Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 38
58 FÖSTUDAGUR 13. ÖKTÓBER2006
Helgin PV
ÍM
\
Ólafur Agnar Hraundal Thorarensen er einn virtasti og vinsælasti spámiðillinn i dag. Það er ekki auðvelt að
fá tíma hjá honum og biðin getur verið allt upp í eitt ár. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunni þegar farið er
til hans. Blaðamaður DV komst að þvi að allt sem hann segir um fortiðina stenst eins og stafur á bók. Þegar
hann rekur lífshlaup fólks frá fæðingu til dagsins í dag getur hann séð öll tímamót og áföll svo ekki skeikar um
svo mikið sem eitt ár.
Óli spámiðill segir
enga konu geta
þolað sig
,rSermilega var ég indjáni í
einu afmínum fyrri lífum en
ég hefátt um fjörutíu líf."
Þegar blaðamaður DV fer á fund Óla er dulúð í loftinu og ekki
laust við spenning og tilhlökkun yfir að hitta þennan mikla spá-
miðil. Kertaljós og helgimyndir eru í herberginu hjá Sálarrann-
sóknarfélaginu í Síðumúla þar sem Óli vinnur og einhver óút’-
skýranlegur kraftur í loftinu en á sama tíma ró sem færðist yfír
blaðamann.
Óli spámiðill gengur inn í her-
bergið og tekur fast í hönd blaða-
manns DV. Sérstakt útlit hans og fas
gerir heimsóknina til hans ennþá
meira spennandi. Síðan byrjar hann
að tala og hefúr til hliðsjónar fæð-
ingardag og nafn þess sem hann spá-
ir fyrir. Blaðamaður situr agndofa og
kinkar kolli til samþykkis öllu því sem
þessi maður veit um líf hans og finnur
fyrir feimni andspænis slíkri opinber-
un á eigin lífi. Hann lætur ekki þar við
sitja heldur fer Óli að rekja líf náinna
aðstandenda blaðamanns og segir
til um hvernig þeim líður og hvern-
ig þeim muni vegna. Aldrei, fyrr eða
síðar, hefur blaðamaður lent í slíkri
upplifun og það er rétt eins og Óli hafl
þekkt fjölskyldu hans alla ævi án þess
að hafa hitt hana nokkurn tímann.
Plataði hann í viðtal
Eftir þessa mögnuðu lífsreynslu
þar sem Óli spámiðill segir blaða-
manni einnig til um framtíð hans og
hverjir það eru af framliðnum ætt-
ingjum sem gæta hans og hvað þeir
hafa að segja, ákveður blaðamaður að
biðja hann um viðtal til að skyggnast
aðeins meira inn í líf þessa einstaka
persónuleika. Þessi hlýi en jafnframt
hrjúfl maður býður blaðamanni heim
til sín nokkrum dögum seinna og sú
heimsókn er ekki síður spennandi.
Býr í krafti Esjunnar og sjávar
Óli spámiðill býr á Kjalarnesinu
og þegar inn í húsið er komið taka
góðir andar á móti gestum og hiý-
legt heimilið ber vott um kærleiks-
ríkan og ástríðufullan mann. Hann
hefur söfhunaráráttu og safnar alls
kyns dóti, allt frá salt- og piparstauk-
um upp í gamlar vínilhljómplötur.
Ást hans á gyðjurmi Marilyn Monroe
fer ekki framhjá neinum því um leið
og inn í húsið er komið blasir við stór
mynd af henni og margar litíar, allar á
sama vegg.
Sá drauga sex ára
Óli spámiðill hefur búið í Mosfells-
bæ svo til alla sína ævi. Þegar hann
var sex ára sá hann framliðið fólk allt í
kringum sig. „Ég var rosalega hrædd-
ur fyrst en mamma og pabbi sem eru
líka skyggn hjálpuðu mér að skilja
þetta og svo vandist ég því smátt og
smátt," segir Óli. Hann segir að það
að vera skyggn sé hæfileiki sem hon-
um hafi verið gefinn og þegar hann
var 26 ára fór hann í þjálfun hjá spá-
miðli til að læra að skilja þetta betur
og geta höndlað þessa náðargáfu sem
Guð gaf honum.
Allir eiga sér fylgdarmann
„Það eru verur sem koma þeg-
ar fólk fæðist og fara ekki fýrr en það
deyr. Það fer eftir því hvað fólk er að
gera hverju sinni hvaða verur eru með
því. Til dæmis þegar fólk er í skóla er
gjarnan munkur hjá þeim sem er
tákn um grúsk og menntun og þeir
sem vinna við hjúkrunarstörf hafa
gjarnan nunnu hjá sér en hún er tákn
um kærleik og umönnun. Fólk getur
haft eina til sex verur í kringum sig og
sá sem fylgir mér alltaf er indjáni frá
Norður-Ameríku sem var uppi 1497.
Ég sé hann greinilega og tala oft við
hann. Sennilega var ég indjáni í einu
af mínum fyrri lífum en ég hef átt um
fjörutíu h'f," segir Óli.
Líf okkar er fyrirfram ákveðið
Óli segir að, líf okkar sé fyrirfram
ákveðið og þegar við erum tveggja
til þriggja ára gömul sé okkur sýnt
allt lífshlaup okkar og það séu þessi
augnablik sem við eigum sem full-
orðin þegar við vitum að við erum að
upplifa eitthvað sem okkur finnst við
hafa upplifað áður. „Við munum bara
ekki eftir því sem við sáum á þess-
um aldri en það er Guð sem hefur
ákveðið líf okkar allra. Þótt við getum
stundum tafið örlög okkar, þá endum
við alltaf á að mæta þeim," segir Óli.
Allir taka röng spor á lífsleiðinni
„Þeir sem koma til mín eru oft fólk
sem er á tfmamótum eða fólk sem er
að leita að festu í lífinu eða að rétta
veginum því það fór út af honum," seg-
ir Oli. Hann segir að allir taki röng spor
í lífinu en við séum alltaf leidd á það
rétta á endanum. Hann segir að sumir
séu lengur en aðrir að finna sporið sitt
og þeir sem fremja ódæðisverk í h'finu
séu fólk sem er biturt vegna slæmr-
ar h'fsreynslu og tekur biturleikann út
sem hatur. „Þessar manneskjur þrá að
vera góðar og láta gott af sér leiða en
höndla það ekki vegna djúpstæðs hat-
urs í sálinni," segir Óh.
Eigum öll kost á að vera
hamingjusöm
Óli segir að allir eigi kost á því að
vera hamingjusamir. „Þeir sem eru
það ekki áttu kost á því en klúðruðu
því vegna eigin græðgi, þeir vildu alit-
af meira. Græðgin er ávísun á óham-
ingju. Fólk á að lifa eftir því sem það
hefur og sníða sér stakk eftír vexti og
passa að fara ekki frammúr sjálfu sér.
Það á heldur ekki að vera nískur því
það fólk lifir í barlómi og tímir ekki
að gefa dýrmætustu gjöfina sem er
faðmlag og hlýtt viðmót," segir Óh
spámiðill og er auðsýnilega löngu bú-
inn að átta sig á því sjálfur að andlegt
ríkidæmi er meira virði en veraldlegt.
Fjölskyldan dýrmætust
Óli býr einn og segir að það geti
engin kona þolað hann. „Við sem
erum í þessum andlegu málum erum
allt öðruvísi en annað fólk. Við erum
„Það eiga allir kost á því að vera hamingjusamir og þeir sem eru það ekki klúðruðu
þvi vegna eigin græðgi, þeir vildu alltaf meira." DV-myndir: Gunnar
viðkvæm og tilfinningarík og mjög
næm á annað fólk, það er svo auðvelt
að saera okkur. Svo höfum við öðru-
vísi skap og erum alltaf á varðbergi
auk þess að vera mjög þrjósk," segir
Óh og brosir að eigin göllum. Hann
segir að fjölskyldan sé það sem skipt-
ir hann mestu máh. „Ég á yndisleg
systkinaböm og bestu vinir mínir eru
bræður mínir, mágkonur og foreldr-
ar mínir. Þau halda þétt utan um mig.
Fjölskyldan er það eina sem maður á
þegar upp er staðið og fólk á að rækta
hana. Stundum splundrast fjölskyld-
ur út af auðvirðilegum hlutum en það
á að ræða hlutina og fyrirgefa þótt
það sé erfitt," segir Óh og viðurkenn-
ir að hann sé stundum sár og eigi erf-
itt með að fyrirgefa en geri það alltaf
á endanum.
Fær ekki að sjá son sinn
„Sterkasta tilfinning sem ég hef
fundið er þegar ég hélt á nýfæddum
syni mínum. Hann er núna átta ára og
móðir hans virðir ekki umgengnisrétt
minn við hann og meinar mér að hitta
hann. Ég hef sótt minn rétt og unnið
þau mál en hún virðir það ekki og mér
h'ður mjög iila með það. Það er slæm
tilfinning að vita af einhverjum sem
manni þykir vænt um en fá ekki að sjá
hann. Eg ákvað að bíða bara þangað
til hann verður fullorðinn því það er
svo oft búið að slá mig niður vegna
þessa máls og ég verð alitaf sárari og
sárari. Auk þess vil ég ekki leggja það
á hann að finna fýrir þessum leið-
indum móður hans í minn garð. Ég
veit ekki ennþá af hverju hún meinar
mér að sjá hann, kannski vegna þess
að ég er öðruvísi en annað fólk og
klæði mig öðruvísi, veit það ekki svei
mér þá,“ segir Óli og er brugðið þegar
hann talar um þessi mál.
Sátturog hamingjusamur
„Ég er sáttur við mitt líf og tel mig
vera hamingjusaman mann," seg-
ir Óli. Hann segir það gefa sér mik-
ið þegar fólk kemur aftur til hans og
þakkar fyrir þær ráðleggingar og styrk
sem hann gefur. „Ég sé stundum nei-
kvæða hluti en vil helst ekki tala um
þá. En ég hef varað fólk við öðru fólki
og vafasömum viðskiptum."
Þegar blaðamaður DV spyr í lokin
um niðurstöður næstu alþingiskosn-
inga segir Óli: „Ég vil ekki spá um
svona hluti því þá fengi ég engan frið,
en eitt get ég sagt, að hægristjórn-
in er á niðurleið." Að þessum orðum
sögðum kveður blaðamaður Óla með
söknuði og á erfitt með að sh'ta sig fiá
þessu fallega og friðsæla heimili.
jakobina@dv.Í5
Óli spámiðill fyrlr framan mynd af Marilyn Monroe „Þetta er fallegasta Óla vantar ekki salt og pipar í sitt lif „Ég safna öllu þvl sem mérdettur I hug og þetta ersalt- og Esjuna „Hér á Kjalarnesinu ersvo friðsæltog gott
ogklárastakonasemuppihefurverið." piparsafnið mitt.“ aðbúa."