Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 Fréttir DV Ummæli vikunnar „Grínast menn með að í stað kenningar- innar um turnana tvo í íslenskum stjórnmálum þurfa menn þá væntan- lega að ræða um parhúsið á vinstri kantinum." Andrés Magnússon blaðamaöur blaðsins Blaðsins I Blaðinu á mánudag. Honum þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir sér afar döpru gengi Samfylkingar í skoðanakönnunum. „Auk þess legg ég til að eftirlauna- ósóminn verði ____________________ afnuminn með lögum." Valgerður Bjarnadóttir pistlahöfundur hefur ákveðið að gera þetta að lokorðum sínum eftirleiðis. „Af hverju er hægt að þrengja að íbúðalánasjóði og fyrirhugaðri skattalækkun en láta eftirlaunakjör opbinberra starfs- manna óátalin, ekki síst forréttindapakka þingmanna, ráðherra og dómara?" Lýður Arnason læknirskilurekki, frekar en margir aðrir, hvers vegna ekki er nokkur leið að haga málum þannig að einhver vitglóra sé í. ^“Ifcdauan'nstl*. í't-M.ir.Mlx” £""w*1**ttaiti , sHflj i Zfi.kmUé"r'* Js © 2-Sk vwunjþeUalejiíi^ ,£ss;§|= SSSS2SS2& ££5SSS æffiaazr ssaaa: „Víkverji hefur fengið skömm ( hattinn fyrir það eitt að benda á eðlismuninn á körlum og konum." Vlkverji I Mogganum á miðvikudag. Vandlifað er I heimi hér og öruggast aö segja ekkert það sem gæti ruggað bátunum. „Af skýringunni á vefsetri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er nefnilega augljóst að orðasambandið„forvirk rannsóknarúrræði" merkir það sama og gott og gamalt, ofurkunnuglegt og einfalt íslenskt orð, nefnilega kvenkyns- fleirtöluorðið njósnir." Þingmaðurinn og Islenskufræðingurinn Mörður Árnason segir á slðu sinni stofnanamál eiga rétt á sér við ákveðin tækifæri. Hins vegar sé það notað þegar menn vilja fela merkinguna og svo sé með „forvirku rannsóknarúrræði“ Björns Bjarnasonar. „Það hlýtur þó að vekja vonir í brjóstum manna, að báðir aðalstjórn- endur í leikhúsinu hafa hrakizt frá völdum við lítinn orðstír, og hinn síðari með hraksmán." Sverrir Hermanns- son I rammagrein I Mogga I gær. Skyldulesning en strigakjafturinn Sverrir kaghýðir stjórnarherra með kjarnyrtum skömmum slnum. „Þettar eru að vísu síðbúnar fréttir en réttar." Staksteinar I gær um Jón Sigurðsson: Hann hefurmeð einu pennastriki breytt um takt og tón - lofar góðu sem formaður Framsóknarflokks. Stak-Styrmir býöur Jón velkominn I flokk innmúraðra - með einu pennastriki. Allur flugfloti Bandaríkjahers á íslandi verður farinn af landi brott þann 15. september næstkomandi. Um er að ræða tvær orrustuþotur af gerðinni F-15 og tvær þyrlur af Sikor- sky-gerð. Farnar F-15 orrustuþoturnar munu hefja sig á loft Is/ðasta sinn frá Keflavlkurflug- velliþann 15.ágústnæstkomandi. DV-mynd Vilhelm Engar loftvarnir á íslandi frá miðjum ágúst Þær tvær F-15 orrustuþotur bandaríska vamarliðsins sem enn eru á landinu og þjóna því hlutverki að vera tákn fyrir loftvarnir munu heQa sig til flugs í síðasta sinn frá Keflavíkurflugvelli þann 15. ágúst. Eftir það verða engar loftvarnir á íslandi. Tvær þyrlur varnarliðsins af Sikorsky-gerð yfirgefa landið mánuði seinna. Þegar orrustuþotumar tvær hefja sig til flugs 15. ágúst næstkomandi verða allar fjórar F-15 þoturnar sem hafa verið hér undanfarin ár horfnar af landi brott. fslensk stjórnvöld hafa reynt í lengstu lög að halda þotun- um hér en verða nú að horfast í augu við að þær em á leiðinni burt. Eft- ir stendur Iand sem ræður ekki yfir neinum loftvömum. Ekki er vitað hvert orrustuþot- urnar tvær munu fara en ljóst er að yfirmönnum bandaríska hersins er mikið í mun að koma þeim í gagnið á stað þar sem meiri not eru fyrir þær en að þjóna sem tákn fyrir loftvarn- ir íslands þessa síðustu mánuði veru varnarliðsins á fslandi. Eftir stendur land sem ræður ekki yfir neinum loftvörnum. Þyrlur fara í september Hinar margfrægu þyrlur varnar- liðsins eru einnig á leiðinni burt. Nú eru tvær Sikorsky-þyrlur á varnar- liðssvæðinu en þær munu yfirgefa iandið þann 15. september næst- komandi. Þessi staðreynd vekur upp spurningar um hvort þyrlukostur Landhelgisgæslunnar sé slflcur að ekki stafi hætta af. Samið um leigu á einni þyrlu DV hefur heimildir fyrir því að nær sé frágenginn leigusamningur á stórri þyrlu af gerðinni Aerospeciale og í burðarliðnum sé samn- ingur um leigu á minni þyrlu af sömu tegund. Engin svör fengust ífá Landhelgisgæslunni en þar var vísað á dóms- og kirkjumála- ráðuneytið. Stefán Eiríksson, skrifstofu- stjóri þar á bær, svaraði ekki skilaboðum blaða an- legar Flutningi seinkar DV hefur áreið- heimildir fyrir því að menn innan vamarliðsins séu að átta sig á því að erfitt verði að rýma svæðið algjör- lega fyrir 1. október. Að mörgu er að hyggja og segja heimildarmenn blaðsins að endanlegt brott- hvarf vamarliðsins geti dregist um allt að mánuð. oskar@dv.is Donald Rumsfeld Varnarmálaráðherra Bandarikjanna mun væntanlega fagna þegar slðasta þotan verður farin frá Islandi. DV-mynd Reuters Ungir ísknattleiksmenn úr Birninum safna peningum fyrir æfingaferð til Kanada Renndu sér á línuskautum í Hvalf irðinum A llnuskautum Strákarnir I Birninum renndu sér á llnuskautum inn Hvalfjörðinn. Ungir ísknattleiksmenn úr Skauta- félaginu Birninum vinna nú hörðum höndum að því að safna fyrir keppn- isferð sem þeir hyggjast fara í til Kan- ada í byrjun næsta árs. Þar er ætlun- in að taka þátt í stærsta alþjóðlega ísknattleiksmóti í heimi. Strákarnir, sem em ellefu og tólf ára, stóðu fyrir áheitasöfhun fyrir skömmu þar sem þeir renndu sér á línuskautum í Hvalfirði, frá Miðdal inn í botn Hvalfjarðar. Alls renndu strákarnir sér 31,5 kílómetra í þó nokkru roki og skemmtu sér konung- lega. Foreldrar drengjanna tóku þátt í áheitasöfiiuninni en þeir keyrðu fyrir framan og aftan drengina með vatns- flöskur og samlokur. Gífúrleg gróska er í ísknattleik á Islandi um þessar mundir og em um 300 iðkendur á skrá hjá Biminum. Þeim hefur fjölgað afar hratt á und- anförnum áram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.