Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 16

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 16
Kostnaðarreikningur. a) Efni, 60% af byggingarkostnaði. Grunnur (steypa, járn, fráræsla, fylling) ............ 2.000.000 Hús (rammi, langbönd, klæðning) ...................... 4.000.000 Búr (net, vatnslögn, tengi) .......................... 2.000.000 Hreiðurkassar (net, timbur) .......................... 1.000.000 Girðing, (net, staurar) .............................. 1.000.000 10.000.000 Vinna, 30% af byggingarkostnaði ...................... 5.000.000 Annað, 10% af byggingarkostnaði. Vextir, akstur, fæði 1.600.000 16.600.000 b) Lífdýr. 500 líflæður á kr. 10.000 ............................... 5.000.000 100 lífhögnar á kr. 20.000 .............................. 2.000.000 7.000.000 c) Vélar, verkfæri, áhöld. 1/2 fóðurvél á 1.200.000 ...................................... 600.000 1/2 skröpunarvél á 750.000 375.000 1/2 blásari ................................................... 225.000 Önnur áhöld, gildrur, háfar, verkfæri .................. 300.000 1.500.000 d) Hluti í fóðureldhúsi ................................ 1.000.000 Allur kostnaður kr. 26.100.000 áhöld og verkfæri eru reiknuð á kostnaðar- verði. Þá er reiknað með, að búið eigi eignarhluta í fóðurstöðinni, þar sem þar fær fóðrið. Rekstraráætlunin fyrir þessa bústærð er samin nú í desember 1978, en hluti stofn- kostnaðar í nóvember og desember. Sölu- verð skinna er á sama hátt miðað við síðasta desemberuppboð. Verð á fóðri er fundið út frá hráefnisverði að viðbættum flutningi, rafmagnskostnaði, húsaleigu, viðhaldi véla, vinnulaunum o. fl. Laun bónda eru miðuð við kr. 300.000 á mánuði, en kostnaður við skinnaverkun er áætlaður kr. 300 á skinnið. Annar kostnaður er hafður 10% af rekstri, sem er sá sami og hjá starfandi minkabúum í landinu. Vaxtagjöld eru höfð í þrennu lagi. Fyrst eru vextiraf lánum Stofnlánadeildar, sem eru allt að 50% af mati húsa, búra og girðinga. Þá áætlaðir vextir vegna lífdýrakaupa og síðast vaxtagjöld af rekstrarlánum o. fl. Rekstrarlán til minkabúa eru veitt fjórum sinnum á ári, í apríl út á læður og í júlí, ágúst og október út á hvolpa. Auk þess fá minka- bændur lán út á skinn sín strax við afhend- ingu þeirra til umboðsmanns/skinna- kaupmanns. Ekki eru hér reiknaðir vextir af vinnu eða fjárframlagi bónda, þar sem þeir vextir koma inn í byggingarkostnaðinn. Afskriftir af byggingum eru hafðar 5% og vélum 10%. 72 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.