Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 41

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 41
gólfi. Fóðrið var flutt með færibandi. Við at- hugun sýndi það sig að allar stillingar fóð- urskálanna voru réttar, en það einkennilega kom í Ijós, að það var fyrst og fremst mjöl- fóður í þeim. Hvernig gat staðið á því? Málið var einfalt. Við hreyfingar á leiðinni molnaði heilmikið af vögglunum, hænurnar rótuðu og hrærðu í hverri skál, leitandi að vögglum og við það dreifðist mjölið útyfirbarmaskál- anna. Þannig fóru mikil „verðmæti“ í fóðri beint til spillis. Báðir umræddir eggjaframleiðendur skiptu svo um fóður og notuðu síðan mjöl- blöndur eingöngu, með þeim árangri, að fóðurnotkunin nam eðlilegu magni, þ. e. 120—130 g á dag eftir varpmagni. Og þetta var og er svo sem ekkert sérstakt, hliðstæð fyrirbæri hafa gerst á mörgum öðrum búum og annars staðar hafa menn staðfest 20—30% aukna fóðurnotkun við að hverfa frá mjölblöndum til þess að fóðra með vögglum, eða að blanda vögglum í mjölið. Það er ærin ástæða fyrir þá, sem nú nota vöggla — eða bíanda vöggluðu fóðri í mjölið — að hugleiða hvort viðeigandi er að halda áfram með óþarfa fóðurnotkun á þann hátt sem hér er frá greint. Hafa menn efni á að halda áfram óþarfa eyðslu? Benda ber þó á að fara skal varlega með breytingu þegarhænurnareru íverulegu eða miklu varpi, truflanir hafa þá sitt að segja. Að öðru leiti er alltaf vert að kanna hvar veilur kunna að liggja þegar notkun fóðurs virðist óeðlilega mikil. Hvort mun svo reynast hér á landi sem reynslan hefur sýnt meðal norskra hænsna- eigenda — og raunar víðar? Óþarfa fóður- eyðsla er náttúrlega efnahagslegt tap, eink- um þegar fóðrið er dýrt, og vert er að gefa því gaum hvort á öðrum sviðum eru vinningar, sem vega á móti svo að þar náist sparnaður á einhverjum liðum, er nemi að minnsta kosti jafnmiklu og verðgildi þess fóðurs, er fer til spillis. G. Góðar kartöflur á markaðnum Ódýr matarkaup Mjög góðar kartöflur hafa verið á markaðn- um í vetur. Lítið hefur borið á skemmdum í kartöflum, sem sendar hafa verið til Græn- metisverslunar landbúnaðarins, og aldrei áður hefur verið eins mikið framboð af bragðgóðum kartöflum. Mikið hefur verið um stórar kartöflur, bæði af Gullauga og rauðum, íslenskum. Talið er, að heildarupp- skera hafi verið um 150 þúsund tunnur, sem er nokkru meira en ársneysla hér á landi. Þess vegna hefur verið lögð rík áhersla á að senda eingöngu úrvals kartöflur á markað- inn. í þeim árum, þegar uppskera hefur verið lítil, hefur stundum verið slakað á kröfum og veittar undanþágur með stærðarflokkun, sem hefur þá valdið nokkurri óánægju hjá neytendum, sem eðlilegt er. Varla er hægt að segja, að kvartað hafi verið yfir gæðum kar- taflna í vetur, enda ekki ástæða til þess. Kar- töflur eru tiltölulega orkusnauð fæða, ef miðað ervið mjölmat. í 100 g af kartöflum eru aðeins 76 hitaeiningar (kcal), en 100 g af brauði innihalda 250-280 hitaeiningar. Það ætti því að vera óhætt fyrir konur og karla, sem berjast við aukakíló, að borða nokkrar kartöflur á dag, en spara í þess stað orkuríka fæðu. Kartöflur innihalda A, B og C-bætiefni og auk þess járn og kalk. í mörgum matreiðslubókum éru gefnar uppskriftir á spennandi kartöfluréttum, sem þeir, er standa fyrir matseld, ættu að notfæra sér nú, þegar tækifæri býðst að fá góðar og ódýrar kartöflur FREYR 97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.