Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 33

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 33
heldur lögurinn mun meira kalíum en mykjan og er áburðargildi hans mest fólgin í þessu kalímagni. Tilraunir hafa verið gerðar í Noregi með að bera votheyslög á tún, og hafa þær leitt í Ijós, að fosfór og kalí í honum jafngilda þessum efnum í venjulegum tilbúnum áburði að notagildi, en hins vegar hafi köfnunarefnið aðeins hálf áhrif á móti köfnunarefni í tilbún- um áburði. Reynt hefur verið að bera á mis- mikið lagarmagn og niðurstaða þeirra at- hugana var, að 20 tonn á hektara séu nægi- leg til að fullnægja kalíþörf gróðursins, og auk þess fær gróðurinn um leið 32 kg köfn- unarefni og 8 kg fosfór, þó svo að nýting köfnunarefnisins sé ekki sem best. Fóðurgildi votheyslagar. Önnur aðferð til að nýta löginn er að gefa hann skepnum. Þetta hefur verið gert í Nor- FREYR egi með góðum árangri, og hafa nautgripir og svín undantekningarlítið verið viljug til að drekka vökvann. Framkvæmdar hafa verið rannsóknir til þess að finna fóðureiginleika lagarins. Rannsóknir þessar hafa leitt í Ijós, að mjög er misjafnt, hversu mikið skepnurn- ar drekka af vökvanum, en þó má reikna með, að kýr og ungneyti drekki u.þ.b. 25 lítra á dag, en sláturgrísir geta auðveldlega drukkið allt að 10 lítra á dag. Með þessari drykkju fá skepnurnar fullnægt vökvaþörf sinni og fá auk þess nokkuð af næringu. Fóðurefnainnihald votheyslagar er mjög mismunandi eins og annað honum viðkom- andi, þó skulu birtar hér niðurstöður úr norskri rannsókn, sem geta gefið nokkra vísbendingu um, hvernig því er háttað: þurr- efni 5,6%, lífræn efni 4,0%, prótein, 1,2% og aska 1.6% af leginum (Saue, 1973). Samkvæmt þeim tilraunum, sem gerðar 89

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.