Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 10
Tafla2. Sýnir, hvar kynbótahross, sem sýnd voru á landsmótinu, eru upprunnin á landinu, og búsetu eigendanna. Suður- Vestur- Norður- Austur- Tafla 2. land land land land Alls A. Stóðhestar: Uppruni þeirra .................... 14 10 10 0 34 Búseta eigenda .................... 17 9 8 0 34 B. Hryssur: Uppruni þeirra .................... 20 5 13 3 41 Búseta eigenda .................... 23 6 10 2 41 sýnir flestar gerðir, og er langt í land með að fá lendina samstæða. Hin svera og þunga bygging hrossanna okkar verður lengi að færast í léttara og fríðara form, einkum er hinn þykki og sterki háls og þungi bolur, erfið snurfusi ræktunarmannsins. Tveir stóðhestar voru sýndir bæði sem ein- staklingar og með afkvæmum (Þáttur 722 og Fáfnir 747). 78 hross voru valin til sýningar, en 73 hlutu verðlaun, sem þýðir, að 5 hross komu ekki til leiks. Fimm stóðhestar, sem sýndir voru, eru undan hestum, sem ekki eru Gáski 920 frá Hofsstöðum, Borg. F: Hrímnir 585, Vil- mundarstöðum. Knapi: Gísli Höskuldsson. ættbókarfærðir, og 9 eru undan slíkum mæðrum. í töflunni kemur í Ijós, að alls voru metnar 293 hryssur, bæði einstakar og með af- kvæmum, og 42 þeirra eða 14% náðu þeim kröfum að hljóta 1. verðlaun (ein hryssa með afkvæmum hlaut 2. verðlaun). Þetta er mun lægra hlutfall en hjá stóðhestum, enda ekki sambærilegt, þar sem kröfurnar til þátttöku þeirra voru mun vægari eins og nú verður lýst. Metnir voru 102 stóðhestar, bæði einstakir og með afkvæmum, 4 vetra og eldri, og náðu 34 þeirra kröfunum til landssýningar eða 33%. Mörkin voru þessi: 4vetrahestarþurftu að fá 7.70 stig í lágmarkseinkunn, 5 vetra hestar 7,80 og 6 vetra hestar og eldri 8,0 stig eða 1. verðlaun eins og allir aldursflokkar hryssna þurftu að ná. Kynbótahross, sem sýnd eru án afkvæma, og fá 8,00 eða meira í einkunn, hljóta 1. verðlaun, og það mark var sett fyrir allar hryssur einstakar og stóðhesta 6 vetra og eldri. Aðrar reglur gilda um af- kvæmaverðlaun, eins og sagt verður brátt frá. Margir verðlaunagripir voru veittir efstu hrossum í hverjum flokki auk áletraðra verðlaunapeninga fyrir 1.-3. sæti í öllum greinum mótsins. Þá voru verðlaunabikarar gefnir af erlendum aðilum og loks gamal- kunnir og fallegir farandgripir, sem vinnast á hverju landsmóti, og yrði of langt upp að FREYR 66

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.