Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 5

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 75. árgangur Nr. 3. jan. 1979 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAGÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNASJÓNSSON Aðstoðarritstjóri: JÚLÍUS J. DANÍELSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 5500 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, simi 19200 Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavík — Sími 84522 EFNI: Enn um framleiðslumál Landsýning kynbótahrossa 1978 Stofnsetning og rekstur minkabúa Hvert á að stefna? Veislumatur Svia Flýtir fyrir þurrki Brotin Bréf frá bændum Molar Fuglafréttr Fóðurnýting og fóðursp- illing Enn um framleiðslumál Enn standa umræður um framleiðslumálin af fullum krafti. Enn sýnist sitt hverjum um það, hvaða leiðum eigi að beita til þess að draga úr framleiðslunni, en tæpast heyrist í nokkrum, sem telur það verjandi bændanna vegna að ekk- ert sé gert. Menn virðast því sammála um, að það sé bændastéttinni í heild til tjóns og þar með hverjum og einum bónda að framleiða svo mikið af mjólk, sem ekki verðurannað gertvið en að breytaí óseljanlegareða illselj- anlegar vörur. Á sama hátt virðast menn sammála um, að þess sé ekki að vænta, að hægt verði að velta vandanum eða tjóninu, sem af þessu leiðir, yfir á ríkissjóð. Hér er þó rétt að staldra við andartak og skjóta því inn í, að það hefur aldrei staðið á bændum sem heild að taka á vandanum. Bændasamtökin hafa alla tíð síðan 1972 viljað fá lögfestar heimildir til þess að beita ráðum til að draga úr framleiðslunni. Það eru stjórnvöldin og þá fyrst og fremst Alþingi, sem málið hefur strandað hjá. Alþingi hefur að þessu leyti brugðist og ráðherrum hefur ekki tekist að vinna málunum framgang. Það er því alveg Ijóst, að jafnframt því, sem vandinn vex með hverjum mánuði og misseri, sem líður, án þess að á málunum sé tekið, þáfærist ábyrgðin á ástandinu meira og meira yfir á ríkisvaldið. Með öðrum orðum, því lengur sem það dregst, að Alþingi lögfesti heimildir til að taka á þessum málum, þeim mun meiri sanngirniskröfur eiga bændur á ríkisvaldið um, að þjóðin öll beri skaðann, en ekki bændastéttin ein. Raunar má með miklum rökum segja, að þann skaða, sem orðinn er vegna óseljanlegrar eða illseljanlegrar fram- leiðslu, (undir þetta er ekki hægt að flokka dilkakjötsfram- leiðsluna eins og ástatt er), sé réttlætismál, að ríkið bæti að verulegu leyti í samræmi við framangreind rök. En á sama hátt má segja, að bændur verði að bera ábyrgð á fram- leiðslunni frá þeim tíma, sem þeim eða samtökum þeirra hafa verið fengnar í hendur þau tæki, sem þeir hafa beðið um, til að hafa stjórn á framleiðslunni. Raunar væri full ástæða til þess að reikna nákvæmlega út hve mikið bændur skaðast á offramleiðslunni og þá einnig þjóðfélagið, en sennilegt er, að þetta mætti reikna með FREYR 61 2*

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.