Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 28

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 28
Myndirnar sýna „knosarahúsið" og leið grassins í gegnum það. Vélin tengist dráttarvélinni á venjulegan hátt, þ. e. a. s. á þrítengi, knúin frá aflúttaki viö 540 snúninga. Þess má geta, aö hlífabúnaður er mjög góður, auðvelt er að skipta um hnífa og þægilegt að skipta úr og í flutningsstöðu. Knosarinn er frekar einfaldur. Helstu hlut- ar hans eru knosarahús, sem byggt er aftan á þyrluna, gegnum það gengur möndull, sem á eru stálfjaðrir. Fremst í þessu sama húsi er stillanlegt spjald, sem grasið merst við, og ræður stilling þess hversu mikið vélin mer grasið. Stillingu á því er stjórnað utan frá með stillanlegu handfangi. Þegar unnið er með vélinni, grípa fjaðrirn- ar grasið jafnóðum og slá því upp í spjaldið, og svo yfir möndulinn og aftur úr vélinni. Við þessa meðferð merst grasið nokkuð, án þess þó að saxast niður. Hér gerist það, sem mestu máli skiptir, himnan, sem umlykuryfirborð jurtanna, rifn- ar og springur, en við það gengur útgufun mun hraðar, en samkvæmt minni reynslu styttir það þurrktímann um þriðjung. FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.