Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1966, Page 7

Freyr - 01.11.1966, Page 7
1. Sprengihætta Rannsóknir á eiginleikum ammóníumnitr- ats og tilraunir með efnið í eldi, hafa stað- fest það, að bæði þarf hátt hitastig og háan þrýsting til að efnið springi, ef það er hreint og óblandað öðrum efnum. Ýmis efni, sem blandað er saman við ammóníumnitrat eða óhreinindi, sem blandast saman við það ó- viljandi, geta aukið sprengihæfnina veru- lega. Önnur íblöndunarefni draga hins veg- ar úr sprengihæfninni. 1. a. Hitastig Sé hreint ammoníumnitrat hitað upp í 210° C, fer það að klofna í loftkennd efni, köfn- unarefnisoxíð og vatn eftir efnajöfnunni: NHjNOs —) N20 + 2 H20 (1) Þessi efnabreyting er varmagefandi (exoterm) og hækkar því hitastig sjálf- krafa. Hraði efnabreytingarinnar vex með hitastiginu, og við 450° C getur sprenging átt sér stað. Önnur efnabreyting, klofnun ammoníumnitrats í ammoníak og saltpét- urssýru eftir efnajöfnunni: NH4NÖ3 —) NH3 + HNÖ3 (2) á sér einnig stað við upphitun á ammoníum- nitrati. Þessi efnabreyting er háð þrýstingi og hefst við venjulegan loftþrýsting við 290° C, en við hærra hitastig, ef þrýstingur vex. Hún er varmaþurfandi (endoterm) og vinnur því á móti efnabreytingu nr. 1 og heldur hitastiginu og sprengingu í skefjum. Þá er þriðja efnabreytingin, klofnun ammoníumnitrats í köfnunarefni, vatn og súrefni eftir efnajöfnunni: 2 NH4N03 —) 2 N2 + 4 HaO + 02 (3) Hún skeður við hátt hitastig og háan þrýst- ing, og er mjög varmagefandi. Það er því hún, sem á sér einkum stað við sprengingu. Loks eru aðrar efnabreytingar möguleg- ar, sem hafa í för með sér myndun annarra köfnunarefnisoxíða. 1. b. Þrýstingur Til þess að sprenging geti átt sér stað í ammoníumnitrati, þarf þrýstingur að verða allhár. Slík þrýstiaukning getur skapazt af innilokun lofttegunda þeirra, sem myndast við klofnun efnisins eða með forsprengingu. í grein um þetta (1), sem byggir á víðtæk- um rannsóknum er talið, að við 80 loftþýngd- ir hætti efnabreyting 2 í hreinu ammoníum- nitrati og varmagefandi efnabreytingar 1 og 3 fái þá lausan tauminn. Afleiðing þess er svo sprenging. Sé ammoníumnitratið blandað lífrænum efnum, t. d. vaxi eða olíu, getur 20 loftþyngda þrýstingur nægt til að stöðva efnabreytingu 2 með sömu afleið- ingum. Við sérstakar aðstæður er möguleiki á, að 20 loftþyngda þrýstingur geti skapazt við eldsvoða í skipslest, ef hún er þétt hlað- in og vel lokuð. á

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.