Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 8
Leira 4519 frá Þingdal, Árn. F: Fylkir 707 frá Flögu, Árn. Knapi: Einar örn Magnússon. Gildur mælikvarði á batnandi hross, gæti verið að hafa efni á að þyngja dóma og að fá alltaf nóg af góðum sýningarhrossum, og svipaðan fjölda á landsmótin á 4 ára fresti. Ég fer þó varlega í að tala mikið um fram- farirnar, væri betra, að aðrir glöggir segðu frá því, ef einhverjar sjá. Ég tel einkum að sjá megi tvö atriði, sem landsýningin speglaði vel, þe. jafnari vilja og að nær öll kynbótahrossin sýndu tölu- verða getu og oftast mikla á skeiði. Skeiðið hefur alla tíð heillað mig og verið sem sönn- unargagn, og það mikilvægt fyrir því, að hestur geti talist gæðingur. Það er ekki til- komið vegna skólanáms í fræðunum heldur áhrif frá uppvaxtarárunum í föðurgarði. En það er fleira, sem fram hefur komið að undanförnu, er til framfara horfir. Skapgerð hrossanna hefur á vissan hátt lagast stór- lega. Á ég þar við, að slægum og hrekkjóttum hrossum fer mjög fækkandi. Það hafa reyndir, eldri tamningamenn sagt og þeir yngri láta líka af því, að fátítt sé að fá þrautseiga hrekkjahunda, þótt til sé, að vipr- ur og skrefakengur fyrirfinnist, sem er ekki nema í nösunum á þeim og stafar oftast af of skömmum undirbúningi við reiðtygi, áðuren farið er fyrst á bak. Ég vona sannarlega að slá megi föstu, að skapgerð hrossanna hafi batnað, og einnig, að hrossin séu ekki mjög illa stygg. Það er hins vegar greinilegt, að mikið vantar enn á, að skapgerðin sé orðin virkilega góð. Eftir er að rækta burt ólund, fýlu og kergju. Taglsláttur er leiður og stafar af skapgerðarveilu, en misskilningur, að þar sé alltaf um geðvonsku að ræða. Jafnoft stafar taglsláttur af kvíða og kjarkleysi eða vorkunnsemi og harður skóli knapans á oft sinn þátt í að framkalla þetta. Kröfur um hærri og meiri fótaburð hross- anna aukast sífellt. Það er eðlilegt fyrir áhorfandann, fyrir auga hestamannsins, að njóta þess, því mikil lyfting eykuráglæsibrag hreyfinganna, en þarf alls ekki að bæta hrossið sem reiðhross, jafnvel getur það spillt mýkt þess og valdið harðari viðkomu fyrir knapann. Það er best meðalhófið, og við megum gæta okkar að fara ekki að einblína um of á þetta atriði, fótaburðinn, láta það eitt ekki nægja auganu. Um byggingu hrossa er mér erfiðara að hafa jafnsterka tilfinningu fyrir og hæfileik- unum. Samt er ég þeirrar skoðunar að hross séu heldur reistari og stærðin sé á uppleið, einkum reisingin. Stærðin er sennilega það eina, sem við getum mælt af þessu öllu með nákvæmni, og samkvæmt athugun virðist þar lítil breyting vera, en þó aðeins í átt til meiri stærðar hrossanna. Ég á von á því að stærðin aukist tiltölulega meira á næstu tíu árum um sl. tíu árum, ma. vegna þess að fjöldinn allur af ræktunar- og hestamönnum er óðum að viðurkenna stefnu mína í málinu, að jafna stærðina og heldur að þoka henni uppávið. Það á ekki að vera endalaus stefna, heldur tímabundin, þartil 142-144 sm marki á bandmáli er náð eða 130-133 sm á stang- armáli. Endurskoðaþámarkmiðið, hvortfara eigi hærra en það með meðalstærð íslenska hestakynsins. 64 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.