Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 Fréttir DV Flugfreyjur sungu fýrir Magga Tónlistarmaðurinn ást- sæli Magnús Kjartansson varð 55 ára gamall í gær. Af því tilefni hélt eiginkona hans, Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, honum óvænta veislu í hljóðveri hans í Hafn- arfirði. Sigríður er flugfreyja og hún fékk stallsystur sín- ar í Flugfreyjukómum til að syngja þrjú lög fyrir afmæl- isbarnið. Myndiraf Unni Birnu á stefnu- mótasíðu Myndir af alheimsfegurð- ardrottningunni Unni Bimu Vilhjálmsdóttur hafa dúkk- að upp á rússneskri stefnu- mótasíðu, mssianlovematch. com. Við myndfrnar er kynn- ing á Olgu, átján ára gamalli stúlku frá Kiev í Úkraínu, sem þráir að hitta hinn eina rétta. Ekki fer neinum sögum af því hvort Olgu hafi orðið vel ágengt en hún hefur sérdeilis góðan smekk þegar kemur að því að finna staðgengla fyrir sjálfa sig. Sterar og spítt á Litla- Hrauni Kona á fertugs- aldri, Elínborg Jenný Ævarsdóttir, sætir nú ákæru sýslumanns- ins á Selfossi íyrir að hafa sunnudaginn 19. mars 2006 reynt að smygla inn til fanga á Litla- Hrauni nálægt 20 grömmum af amfetamíni og 101 stera- töflu en Elínborgu er gefið að sök að hafa falið efnin í leggöngum sínum og fram- vísað þeim við handtöku. Eftir handtökuna fundust rúm 70 grömm af hassi í bif- reið sem hún hafði komið á í heimsóknina á Litla-Hraun. Elínborg tók ekki afstöðu til ákærunnar þegar hún var þingfest í vikunni. Þrjártennur brotnuðu Jóhann Amar Jóhanns- son, piltur á tvítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags- ins 12. nóvember 2005 slegið annan pilt sem er tveim- ur árum yngri hnefahöggi í andlit með þeim afleiðing- um að þrjár tennur í jöxlum þess kýlda brotnuðu. Átti árásin að hafa átt sér stað við Setberg í Þorlákshöfn. Þess er krafist að Jóhann verði dæmdur til refsingar en árásin er samkvæmt lag- anna hljóðan talin sérlega hættuleg. Snæbjörn Magnússon, karlmaður á sextugsaldri sætir nú ákæru sýslumannsins á Selfossi fyrir líkamsárás, með því að hafa ráðist að fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hlíf Pálsdóttur og hent henni margsinnis í jörðina. Snæbjörn komst í fréttir í desem- ber eftir umfangsmikla kannabisræktun á bænum Iðufelli í Árnessýslu. Kannabisræktandi ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu Snæbjöm Magnússon, karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður af sýslumanninum á Selfossi iyrir að ráðast að Hlíf Pálsdóttur, fýrrverandi sambýliskonu sinni og hrinda henni ítrekað í jörðina. Hlíf lýsti árásinni í DV fyrir skömmu, eftir að Snæbjörn var handtekinn vegna gríðarlegrar kannabisrækt- unar. Styr er á milli þeirra vegna meintra svika Snæbjörns. Snæbjörn Magnússon hefur oftar en einu sinni komið við sögu lögreglu. Nú síðast var fjallað um hann á síðum DV vegna umfangs- mikillar kannabisræktunar sem átti sér stað á bænum Iðufelli í Árnessýslu - þar sem Snæbjörn býr og hefur reldð hótel. Áður hafði fyrrverandi sambýliskona Snæbjörns flutt út frá honum. Að hennar sögn vegna barsmíða og svika lians. Hrinti henni í jörðu Nú sætir Snæbjörn ákæru sýslumannsins á Selfossi fýrir brot gegn 217. grein almennra hegn- ingarlaga. Samlcvæmt ákæru tók Snæbjörn um hendur hennar fyr- ir utan Iðufellið og hrinti henni margoft í jörðu með þeim afleið- ingum að hún hlaut eymsli og marbletti af. Hann mætti í þingfestingu málsins á þriðjudag og neitaði þá alfarið sakargiftum. Sagðist hann í raun aldrei hafa lagt á Hlíf hend- ur. Málið telst þó til minniháttar líkamsárásar en getur þó varðað fangavist allt að einu ári - sé hún sérstaldega vítaverð. Réðst á hana Sumarið 2004 fór Hlíf að eig- in sögn á Iðufell til þess að rukka Snæbjörn um þær skuldir sem hann hafði stofnað til í hennar nafni. Snæbjörn brást ókvæða við og réðst á Hlíf fyrir framan fjölda hótelgesta. „Ég er fórnarlamb. Það er ekkert grín fyrir sextuga konu að verða fyrir svona árás á þessum stað. Ég var búin að leggja allt mitt í þetta og að vera lamin og dregin í burtu frá staðnum er mjög erfitt," sagði Hlíf í sama viðtali við DV. Hirti aleiguna Snæbjörn, sem varð uppvís að gífurlega umfangsmilcilli ræktun kannabisplantna í kringum ára- mótin keypti gamla sláturhús- Snæbjörn Ákærður fyrir að hrinda fyrrverandi sambýliskonu sinni. I kerfinu biða einnig fleiri mái. Svo sem umfangsmikið kannabisræktunarmál sem upp kom I desember. Snæbjörn neitarsök I llkamsárásarmálinu. ið í Laugarási ásamt fyrrverandi konu sinni Hlíf Pálsdóttur. Hús- ið, reksturinn og tæki voru skráð á Hlíf en Snæbjörn var aðalmaður- inn í rekstri hótels á staðnum. Þeg- ar Snæbjörn gat ekki staðið í skil- um við samninga sem hann gerði í umboði Hlífar sJdldi hann við hana, henti henni út, hirti aleigu hennar og lamdi hana þegar hún kom og bað hann að borga skuldir sínar - að hennar eigin sögn í, við- tali við DV eftir að kannabismálið kom upp. Réttlætið sigrar „Ég þekkti hann sem mjög ljúf- an, kátan, skemmtilegan og góðan félaga," sagði Hlíf og hélt áfram og sagði meðal annars: „Ég vissi þó alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Ef maður hefur gert eitt- hvað slæmt þá kemur það alltaf í bakið á manni á endanum." Kannabisræktunarmálið mun væntanlega á næstunni fara fyr- ir dóm. Ósk Hlífar virðist vera að rætast. í það minnsta eru bæði líkamsárásarmálið og kannabis- ræktunarmálið í farvegi réttíæt- isins. Fleiri mál Snæbjörns bíða ákærumeðferðar. Það er héraðs- dómur Suðurlands sem mun skil- greina réttlætíð. gudmundur@dv.is v,*-1 J'-= BaaBMMBa Qfl Kannabis Snæbjörn var tekinn I desember með á annað hundrað kannabis- plöntur, magn afmarijúana og tæki og tól til ræktunar. íslendingur borgaði fyrir geymslu á peningum í banka á Spáni en fékk enga ávöxtun Evrurnar gufuðu upp af bankabók í Barcelona íslendingi, sem lagði fyrir rúmum þremur og hálfu ári síðan 200 evrur inn á bankabók á Spáni, brá heldur betur í brún þegar hann komst að því að á tímabilinu hafði upphæðin rýrnað allverulega. Þann 17. desem- ber 2002 lagði viðkomandi 200 evr- ur inn á reikning hjá BBVA bankan- um í Barcelona. Viðkomandi skxifaði undir samning vegna innlagnarinn- ar en gerði sér ekki grein fyrir því að peningarnir myndu ekki ávaxta sig líkt og hér heima. Þegar peningurinn var lagður inn voru 200 evrur um 17.000 krónur ís- lenskar og hefði upphæðin verið í dag 19.200 krónur miðað við gengis- þróun, án allrar ávöxtunar. Þegar viðkomandi fór til Barce- lona þann 23. júní síðastíiðinn var staðan á reikningnum orðin 67,37 evrur. Þá komst hann að því að sé upphæðin á bókinni lægri en 6000 evrur eða 576.000 krónur íslensk- ar þá ávaxti pen- ingurinn sig ekki sjálíkrafa Mkt og við erum vön. Því var viðkomandi í raun að borga fýrir geymslu á peningnum allan þennan tíma. Viðkomandi sá þessa reynslu sína sem víti tíl varn- aðar fyrir íslend- inga sem eiga sum- arhús, eru í námi eða búa jafnvel á Spáni og hvetur fólk til lcynna sér alla samninga ítarlega áður en pen- ingar eru lagðir inn í banka. asgeir@dv.is 200 2 50 BfiVA w-iwb t) S) S) s«jk ta.» BS Varúð, varúð Islendingar ættu að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar peningar eru geymdir erlendis Engin ávöxtun 200 evrur urðu að67á þremur og hálfu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.