Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 39

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 39
Fitumagn í kjúklingafóðri. Að undanförnu hefur fita verið tiltölulega ódýrari en önnur hráefni í fóðri. Þess vegna hefur ríkt tilhneiging til að auka fituna í öllu fóðri, en öryggi í hagkvæmni hefur skort, því að árangur slíkrar fóðrunar hefur verið lítt eða ekki þekktur. Þess vegna hefur tilraunastofnun búfjár- ræktarinnar í Danmörku unnið að tilraunum með mismunandi fitumagn í ungafóðri að undanförnu. í 241. Skýrslu stofnunarinnar er gerð grein fyrir árangri slíkra tilrauna með ungafóður, kjúklinga til slátrunar, og tóku þær til 0, 2, 4, og 6% dýrafitu í fóðrinu. Árangur vaxtarins reyndist ekki háður fitumagninu, ungarnir uxu ekki hraðar, þótt fitumagn ykist. Hins vegar hafði aukið fitumagn þau áhrif, þegar það fór yfir 4%, að það reyndist til óhag- ræðis. Áður hafði verið komist að þeirri niðurstöðu, að í kringum 4% fita í kjúklin- gafóðri væri best og samkvæmt nefndum tilraunum virðist það sannað, að 4-4,27% fita í fóðrinu sé ákjósanlegust. Bent hefur verið á, að viðeigandi sé, að fitulag sé utan á fuglafóðursvögglum. Við nefndar tilraunir kom ekkert það fram, sem benti til nokkurs hagræðis í þessu efni, molnun vöggla eða slípun virtist í engu háð gerð þeirra í þessu efni. Varpbúr og eggjaframleiðsla. Stofufuglareru hafðir í búrum. ídýragörðum eru dýrum skóganna og sléttanna búin þröng skilyrði í allt öðru umhverfi en þau eiga að venjast í frelsi náttúrunnar. Kýr bændanna eru bundnar á básum langan innistöðutíma vetrarins og geta sig ekki hreyft þar nema að stikla og svo að leggjast og standa á fætur. Og í nýtísku hænsnahaldi eru hænurgeymdarí búrum, þarsem þærala aldur sinn og verpa eins og þær hafa arfgen- ga hæfileika til og fá fóður til. Hið síðast- nefnda er af ýmsum fordæmt og með lögum bannað, en þó aðeins í einu landi, það er vér vitum best, sem sé í Danmörku. Eigi að síður eru þarýmsir, sem þverbrjóta þau lög, og um þann lagastaf eru háværar umræður og magnþrungin skrif, því að hænsnaræktar- menn krefjast þess, að lagastafurinn sé numinn úr gildi hið bráðasta. Síðasta hrinan í því efni var gerð á ársfundi hænsnaræktarfélagsins sl. haust, en þá kvað formaðurinn svo fast að málstað félags- manna í þessum efnum, að markaðurinn væri nú hruninn vegna þess, að búrhænsni mætti ekki hafa til eggjaframleiðslu. Tjáði hann, að svo miklu ódýrara væri að framleiða egg með því að hafa hænurnar í búrum, að þar skildi verulega á milli fram- leiðslukostnaðar Dana og hins vegar Holl- endinga, Þjóðverja og annarra, sem allir notuðu búr, að markaðsskilyrði Dana hefðu brostið með öllu. Taldi hann lítinn vafa á, að innstreymi eggja til Danmerkur væri fram- undan, ef heldursem horfir, því að kostnaður við að flytja egg sunnan yfir landamærin sé smámunir og mun minni en mismunur framleiðslukostnaðar í búrum og utan þeirra, en innan Efnahagsbandalagsins er verslunin frjáls, svo sem kunnugt er. Uppi eru tillögur um að leyfa búrhænsna- hald í Danmörku, en með meira rými á hænu en almennt gerist í öðrum löndum. Þarsem 5 hænur eru hafðar í hólfi hverju í Evrópul- öndum yfirleitt og hverri hænu ætlað flatar- mál um 500 sm2, eru danskar tillögur um 600 sm2 áfugl. Taldi formaðurinn meira að segja, að þessi mismunur á rýmiskröfum þýddi í stofnkostnaði þyngri bagga á framleiðslunni en það kostar að koma eggjum á markað í Danmörku sunnan yfir landamærin frá hin- um Efnahagsbandalagslöndunum. Það er víðar en á íslandi sem ágreiningur getur orðið um framleiðslumálin. G. FREYR 95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.