Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Page 54
66 FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 Helgin DV Utvarpsmönnunum Andra Frey Viðar- syni og Búa Bentsen hefur verið sagt upp störfum hjá íslenska útvarpsfélaginu Capone-DræourreKnir „Okkur var bara sagt upp," seg- ir Andri Frey Viðarson annar stjóm- enda útvarpsþáttarins Capone á X- fm. Andri hefur stjómað þættinum ásamt Búa Bendtsen síðan 14. janúar 2005 þegar stöðin var stofnuð í kjölfar þess að X-ið 977 var lagt niður. Síðan þá hefur útvarpsstöðin heldur betur fest sig í sessi í íslensku útvarpi og á breiðan og dyggan hóp hlustenda. Stöðin er í eigu íslenska útvarpsfélagsins en það vom Andri Freyr, Mattías Már og fleiri kraftmikl- ir útvarpsmenn sem vom drifkraftur- inn á bak við stofnun stöðvarinnar. Ég er Nói „Við vorum að fara í sumarfrí og vorum svo reknir sama dag. Alveg einstaklega hentugt að það skildi vera gert sama dag," segir Andri og er greinilega ekki ánægður með stöðu mála. „Það er hart að vera sparkað af skipinu sem maður smíðaði sjálf- ur. Ég er Nóisegir Andri sem stadd- ur er í sumarfríi í Hollandi um þess- ar stundir. Þá var Gunnari Lárusi Hjálmars- syni eða Dr. Gunna einnig sagt upp störfum, en hann hefur verið með fjölbreyttan og líflegan tónlistarþátt einu sinni í viku á stöðinni. Fást engin svör „Ég tjái mig ekki um málefni ein- stakra starfsmanna," sagði Axel Ax- elson framkvæmdastjóri íslenska útvarpsfélagsins þegar blaðamaður DV hringdi í hann í leit að svörum. X- fm hefur mælst vel í hlustendakönn- unum og er vinsælli en X-ið 977 sem var sett aftur á laggirnar eftir að X-fm sýndi berlega að markaður væri fyr- ir slíka útvarpsstöð. Capone hefur átt stóran þátt í velgengni stöðvarinnar enda verið einn beittastí morgun- þáttur landsins undanfarin misseri. Vangaveltur vöknuðu þá í kjöl- far uppsagnarinnar hvort að Capone yrði færður yfir á X-ið 977 en Frosti Logason dagskrárstjóri X-ins kaus að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Aðdáendur þáttanna verða því að lifa í óvissu enn um sinn og mun framtíð þeirra Capone-bræðra ekki ráðast strax. En það er klárlega mikill missir fyrir íslenskt útvarp snúi þeir félagar ekki aftur. myrdal@dv.is Ósáttir Andri Freyrsegir uppsögnina hafa komið sér i opna skjöldu, enhannogBúi voru reknir sama dag og þeir hófu sumarfri sitt. AxelAxelson framkvæmdastjóri íslenska útvarpsfélagsins vildi ekkert tjá sig um málið við blaðamann DV. Ungfrú fsland 2006 Sifmun keppa i sama kjólog I Ungfrú Island, enda stórglæsilegur kjóllþarna á ferðlnni. Sif Aradóttir mun taka þátt í keppninni Ungfrú Alheimur 23. júlí og fór utan í gær til að hefja undirbúning PRINSESSA í BORG ENGLANNA „Ég verð úti í þrjár vikur og er orðin virkilega spennt og hlakka bara til," sagði Sif Aradóttir, ungfrú ísland 2006, í samtali við DV en hún hélt til Bandaríkjanna í gærkvöldi til að taka þátt í keppninni Ungfrú Alheimur. „Þetta er gríðarlega stór keppni og mikil umgjörð í kringum hana." En keppnin er í eigu auðkýf- ingsins Donalds Trump sem marg- ir þekkja úr þáttunum The Apprent- ice. „Það eru í kringum 85 stelpur sem taka þátt og er öryggisgæslan í kringum okkur og hátíðina gríðar- lega mikil." En hátíðin fer fram í Los Angeles að þessu sinni. „Það eru tvær og tvær saman í herbergi og yf- irleitt keppendur sem eiga eitthvað sameiginlegt og geta talað saman." Keppnin fer fram sunnudaginn 23. júlí og verða Sif og aðrir kepp- endur í stífum æfingum fram að því. „Það eru æfingar, uppákom- ur, kvöldverðir og aðrir atburðir á hverju kvöldi fram að keppni," seg- ir Sif sem hefur æft mikið hér heima fýrir keppnina. „Ég er búinn að fá frábæran stuðning alls staðar að en ég vil sérstaklega þakka Next, Per- sóna, Gasa og Salon VEH fyrir að hjálpa mér með föt, förðun og hár- ið,“ segir Sif þakklát. asgeir@dv.is Sif Aradóttir Tekurþátti Ungfrú Alheimi en keppnin er I eigu Donalds Trump.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.