Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 6
góðu öryggi á grundvelli vitneskju úr búr- eikningum um tilkostnað við framleiðsluna eða framleiðsluauka, svo og tilkostnað við flutninga, vinnslu og geymslu varanna. Það er rétt að taka fram, að ekki er rétt að telja það öruggt, og víst, að tap sé af öllu því, sem nefnt er umfram- eða offramleiðsla. Það hefur til dæmis alls ekki verið sýnt fram á, að það af sauðfjárframleiðslunni, sem er umfram innanlandsþarfir fyrir dilkakjöt, sé þjóðinni eða bændastéttinni óhagkvæmt, jafnvel þó að verðið, sem fæst fyrir kjötið erlendis, nemi ekki nema 40-50% af heildsöluverði. Þvert á móti, það er meiri ástæða til að spyrja hvort þjóðin hafi virkilega efni á því að draga verulega mikið úr sauðfjárframleiðsl- unni? Hvort hún hefur efni á því að vera án þess gjaldeyris, sem fæst fyrir afurðirnar, sem seldar eru beint óunnar, og án þeirrar atvinnu og þess gjaldeyris, sem iðnaðurinn úr sauðfjárafurðum skapar? Varðandi mjólkurframleiðsluna skiptir sjálf- sagt allt öðru máli. Þar er hvort tveggja, að verðhlutfallið, sem fæst áerlendum markaði, er óhagstæðara og svo hitt, að aðeins eru möguleikar til að selja sumar mjólkurvörur, það er ost, og þeir ef til vill takmarkaðir í náinni framtíð. Sé miðað við síðasta ár, þyrfti að draga úr mjólkurframleiðslunni, sem svarar nálægt því einum sjötta. Heildarmjólkurframleiðslan var um 120 milljónir lítra, en talið er, að hæfilegt væri, að hún næmi um 100 milljón- um lítra. Dæmið er þvíeinfalt. Ef allir drægju jafnt úr framleiðslunni, þyrfti bóndi, sem lagði inn 120þús. lítraásíðastaári, að lækkasig niður í 100 þúsund lítra. Bóndi með 36 kýr gæti fargað sex þeirra og haldið svipaðri nyt, ef hann velur þann kostinn. Annað mál er það, að öll sanngirni mælir með því, að þeir, sem mesta framleiðsluna hafa haft, dragi hlutfallslega mest úr henni. Við þetta hafa líka tillögur yfirleitt miðast. Þegar dæmið liggur þannig fyrir, að fram- leiðsla umfram ákveðið magn borgar ekki tilkostnaðinn, nánar tiltekið breytilegan kostnað, ætti það að vera öllum Ijóst, að að- gerðir til að draga úr framleiðslunni eru ekki ,,álögur“ á bændur, þvert á móti þær spara þeim útgjöld, þetta getur jafnt átt við um verðjöfnunargjald, sem beitt er á mismun- andi vegu, og kjarnfóðurgjald. Svo fremi, að tilætluð áhrif verði, undir því er allt komið. Á sama hátt má í slíkum tilfellum verja vissum fjárhæðum til að verðlauna menn fyrir að draga úr framleiðslunni. Nokkrum sinnum hefurverið sagt frá því hér í Frey, að þessum ráðum hafa aðrar þjóðir beitt og með viðunandi árangri. í Noregi var ástandið þannig í lok ársins 1976, að mjólkurframleiðslan var orðin of mikil, og reiknað var út að við hvert prósent, sem hún ykist, lækkaði það verð, sem norskir bændur gætu fengið fyrir mjólkina heilt yfir um 1,3 aura á hvert kg. Var ákveðið að taka upp svonefnt bónuskerfi, þannig að þeir, sem tilkynntu, að þeir vildu draga úr fram- leiðslunni miðað við síðasta ár, fengju verð- bætur á alla sína mjólk, þannig: Þeir, sem framleiddu 1 % minna en árið áður, fengu 2,5 aura á lítra, þeir, sem minnkuðu um 2% fengu 4 aura á lítra, og 4% minni framleiðsla gaf 7 auraá lítra. Verðbætur voru greiddaraf framleiðendum sjálfum, það er með verð- jöfnunargjaldi. Þetta gafst það vel, að mjólkurframleiðsla varð mátuleg 1977 og framan af ári 1978, en nú þarf aftur heldur að auka hana, að sögn. 62 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.