Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 18
Verður nú gerð grein fyrir þeim folum, sem á stöðina hafa verið teknir. Sumir þeirra eru valdir úr ótömdu stóði og nokkrir aðrir eiga ótamdar mæður. Þeir folar, sem eru undan stóðhestum, sem ekki eru komn- ir á tamningaraldur, eru, meðan svo varir, sagðir eiga ótamda feður. Strax og stöðin hóf göngu sína, bárust henni gjafir, hestfolöld frá Haraldi Þórar- inssyni, Hóli II, Eyjaf., Sigurði Haraldssyni, Kirkjubæ, Jóni Guðmundssyni, Reykjum, Kjósarsýslu og Hrossakynbótabúinu á Hól- um. Tveir rangæskir hrossabændur hafa lofað folöldum, þegar kröfum þeirra er full- nægt. Nú í haust sendi Haraldur Þórarins- son annan fola að gjöf, og Leopold Jó- hannesson, Hreðavatnsskála, gaf vetur- gamlan fola. Þann fallega hug og hjálp við málefnið, sem þessir menn hafa sýnt, ber að þakka. Nánar er þetta um folana að segja: Gjafir til stöðvarinnar eru: Glaður frá Reykjum, Mosfellssveit, f. 1972, og 3 folöld, f. 1973, þ.e. Orri frá Kirkjubæ, Þór frá Akur- eyri og Gráni frá Hólum í Hjaltadal. Þremur folum, f. 1972, og 5 hestfolöldum (f. 1973) er komið í uppeldi. Keypt eru 6 hestfolöld (f. 1973) á 15 þúsund kr. hvert. Folarnir eru þá 18 talsins á húsi frá því í janúar til 7. júní 1974 (sjá skrá I). Á tímabilinu frá janúar 1974 til júní 1974 reyndust fóðurdagar vera 2145, og fóður, bæði hey og mél, keypt fyrir um 160 þúsund kr. Var því beinn fóðurkostnaður um kr. 75 á dag, en var selt út á kr. 90 á dag. Hirðir var Már Ólafsson, Eyrarbakka. Ekkert var tamið. Vorið 1974 voru þrír 2 vetra ungfolar lánaðir til undaneldis. Var óskað eftir því við hryssueigendur, að þeir lánuðu væntan- leg afkvæmi í afkvæmarannsókn, þegar að því kæmi. Folaleiga er þá ekki önnur en flutningskostnaður á folum fram og til baka, en stöðin getur ekki tekið á sig neinn kostn- að af útlánum — enda má telja, að hér sé um kostaboð að ræða. Leigðir folar vorið 1974 voru: Glaður frá Reykjum, notaður í Kjósarhreppi, Hersir frá Lágafelli, notaður þar, og Glanni frá Skán- ey, sem notaður var í Lundarreykjadal. Sumarið 1974 gengu veturgömlu folarnir á útjörð. Þá týndist Orri (f. 1973) frá Kirkju- bæ, hefur sennilega farið í skurð. Frh. 8 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.