Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 24
5 klst. yfir viðarglóð. Kjötið var framúrskar- andi Ijúffengt og meyrt, dásamað af öllum og bent á, að ekki vottaði fyrir stækju- eða ull- arbragði — kindabragði — af því. Formaður sauðfjárdeildar, prófessor dr. R. Wassmuth frá Þýskalandi, sagðist nú skilja, hvers vegna menn sægju aldrei sænskt dilkakjöt, það væri auðvitað vegna þess, að það væri svo gott, að Svíar ætu það allt sjálfir. En að sjálf- sögðu varþetta íslensktdilkakjöt. Ég reyndi eftirgetu að láta berast út þjóðerni kjötsins. Miðstöðvarhiti úr taðinu. Ráðunautafundurinn var haldinn að Nord- ingrá í Ángermanlandi. Þann 9. júní var farinn skoðunarferð um héraðið. Náttúr- uvernd — landvernd — og að fyrirbyggja mengun er mjög ofarlega á baugi í Svíþjóð, sem annars staðar, ekki síst þar í heima- byggð Fálldins forsætisráðherra. Við skoð- uðum bú sauðfjárbónda, sem hafði um 130 ær, stórt á þeirra vísu, meðalbú 15 ær. Hann var með nýbyggt fjárhús og hafði komið upp miðstöðvarhitun í hluta af húsinu frá plast- slöngu, sem vatn rann um og lá í taðinu. Enn var hiti frá taðinu það mikill, að ekki var hægt að halda hendi á miðstöðvarofni nema augnablik. Vindrella var á þaki hússins, sem framleiddi nóg rafmagn í fjár- húsið. Bóndi hafði við orð að flytja húshald Ámi G. Pétursson að vetri í fjárhússbyggingu og spara á þann hátt upphitun á íbúðarhúsi og aðra orku. Sauðfjárbúskapur gaf því á þessum stað ekki einungis ull, kjöt og gærur, heldur líka mikla orku í upphitun. Þarna voru náttúrulegir orkugjafar notaðir til fulls og engin mengun eða skemmd á um- hverfi átti sér stað. Á sama búgarði var miðs- umarrúgur notaður til sláttar og beitar. Sú jurt er talin fjölær, þar til hún hefur borið fræ (korn). Athuga ber, hvort sú jurt muni ekki henta hér til grænfóðurbeitar snemma vors og að hausti. Skógrækt og sauðfjárbúskapur fer saman í Ángermanland í Sviþjóð. Hér er „miðsumarrúgur“ ræktaður til sláttar og beitar. Sauðfé er líka notað til að halda niðri lággróðri í skóginum. FREYR 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.