Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Síða 35
DV Helgin Ég varð að horfast í augu við að ég væri engin súperkona og ég brotn- aði. Sú ákvörðun að flytja suður var líka geysilega erfið. Synir mínir og systkini mín voru flutt til Reykjavíkur og Vöku langaði suður. Hér í Reykja- vík þekkti ég fáa og þar sem ég elska Akureyri út af lífinu reyndist flutn- ingurinn mér erfiður. Eg reyndi að fóta mig í nýjum heimkynnum og þremur árum síðar flutti Vaka í eigin, verndaða íbúð." Aðskilnaðurinn reyndist Gunn- hildi erfiðari en Vöku. „Það var búið að segja mér að þetta myndi reynast mér erfiðara en henni; hún væri svo sjálfstæð að hún myndi bara vilja losna við mömmu," segir hún brosandi. „Þegar mað- ur eignast þroskaheft barn, þá flyt- ur maður inn í málefhi fatlaðra og þroskaheftra," segir hún til skýring- ar. „Það er mjög áríðandi að foreldr- ar þessara barna eigi sér líf fyrir utan líf barnsins en þá verðum við líka að geta treyst því að þau séu í góðum höndum. Þegar Vaka var barn fór hún í sveit, í sumardvöl og í skamm- tímavistun og ég var alltaf örugg um að henni liði vel. Þegar hún fór í skammtímavistun sagði hún öllum að hún væri að hvíla sig á mömmu sinni," bætir hún við og hlær. „Mér fannst ég vera aft- ur að upplifa það sama og þegar pabbi hans veiktist. Þessiglaði og yndislegi drengur breytti alveg um per- sónuleika. Hann hætti að vera glaður og sýndi engar tilfinningar." aðra. Við viljum byggja upp þjónustu úti í samfélaginu og markmiðið er að hægt verði að flytja fólk af stofnun- um og hjálpa því með þjónustu í eig- in íbúðum. f Bandaríkjunum er far- ið að nota tólf spora kerfið í meðferð geðsjúkra og ég er þeirrar skoðunar að sú aðferð reynist vel. Það skiptir gríðarlegu máli að sá, sem velst til að hjálpa þeim veiku að komast aftur út í lífið, hafi sjálfur staðið í sömu spor- um. Við vonum að innan fárra ára verði geðdeildir aðeins bráðadeild- ir, en öll önnur þjónusta við geðsjúka fari fram á heimilum þeirra og þeim verði hjálpað að snúa aftur til dag- legs lífs." Unnið að bættum aðbúnaði geðsjúkra Þegar Vaka varflutt í eigin íbúð var komið að þeim tímamótum í lífi Gunn- hildarað hún leitaði sér hjálpar. „Þá breyttist ailt líf mitt. Ég „púnkteraði" eins og við segjum fyrir norðan. Þá fékk ég hjálp og fór líka að starfa með Geðhjálp. Nú á ég sæti í nefnd á vegum Félagsmálaráðuneyt- isins þar sem verið er að leggja fram fimm ára áætlun í málefnum geðfatl- Geðsjúkir ekki ofbeldishneigðir Hún segir fordóma gagnvart geð- sjúkum mikla í samfélaginu og einna verst finnst henni sú mynd sem dreg- in er upp af þeim í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Þar er dregin upp alröng mynd af þeim," segir hún. „Geðsjúkir eru ekki ofbeldishneigðir, eins og þeir eru sýndir í myndunum. Vissulega neyta þeir vímuefna eins og fjöldi annarra og stærsti hluti alira ofbeld- isverka er unninn þegar fólk er undir áhrifum eiturlyija og vímuefna. Þeg- ar geðsjúkir neyta vímuefna, þá eru það efnin sem ýta þeim fram af brún- inni, en ekki sjúkdómurinn. Ég þekki geysilega marga sem eru veúdr á geði, en hins vegar mjög fáa sem eru geðveikir og ofbeldishneigðir. Það hefur líka verið of algengt inni á geð- deildum að þar er ekki borin virð- ing fyrir sjúklingunum. Starfsfólkið vill að þeir séu eins og lítil börn. Lyf- in slæva geðsjúka mikið og það er það sem mér finnst einna sorglegast að sjá við Kristján minn. Hann sýnir engar tilfinningar. Mín draumsýn er sú að geðsjúkir fái að taka þátt í líf- inu á sínum forsendum; að þeir séu ekki dæmdir í útlegð vegna veikinda sinna." Ljúfasta gleðin Þegar Gunnhildur vill hvíla sigfrá amstri hversdagsins les hún Ijóð. „Mér finnst þetta knappa form svo skemmtilegt," segir hún og bætir við að oft hafi hún lesið ljóð upphátt, bæði fyrir sjálfa sig og Vöku. „Þótt ég hafi verið heimagang- ur hjá Davíð Stefánssyni skáldi, þá er Ingibjörg Haraldsdóttir eftirlætis- ljóðkáldið mitt. En það er þó eitt er- lent ljóð sem ég hef mikið dálæti á og það ljóð las ég oft upp á Þroskahjálp- arþingi. Þetta er ljóð eftir Axel Juel, sem í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar heitir Gleðin, sorgin og sælan, og ég hef tileinkað Vöku minni: Ljúfasta gleði allrargleði er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt, engu sem þér er á valdi eða í vil gleði yfir engu og gleði yfir öllu oggleðin að þú ert til. annakristine@dv.is DV-mynd: Anton HLYJAR ' VETUR HUFUR SEM HLÆJA Skólavörðustíg I 8 www.hsh.ehf.is YOGASTOÐIN HEILSUBOT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga SOLBAÐSTOFA Selásbraut 98 S: 5675600 Viltu prófa eitthvað nýtt? Víð á Glabí víljum bjóða þér og þínum 30% afslátt af matseðlí okkar. Eina sem þú þarft að g'era er að klíppa þessa auglýsíngu út og afhenda það við komuna! íslenskt hráefní eldað á kóreskan máta, það geríst ekkí betra! Víð á Galbí bjóðum upp á ferskt og vel valíð hráefní sem þú gríllar síðan á ekta kóreskrí gríllpönnu, flutt ínn sérstaklega fyrír okkur. ÓAiei WWtoA KOREAN#BARBEQUE Barónstígur 2-4, Reykjavík • Sími 544 4448 s: 867 4448 • galbi@galbi.ís Tílboðíð gíldír alla daga fram að 29.okt *flTH tílboðið gildír ekkí um drykkí með VN eða öðrum tílboðum*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.