Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Page 51
DV Kvikmyndahús FÖSTUDAGUR 7. JÚU2006 63 Superman veldur vonbrigðum Það kom engum á óvart að kvik- mynd sumarins Superman Ret- urns þénaði einna mest yfir á opn- unarhelgi sinni í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. En myndin, sem hefur hlotið góða dóma, olli kvik- myndafyrirtækinu Wamer Bros heldur betur vonbrigðum því hún þénaði „einungis" 52 milljónir doll- ara. En framleiðendur og yfirmenn Warner Bros gerðu ráð fyrir tvöfalt hærri upphæð þar sem myndin var frumsýnd á miðvikudegi. Allt í allt hefur Superman Ret- urns hafað inn 84,2 milljónum doll- ara. Sönn vonbrigði. En Warner Bros geta þó brosað yfir einhverju. Kvik- myndin Nacho Libre hefur þénað 61 milljón dollara og verður að segja að Jack Black sé nýkrýndur grínkóngur íHollywood. Kvikmyndin The Devil Wears Prada gerði einnig góða hluti um helgina og halaði inn 28 milljónir dollara. En myndin er byggð á sam- nefndri bók eftír Lauren Weisberger og skartar Meryl Streep og Anne Hathaway í aðalhiutverkum. Það er augljóst að bíógestir eru ekki ein- ungis að leita í spennu og hasar yfir heitustu mánuði ársins, heldur líka kómedíur og stelpumyndir. Það er gott að heyra. Hostel2í Tékklandi Kvikmyndin Hostei eftir Eli Roth hefur heldur betur notið mikilla vinsælda hérá landi og um heim allan. Það er nú komið á hreint að framhaldið verður tekið upp í Prag, Cesky Krumlov og Karlovy Vary og hefjast tökuri september. Eitthvað afmyndinni verður tekið upp í Róm, Barrandov-upptökuverinu og jafnvel i Slóvakíu. Eins og áður hefur komið fram verður seinni myndin mun dekkri og þyngri en sú fyrri og einblinir hún meira á kvenpersónurnar. Þetta lofar góðu. Áeftirað rústaöllum Kvikmyndin Pirates ofthe Caribbean: Dead Man's Chest er eina stórmyndin sem opnar um helgina. Vegna vonbrigða út af Superman er áætlað að Pirates eigi eftir aðþéna lOOtil 110 milljónir dollara yfir helgina. Það er enginn smápeningur en það á enginn neitt i Johnny Depp og félaga. NýFarrelly- mynd Farrelly- bræðurnir eru loksins komnir tilbaka. Upptökur hefjast bráðlega á myndinni The Seven Yearltchen með aðalhlutverk fara Ben Stiller og Cwyneth Paltrow en ungstirnið Michelle Monaghan mun leika konuna sem kemur upp á milli þeirra. Michelle lék á móti Tom Cruise ÍMISSION: IMPOSSIBLEIII. Þetta verður fyrsta mynd Gwyenth Paltrow eftir að hún eignaðist son sinn Moses. Kvikmyndin er byggð á myndinni Heartbreak Kid sem kom út árið 1972 og var handritið skrifað af ons

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.