Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Síða 23
22 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ2006 Helgin DV ! i á gátt áður en eftir- litskerfið fékk ^ ráðrúm til að Bk slíta barns- ■ skónurn. H Það hefur setið eft- ir, ólíkt því sem ger- jw ist í öðrum löndum." oskar@dv.is Vilhjálmur Bjarnason Segirstarfslokasamninga afþessari stæröargráðu fullkomna endaleysu. DV-mynd: E.ÓI. Séra Erni Bárði Jónssyni, presti í Neskirkju, finnst það sérstakt hvernig einn starfsmaður fyrir- tækis er verðlagður á annan hátt en aðrirþegar kemur að starfslokasamningum. Þórður Már Jóhannesson, fráfarandi forstjóri Straums-Burðaráss, bættistí síðustu viku í hóp íslenskra milljarðamæringa þegar hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir 2,9 milljarða. Hlutinn fékk hann í formi kaupréttar og var hann keyptur af Glitni. Með þessum starfs- lokasamningi hefur Þórð- ur Már markað sér sérstöðu í íslensku viðskiptalífi því enginn annar starfsmað- ur íslenskra fyrirtækja hef- ur verið nálægt því að fá sömu upphæð og Þórð- ur Már fékk við sín starfs- lok. Það má því með sanni segja að hann sé „starfs- lokakóngur íslands". , Meira en milljarður Óhætt er að fullyrða að Þórð- ur Már hafi fengið rúm- an milljarð í starfs- lokasamning frá ■k Straumi-Buröar- ási. likki hef- ur enn veriö gefið upp ||á hversu HBr langan ak upp- H sagn- B Wk frest Presturinn í Neskirkju Séra Erni Bárði Jónssyni finnst mismunandi verðlagning á fólki innan fyrirtækja furðuleg. DV-mynd ÞÖK hann var með. Ef miðað er við að Þórður Már sé með tólf mán- aða uppsagnarfrest, líkt og Hann- es Smárason forstjóri FL Group, fær hann um 65 milljónir fyrir árið, líkt og laun hans voru árið 2005 sam- kvæmt ársskýrslu Straums-Burðar- áss. Það sem gaf honum þó mest í aðra hönd var söluréttarsamningar. Á tíma Þórðar Más á forstjórastóli keypti hann 150 milljón hluti í fyr- irtækinu á misjöfnu gengi en sam- anlagt fyrir rétt rúma 1,6 milljarða. Hlutina seldi hann svo til Glitnis fyrir tæpa 2,9 milljarða. Gróðinn af söluréttarsamningnum er því um 1,2 milljarðar án þess að tekið sé til- lit til kostnaðar hjá Þórði Má eins og til að mynda lántökugjaldi og vöxt- Fullkomin endaleysa Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands, sagði í samtali við DV í gær að starfslokasamningar af þessari stærðargráðu væru fullkom- in endaleysa. „Ef slíkir samningar eru gerðir verður að leggja þá fyrir hluthafafund. Þegar um kaupréttar- samninga er að ræða þar sem hluta- bréf eru seld á lægra gengi en því raunverulega er verið að selja hluta- bréf á röngum forsendum," sagði Vilhjálmur og vísaði til þess að eini maðurinn sem kom að starfssamn- ingi Þórðar Más hjá Straumi- Burðarási í september í fyrra var Magnús Kristinsson, þáverandi stjórnarformaður. Núverandi meirihluti undir forystu I Björgólfs Thors Björgólfs- sonar kom hvergi nálægt gerð þessa samnings. „Starfslokasamn- ingar af þessari stærðar- gráðu eru endaleysa, full- komin endaleysa, og ef þeir eru gerðir, þá á að leggja þá fyrir hluthafafund. Þetta jafnast til breytinga á samþykktum - seld hlutabréf á röngum forsendum. Styrmir og Axel koma næstir Þeir sem koma næstir Þórði Má hvað varðar stærð starfslokasamn- inga eru þeir Styrmir Þór Braga- son og Axel Gíslason. Styrmir Þór var framkvæmdastjóri Atorku Group þar til í september í fyrra þegar hann ákvað að segja starfi sínu lausu í samráði við stjórn fyrirtækisins. Samkvæmt árs- skýrslu fékk hann starfsloka- samning upp á 200 milljónir króna en þar af voru 160 millj- ónir vegna kaupréttarsamn- inga. Styrmir Þór var ekki lengi at- vinnulaus. Hann hóf fljótlega störf sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbankans en var síðan ráðinn framkvæmdastjóri MP Fjárfesting- arbanka nú í byrjun maí. Axel fékk svipaða upphæð frá VlS árið 2002 þegar hann hvarf úr forstjórastóli fyrirtækisins. Hann barðist hatrammlega gegn því að fyrirtækið yrði sett á markað á sín- um tíma. Hann hafði ekki erindi sem erfiði og var látinn fara um leið og S-hópurinn með Finn Ingólfsson í fararbroddi náði völdum. Ekki er þó hægt að segja að Axel hafi tap- að á þeim starfslokum. Fréttastofa RÚV greindi frá því að Axel hefði fengið um 200 milljónir í kveðjugjöf frá Finni og félögum, bæði í formi launa og lífeyrisskuldbindinga. Axel, sem neitaði hvorki né ját- aði starfsloksamningnum, lifir góðu lífi í rúmlega 300 fermetra húsi sínu í Garðabænum, laus úr amstri við- skiptalífsins. Feitir Flugleiðaforstjórar Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrver- andi forstjóri FL Group og núver- andi forstjóri Promens, getur verið sátt við endalok sín hjá FL Group en hún hætti störfum um miðjan okt- óber á síðasta ári. Ragnhildur hafði gegnt starfi forstjóra í flmm mánuði og fékk fýrir það starfslokasamn- ing upp á 130 milljónir. Það gerir 26 milljónir fyrir hvern mánuð í starfi. Starfslok forstjóra voru Hannesi Smárasyni og FL Group dýr á síð- asta ári því auk þessa fékk Sigurður Helgason, forstjóri félagsins til tut- tugu ára, 160 milljónir þegar hann hætti í maí. Þegar þessar upplýsing- ar komu fram í dagsljósið vöktu þær gífurlega reiði í þjóðfélaginu. Eitt hjól mikilvægara Séra Örn Bárður Jónsson, prest-' ur í Neskirkju, sagði í samtali við DV í gær að honum fyndíst það skrýt- ið hvernig fyrirtæki verð- legðu starfsmenn sína nú til dags. „Það kunna að vera ástæður fyrir því að menn hafi tryggt sér einhvers konar greiðslur við starfs- lok í ráðningarsamn- ingi en mér finnast upphæðirnar vera furðulegar. Það sem er skrýtið er hvernig fólk er verðlagt. Það virðist sem eitt hjól sé mikil- vægara en öll hin og það er ekki sanngjarnt gagnvart hinum starfs- mönnunum," sagði Örn Bárður. Réttlætiskenning Rawls Örn Bárð- ur sagði hina frægu rétt- lætiskenn- ingu heim- spekingsins Johns Rawl eiga vel við í þessu til- felli sem og mörg- um öðrum „Kenning- in gengur út á það ,Það sem erskrýtið er hvernig fólk er verðlagt. Það virðistsem eitthjól sé mikilvægara en öll hin og það er ekki sann- gjarnt gagnvart hinum starfsmönnunum: að þú safnar saman ólíku fólki í eitt herbergi þar sem það á að ákveða laun fyrir alla þjóðfélagshópa, frá ráðherrum til ræstitækna. Þegar fólkið kemur út úr herberginu veit það ekki hvaða starf það tekur sér fyrir hendur. Hugmynd Rawls er að allir gangi þannig út að þeir séu reiðubúnir að una skiptingunni í störfin," sagði Örn Bárður en bætti við að þetta væri bara kenning sem gengi ef til vill ekki upp í raunveru- leikanum. „Kenningin minnir okkur hins vegar á að taka tillit til allra." Hífa frumkvöðlarnir hina veiku upp? „Fylgjendur hins opna hagkerfis hafa haldið því fram að frumkvöðl- arnir hífi allt upp á endanum. Þetta kann að vera rétt en velferðarnet- ið þarf þá að vera mjög sterkt til að þeir veikustu verði með," sagði Örn Bárður sem telur að ríkisstjórnin hafi gert mistök þegar frelsi í við- skiptum var aukið og benti á að Morgunblaðið hefði nýverið tekið í sama streng í forystugrein. „Öllu frelsi fylgir ábyrgð og mark- aðurinn var opnaður upp DV Helgin FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 23 VýUÍÉSM Fyrrverandi framkvæmdastjóri Atorku Group varsá fyrstimeð aivörukaupréttarákvæði i sínum samningi. Stórþangað til Þórður Már fékk sinn samning. DV-mynd: GVA mUljónir Fyrrverandi forstjóri VÍS sem barðist við Finn og féiaga en tapaði. Fékk 200 millur I sárabætur. DV-mynd:GVA milliárðar, ✓ ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss sem er fyririiði og vítaskytta starfsloka- landsliðsins. Það kemst enginn með tærnar þar sem hannermeð hælana þegar kemur að feitum starfslokasamningum. Fékk sex sinnum hærri starfslokasamning en næstu menn. DV-mynd: Stefán millíóms W milljónir RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR Fyrrverandi forstjóri FL Group sem sat i forstjórastólnum í fimm mánuði og fékk þvi 26 millur fyrir hvern mánuð. DV-mynd: Vilhelm SIGURÐUR HELGASON Fyrrverandi forstjóri FL Group sem stýrði Flugleiðum, slðar lcelandair, á umbrotatimum um tuttugu áraskeið. Hann fékk„aðeins" 160milljónir þegarhann hætti imaiífyrra. ____ DV-mynd:E.C JÓHANNES SIGGEIRSSON Fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sameinaða Iffeyris- sjóðsins sem gekk á dyr með starfslokasamning upp á 43 milljónir króna, upphæð sem stjórh sjóðsins hafði ekki hugmynd um. Jóhannes var látinn fara vegna óviðunandi / árangurs I rekstri sjóðsins I tvö árin á undan. milljónir milljónir . .. - - .. . e- BJORN INGI SVEINSSON Fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPH sem var aðeins fjóra mánuði i starfi og sagðist hafa gert marga ágætis díla um ævina. DV-mynd Stefán milliónir ’ >' - ' UUo) milljónir KRISTJÁN RAGNARSSON Fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra . útvegsmanna sem fékk um fimmtíu milljónir við \„ starfslok sem formaður hjá félaginu eftir 33 ár í Ís. J starfi, en leynisamningurþess efnis dúkkaði upp i I ársskýrslu sambandsins fyrir árið 2003. I I DV-mynd: Stefán GUNNAR ÖRN KRISTJÁNSSON Fyrrverandi forstjóri SlF Sem fékk borguð full laun i fjögur ár eftir aðhann hætti hjá fyrirtækinu. GUNNAR FELIXSON Fyrrverandi forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Hann létafstörfum i mars ífyrra eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu i 45 ár. Hann varð aðstoðarforstjóri árið !976ogforstjóriárið 1991. DV-mynd: Róbert milljónir •1 - i \ ^vl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.