Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. ÖKTÓBER2006
Fréttir DV
Hjónin Berglind Ásgeirsdóttir og Ómar Andrés Gunnarsson, sem oft eru kennd við tískuvöruverslanirnar
ZikZak, hafa fest kaup á tæplega 600 fermetra glæsivillu í Þingahverfinu í Kópavogi. Húsið er enn sem komið
er á teikniborðinu en gert er ráð fyrir að það verði risið næsta sumar. Talið er að kaupverðið sé ekki undir 180
milljónum króna.
ZikZak-hjónin kaupa
klæðskerasaumaða
600 fermetra glæsivil
Glæsihúsin rísa úti um allt höfuðborgarsvæðið. Nú hafa ZikZak-
hjónin Berglind Ásgeirsdóttir og Ómar Andrés Gunnarsson fest
kaup á glæsivillu í Heiðaþingi 5 til 7 í Kópavogi. Villan, sem er
ekki enn risin, verður tæpir 600 fermetrar og klæðskerasaumuð í
kringum þarfir hjónanna og barnanna þeirra tveggja.
„Þetta er nú bara ævintýra-
mennska," sagði Ómar Andrés
Gunnarsson við blaðamann DV
þegar hann var spurður hvað ræki
hann og eiginkonu hans Berglindi
Ásgeirsdóttur út í að kaupa risastórt
hús í Kópavogi sem enn er á teikni-
borðinu.
„Tímasetningin á þessu hentar
okkur mjög vel. Eldra barnið erkom-
ið í framhaldsskóla og það yngra
klárar grunnskólann næsta vor. Það
eru allir mjög spenntir enda fá all-
ir fín og stór herbergi," sagði Ómar
en fjölskyldan býr nú í tæplega 200
fermetra einbýlishúsi í Smárarima í
Grafarvogi.
Sérálma fyrir börnin
Gassa arkitektar í Danmörku,
Guðni Tyrfingsson og Auður Al-
freðsdóttir, sjá um að teikna hús-
ið bæði að utan og innan, en fata-
kaupmaðurinn fris Björk Jónsdóttir
í GK hefur umsjón með verkinu. íris
sagði í samtali við DV að hún myndi
sjá um allt. „Ég bý meira að segja um
rúmin fyrir þau áður en þau koma.
Þau fá bara lykla og mæta svo," sagði
íris og hló.
Arkitektarnir hafa hannað hús-
ið þannig að það lagar sig að lóð-
inni, útsýni og áttum, jafnframt
því að vera klæðskerasaumað fyrir
þarfir fjölskyldunnar. Aðkoman er
glæsileg og myndar hátt rými með
göngubrú og seitlandi vatni. Frá
göngubrú er yfirsýn yfir húsið sem
opnar sig út á móti fjallasýn. Húsið
er hannað í svokölluðu „opnu plani"
„Þetta er nú bara ævin-
týramennska."
þannig að innri rými renna saman.
Húsinu er deilt upp í fjórar álm-
ur. Stofur og íverurými, svefnálmu
foreldra og 100 fermetra unglinga-
álmu með sérinngangi sem hægt
er að hafa opna eða lokaða að vild.
Á neðri hæð er stór bílageymsla og
líkamsræktarsalur með 15 fermetra
útilaug.
Aðspurður sagði Ómar að ekki
væri um sundlaug að ræða held-
ur heita laug til afslöppunar: „Ef við
þurfum að fara í sund, þá förum við
bara í Laugardalslaugina."
Verslanirnar ganga vel
Þau hjónin Berglind og Ómar
reka nú ZikZak Tískuhús sem er
með sex verslanir víðs vegar um
landið. Fyrirtækið var stofnað árið
2001 en stuttu áður hafði Berglind
selt reksturinn á Trimmformi Berg-
lindar. „Þetta hefur undið upp á sig.
Við byrjuðum með eina búð í Graf-
arvoginum en síðan þá höfum við
opnað búðir í Hamraborg í Kópa-
vogi, Firðinum í Hafnarfirði, Kefla-
vík, á Selfossi og síðan í Mörkinni í
Reykjavík þar sem höfuðstöðvar fyr-
irtældsins eru.
„Þetta gengur allt saman vel.
Þetta er auðvitað viðamikið en við
kvörtum ekki. Það er nóg að gera
og á meðan svo er njótum við þess,"
sagði Ómar.
oskar@dv.is
Heima f Smararimanum Hjónin
Bergiind og ÓmarAndrés hafa
komið sér vel fyrir f Smárariman-
um. Þau ætia að flytja f
Heiðaþingið næsta sumar.
DV-mynd Hörður
GASSA
ARKITEKTAR
Heiðaþing 5-7 Eins og sja má á
BYLTING I SVEFNLAUSNUM
BETRI HVÍLD, DÝPRI SVEFN OG MEIRI VELLÍÐAN. .
Rúmgott er leiðandi í þróun
og framleiðslu á heilsudýnum
og rúmbotnum undir vöru-
merkinu EZ-sleep á íslandi.
Við höfum yfir að ráða
fullkomnum tækjabúnaði til
að mæla þrýstijöfnun á líkama
hvers einstaklings sem gerir
okkur kleift að framleiða
svæðaskiptar heilsudýnur
sniðnar að viðkomandi.
FRÍ LEGUGREINING
OG FAGLEG RAÐGJÖF
Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
•->-—
www.rumgott.is