Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1966, Side 27

Freyr - 01.11.1966, Side 27
FREYR 477 ÞJÓÐSÖGUR ÆVINTÝRI OG LIST Fjórar skónólar fyrir gullkamb Karl og kerling voru orðin bjarglaus í koti sínu, en kerling lumaði þó enn á einum gullkambi frá sínum ungu dögum. Hún sendi karlinn af stað til þess að þau gcetu komið kambinum i verð og keypt sér eitt- hert bjargræði. Á teikningu Ásgríms sést þegar kerling gaukar kambinum að karli, og má greinilega sjá, að hún er ekki svo litið hróðug, en hitt er jafn bersýnilegt, að karl hennar er enginn vitmaður. Enda fór það svo, að hann gerði hver skiptin á fæt- ur öðrum, þangað til hann að síðustu sat uppi með fjórar skónálar, sem hann missti í læk og kom tómhentur heim í kotið. Fór þá öll fjölskyldan að leita nálanna, en bar sig þá svo heimskulega að, að þau drukkn- uðu öll í læknum. Heldur frumstæð alþýð- leg gamansaga og barnaleg í sniðum. En þannig er það oft í þjóðsögum. Þar er ó- spart hent gaman að einfeldningum og klaufanum og hlegið hátt að asnastrikum hans. Teikning Ásgríms nær anda sögunn- ar kostulega vel.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.