Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Síða 19

Freyr - 01.11.1966, Síða 19
FREYR 469 mikið af hálendinu er gróið land, og hvert er notagildi eða beitarþol þess. Eins og þú veizt, hafa afréttirnir, allt fram til þessa, verið nýttir af nær algeru handahófi og engin vitneskja verið fyrir hendi um beitar- þol þeirra. Það hefur gengið gífurlega á gróðurlendið síðustu mannsaldra — og á það sérstaklega við um hálendið. Ofbeit er víða ein helzta orsökin fyrir þessari gróður- eyðingu, og afurðir sauðfjársins hafa ekki aukizt eins og menn hafa vænzt, miðað við bætta fóðrun og kynbætur. — í hverju er starfið fólgið? Við kortleggjum gróðurlendi hvers ein- staks afréttar og flokkum þau í smærri heildir — gróðurhverfi — eftir ríkjandi gróðurfari. Við slíka flokkun gróðurs í smærri heildir er að mestu leyti byggt á grundvallarrannsóknum Steindórs Stein- dórssonar, yfirkennara, en hann er sá nátt- úrufræðingur, sem langmest hefur lagt af mörgum til rannsókna á hálendisgróðri íslands. Við kortlagninguna notum við loft- Ijósmyndir. Þegar lokið er við að kortleggja hvern afrétt, reiknum við út heildarstærð eða hektarafjölda hvers gróðurhverfis á af- réttinum. Jafnframt þessu höfum við gert ítarlegar rannsóknir á upnskerumagni gróðurhverfa úthagans og á plöntuvali sauðfjársins. Þeim rannsóknum hefi ég unnið að í samvinnu við Gunnar Ólafsson. Við teljum okkur nú hafa nægilegar upp- lýsingar fyrir hendi, til að ákvarða beitar- þol þeirra afrétta, sem kortlagðir hafa verið. — Hvaða afrétti hafið þið kortlagt? Á síðastliðnu ári höfðum við lokið við allt hálendið sunnan jökla, frá Hverfisfljóti að austan, vestur að Faxaflóa. Ennfremur afrétti Borgarfjarðar- og Húnavatnssvsl- na og afrétti Þingeyinga austur að Jökulsá á Fjöllum. Þetta svæði er um 35—40.000 Á íslandskortinu er sýnt svœðið, sem hefur verið kortlagt, það er innan svörtu línunnar, og þverstrikað. Samtals hafa um 40 þús, km2 verið korllagðir. km2. Síðastliðið sumar kortlögðum við af- rétti Skagfirðinga á miðhálendinu. Við er- um komnir að því að kortleggja afrétti austan Jökulsár á Fjöllum. Fyrstu ferð um Brúar- og Möðrudalsöræfi fórum við í sum- ar. — Hvað réði því, að þið hófuð starfið hér á Suðurlandi? Það var aðeins eitt sjónarmið, sem réði því. Þar er gróðureyðing víða mjög ör og hagþrengsli mikil. — Hvað geturðu sagt mér um þessi kort, sem út hafa verið gefin? Þau eru í mælikvarðanum 1:40.000, en það er stærsti mælikvarði, sem heildarkort af landinu hafa verið prentuð í. Þessi sex kort ná að mestu yfir Biskupstungna-, Hraunamanna-, Flóa- og Skeiðamannaaf- rétti og yfir hluta af Gnúpverja- og Holta- mannaafrétti og Eyvindarstaðaheiði í Húna- vatnssýslu. Kortin eru prentuð í sex litum og er með þeim m. a. greint á milli þurr- lendis- og votlendisgróðurs og á milli mosa- þembu og annars þurrlendisgróðurs. Gróð- ur á þeim svæðum, sem nú er lokið við að kortleggja, hefur verið flokkaður í sextíu gróðurhverfi. Auk þess er ógróið land að- greint eftir því, hvort um er að ræða méla, sand, stórgrýti, hraun eða áreyrar og er þetta einkum gert með tilliti til mögulegrar unpræðslu landsins. — Hvað er gert ráð fyrir að gefa út mörg kort? Þau verða allt að 150. Við þyrftum að geta gefið út 15—20 kort á ári, svo að útgáfan dragist ekki um of, en sem stendur skortir meira fé til að standa undir sjálfum útgáfu- kostnaðinum. — Hvað hafa hændur lagt af mörkum til þessa verks? Sveitafélögin hafa ekkert lagt í kostnað vegna kortlagningarinnar eða annarra rannsókna í sambandi við hana. Fjárskort- ur hefur staðið starfseminni allmjög fyrir þrifum, en segja má, að hér sé verið að vinna starf fyrir þjóðina í heild, en ekki

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.