Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Síða 26

Freyr - 01.01.1976, Síða 26
Elías úti fyrir bae sínum. —■ í baksýn eru jöklarnir, sem áöur gnæfðu yfir bæina en nú hafa dregist saman og gefið stóraukin ræktunarlönd. sami stofninn. Hann var út af Múla á Stafa- felli. Múli var ættaður frá Múla í Álfta- firði. Það kemur svo hingað hrútur undan honum 1942. Ég veit nú ekki, hvort við eigum að fara að nefna hann; hann hét Fróði og Elías átti hann. Það komu reyndar alveg öndvegishrútar undan honum og alveg glansandi fé. — En segðu mér eitt. Nú þekkjum við, hvernig er litið á þessa hluti í öðrum lands- hlutum, sem við þurfum ékki að nefna. Lá ekki það orð á, að hér væri það, sem kallað er landlétt? — Jú, alveg framúrskarandi landlétt. Það er það, og það lá sú trú á, að hér yrði sauðfé alltaf rýrt, þó að aðeins væru til blettir inn á milli jökla, sem gáfu alltaf vænt fé, og svo út í teigum, eins og Borg- arteigum og svonefndum Holtateigum. En þessir teigar hafa bara margir skemmst af vötnum. Það hafa bæði Hornafjarðarfljótið og sjóflóð brotið þessi fitja- og stararlönd. En nú er eins og landið hafi lyfst, svo að sjóflóðanna gætir minna. Þarna komu víða alveg öndvegislönd á vorin, gróðurinn kom svo snemma. En þessi gróður er ónýtur á haustin. Þetta fellur svo fljótt. — Fylgdi þessu þá ekki sú trú, að yfir- leitt yrði sauðfé hér alltaf rýrt? — Því reikna ég alveg með. Það var að- eins af þessum smáu afréttarblettum inn á milli jöklanna, sem menn áttu von á sæmilega vænu fé, og þar gekk alltaf fátt. — Þú nefnir breytingar á landinu. Hafa þœr ekki orðið miklar i þínu minni? — Jú, þær eru geysilegar. Það eru nú fyrst jöklarnir. Þeir hafa dregist geysilega saman. Ég er uppalinn hérna í Holtaseli, og þá náðu jöklarnir svo langt fram, að þeir náðu að annarri öldu að framan, og þá sáust ekki vesturfjöllin hérna fyrir jökli. Og ég var alltaf hræddur við jökulinn. Þetta var svo hátt og alltaf að hrynja úr brúnunum, sem gnæfðu yfir mann, þegar maður nálgaðist. Svo voru það vötnin, þau réðu sér svo mikið sjálf og gösluðust yfir þetta sitt á hvað og hlóðu svo undir sig. Svo er það mikið seinna, að farið er að hlaða fyrir vötnin. Það kemur með brúargerðinni og þá fáum við öll þessi ræktarlönd, sem nú hafa gjörbreytt allri okkar búskaparað- stöðu. — Á þessum árum frá því þú manst eftir þér og fram undir 1940 var þá ekki kyn- bótaáhugi hérna? — Hann hefur nú alltaf verið svona hjá vissum mönnum. En það voru nú engir þá, sem náðu verulegum árangri með auknar afurðir. Það kom þó helst með fóðruninni og hún fór ekki að batna fyrr en með síld- armjölinu. Fyrstu síldarmjölspokarnir 16 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.