Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 19

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 19
Framtíðarstefná í sauðfjárrækt er í raun ákvörðun um byggðastefnu, Segir Ketill A. Hannesson, búnaðarhagfræðingur, í viðtali við Frey. íslenskir bændur eru nú í úlfakreppu. Þeir framleiöa meira af úrvalsmatvælum, mjólk og kjöti, en landsmenn fá torgaö, en það, sem þar er fram yfir, verða þeir að selja öðrum þjóðum á útsöluverði. Allt er þetta kunnara en frá þurfi að segja, og enda þótt lík saga sé að gerast í landbúnaði nágrannaþjóðanna, er lítil stoð að því. • Mjólkurframleiðslan jókst á síðasta ári um 4% og varð nær'/s meiri en landsmenn neyttu það ár. • Dilkakjötsframleiðslan á sl. hausti nam tæpum 13.500 lestum, og er talið að flytja verði út af því 5.500 lestir eða um 40% framleiðslunnar. Ef framleiðsla búfjárafurða minnkar ekki á þessu ári, ef innanlandsneysla helst óbreytt og engin verðhækkun verður á búfjárafurðum erlendis, dregur að stórfelldri kjaraskerðingu hjá bændum. Þetta er harður hnútur, sem ekki verður leystur í einu vetfangi. Hvert á að stefna? Stjórnvöld og Alþingi eru nú þessar vikurnar að móta og skipuleggja fyrstu úrræði til lausnar á vandanum og leggja þar til grund- vallar tillögur komnar frá bændum sjálfum. Það var ma. með þetta í huga, sem Freyr gekk á fund Ketils A. Hannessonar, for- stöðumanns Búreikningastofu landbún- aðarins, og ræddi við hann um nokkurfram- tíðarviðhorf í búskap. í þessari grein verður einkum rætt við hann um hagræn sjónarmið í sauðfjárrækt. Sauðfjárræktin öflugust í strjálbýlum héruðum. — Þeir, sem hafa sérhæft sig í sauðfjárrækt hér á landi, búa flestir á landsvæðum, sem Ketill A. Hannesson FR.EYR 75

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.