aftur störf hjá Eimskip, við afleysingar, til ársins 1984. Ólafur kvæntist árið 1935 Sigurbjörgu Steindórsdóttur. Þau eignuðust tvö börn, Steindór Ingiberg og Maríu. Ólafur andaðist 21. mars sl. Einar Vídalín Einarsson fæddist 28. apríl árið 1907. Foreldrar hans voru Einar Jóns- son, útgerðarmaður, og Sigurborg Einars- dóttir. Einar Vídalín lauk prófi úr Loftskeyta- skólanum og starfaði lengi sem Ioftskeyta- maður á togurum. Hann hóf störf á Radíó- eftirliti Landssímans árið 1941, sem skoðun- armaður radíóstöðva og var skipaður árið 1944. Arið 1945 var hann ráðinn stöðvarstjóri á Stuttbylgjustöðinni á Vatnsenda. Þegar stöðin var lögð niður um 1960 réðst hann aftur til Radíóeftirlitsins og var skipaður yfírskoðunarmaður þar árið 1976. í lok þess árs hætti hann störfum vegna aldurs. Kona Einars var Þóra Gísladóttir. Þau eignuðust fjögur börn: Sigurborgu, Agnar, Eirík og Maríu. Einar Vídalín andaðist 4. október 1990. 28 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.