Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórmenningunum sem handteknir voru í Stóra BMW-málinu þann 13. april siðastliðinn. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir allir yfir höfði sér langa fangelsisvist. Ekki er ljóst hvenær ákæran verður þingfest. Fjórmenningarnir ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot lig Ársæll Snorrason, Hörður Eyjólfur Hilmarsson, Ólafiir Ágúst Ægisson og Hollendingurinn Johan Hendrik hafa verið ákærð- ir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Þeir voru handteknir fimmtudaginn 13. apríl síðastliðinn og eru ákærðir fyrir að hafa, með mismunandi hætti, komið að tilraun til að smygla rúmum 25 kílóum af amfetamíni og hassi í bensíntanki BMW- bifreiðar sem flutt var til landsins ff á Hollandi. Allt að sjö ára fangelsi Nota ekki bílbeltin Fjörutíu ökumenn voru stöðv- aðir í umdæmi Lögreglunnar í Reykjavík í íyrradag fyrir þær sakir að nota ekki bflbelti. Hinir sömu eiga sekt yflr höfði sér en að sögn lögreglunnar vekur furðu að fólk skuli ekki spenna beltin. Notagildi þeirra er margsannað en belt- in geta komið í veg fyrir alvarleg meiðsli og jafnvel dauða. Þá eiga fimmtíu ökumenn von á sekt fyr- ir hraðakstur. Það var myndavél- arbíll lögreglunnar sem myndaði brot flestra þeirra. Prins á gjörningi Afríski kven- presturmn hittir Shivu er heitið á gjömingi sem Ingibjörg Magna- dóttir og Krist- ín Eiríksdótt- ir standa fyrir. Auk Ingibjargar og Kristínar taka nokkrir gestaleik- arar þáttígjöm- ingnum en þar kemur meðal annarra ffam prins frá Egyptalandi. Verður þetta flutt í Listasafninu í Hafnarhúsinu á morgun laugardag kl.16. Gjöming- urinn var ffumfluttur fyrir hálfum mánuði en verður nú endurfluttur. Flottasta myndin á Hróarskeldu Hver náði flottasta augnablikinu á Hróarskeldu á mynd? Roskilde- festival.is efnir til ljósmyndasam- keppni þar sem hátíðargestir geta tekið þátt og átt möguleika á því að vinna tvo miða á Hróarskeldu 2007. Keppnin er einföld í sjálfu sér og snýst hún um hver á flottustu ljós- myndina sem lýsir stemmingunni á Hróarskeldu hvað best. Myndin má vera frá hvaða Hróarskelduhá- tíð sem er, ekkert endilega síðustu hátíð. Framlög til keppninnar skal senda á stafrænu sniði á roskilde@ roskilde-festíval.is. Gúmmíbelti undir allar vélar impex I Viðurkend vara - gott verðj Sími 534 5300 • impex@lmpex.is • www.impex.is Hörður Eyjólfur Hilmarsson og Hollendingurinn Johan Hendrik eiga alvarlegustu ákærumar yfir höfði sér. Þeim er gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi á 15,2 kílóum af amfetamíni og 10,3 kílóum af hassi sem falin voru í BMW-bifreiðinni sem flutt var með Reykjafossi til landsins. Þeim er jafnframt gefið að sök, ásamt Ar- sæli Snorrasyni og Ólafi Ágústi Æg- issyni, að hafa tekið við bifreiðinni eftir komuna til landsins og haft hana í sinni vörslu í þeirri trú að í henni væru falin framangreind fíkniefni sem ætluð voru til sölu- dreifingar í ágóðaskyni. Fréttaskýringaþátturinn Komp- ás er að vinna að þáttaröð um að- gengi unglinga að fíkniefnum og fyrsti þátturinn verður sýndur næst- komandi sunnudag að loknum ffétt- um á Stöð 2 í óruglaðri útsendingu. Þáttagerðarmenn fóru á stúfana til að kanna hversu erfitt eða auðvelt það væri fyrir unglinga að kaupa fíkniefni og niðurstöður þáttarins eru sláandi. „Við fengum til liðs við okkur ungling og fórum með honum á fund fíkniefnasala með falda kam- eru," segir Jóhannes Kr. Kristjánsson stjómandi Kompáss. „Við gættum fyllsta öryggis til að tryggja að ekkert gæti komið fyr- ir tálbeituna okkar og þetta endaði á því að það virðist eldd vera neitt mál fyrir unglinga að kaupa fíkniefhi á íslandi," segir Jóhannes. Tálbeita Kompássliðsins keypti af dópsalan- um þrjú grömm af hassi, eitt gramm Hörður Eyjolfur og Johan eiga báðir yfir höfði sér aflt að sjö ára fangelsisdóm miðað við ákæruna sem bíður þeirra. Hörður Eyjólfur hefur hingað til verið samvinnufús við lögregluna samkvæmt heimild- um DV sem herma einnig að Johan hafi þagað eins og steinn og ekki viljað gefa neitt uppi um mögu- legan þátt Ársæls og Ólafs Ágústs í innflutningnum. Ólafur Ágúst í vondum málum ÁrsæU á yfir höfði sér vægari dóm en þeir Hörður Eyjólfur og Johan þar sem hann er einungis af amfetamíni og contalgin-töflu, sem er morfín. „Það er ótrúlegt hvað það tekur lítinn tíma að útvega dóp og hversu stuttan tíma það tók okkur að fá símanúmer dópsala," segir Jóhann- es. Hann segir að í þáttunum verði viðtöl við foreldra unglinga sem eigi við fíkniefnavanda að stríða og við aðila í félagsþjónustu við unglinga og þeir spurðir áð því hvað sé til ráða tfl að sporna gegn þessari skelfilegu staðreynd. „Við náðum líka viðtali við sí- brotamann sem lýsir lífi sínu á göt- unni og hörmungum þess að vera utanveltu í þjóðfélaginu," segir Jó- hannes. Hann segir að Kompásliðið hafi einnig farið með lögreglunni á reglubundna vakt tfl að fylgjast með því sem lögreglan lendir í á venjuleg- um degi. Þegar Jóhannes var spurður að ákærður fyrir vörslu fíkniefnanna og mögulega sölu f ágóðaskyni en fé- lagi hans Ólafur Ágúst er í verri mál- um þrátt fyrir að sitja undir sömu ákærum og Ársæll. Ólafúr Ágúst var einn af þeim sem voru handteknir í Stóra fíkniefnamálinu árið 2000 og fékk þyngstan dóm allra sakbom- inga, alls m'u ár. Honum var sleppt á reynslulausn eftir að hafa afþlánað helming dómsins. Ef Ólafur Ágúst verður fundinn sekur nú má hann búast við því að fá jafnvel þyngstu mögulegu refs- ingu í málum sem þessu, tólf ára fangelsi. Ólafur Ágúst er einnig ákærður fyrir að hafa haft tæplega 198,58 grömm af hassi, 6,23 grömm af amfetamíni og 1,49 grömm af kókaíni inni í herbergi sem hann hafði til umráða. Þessi efni fundust þar daginn eftir að hann var hand- tekinn. Herbjörn sleppur Herbjörn Sigmarsson, sem einnig var handtekinn vegna máls- því hvort þessi fíkniefnakaup gætu ekki haft afleiðingar í för með sér fyr- ir þá sem stóðu að þeim sagði hann að enn væri ekki kominn úrskurð- ur um það hvernig lögreglan myndi Ef Ólafur Ágúst verð- ur fundinn sekur nú má hann búast viðþví að fá jafnvel hæstu mögulegu refsingu í málum sem þessum, tólfára fangelsi. ins, sleppur við ákæru. Herbjörn sat í gæsluvarðhaldi í töluverð- an tíma en var síðan sleppt. Hann var handtekinn eftir ábendingu frá Herði Eyjólfi sem sagði Herbjörn hafa fjármagnað ferð sína tíl Þýska- lands til að kaupa BMW-bifreiðina. Herbjörn neitaði sök og tókst lög- reglunni ekki að sanna frekar að- komu hans að þessu máli. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvenær málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. taka á þessu máli. Þegar DV tók við hann þetta viðtal var Jóhannes á leiðinni á lögreglustöðina til að skila fíkniefnunum inn. jakobina@dv.is oskar@dv.is Fréttaskýringaþátturinn Kompás notar tálbeitu til aö kaupa dóp Fíkniefnakaup sýnd á Stöð 2 KOm Jóhannes Kr. Kristjansson stjórnandi Kompáss „Pað er ótrúiegt hvað þaðtei sruttan rímc. að kaupa dóp a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.