Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 31

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 31
JÓN ÁRNASON: Lögur frá votheyi Þegarverkað er í vothey, án þess að beittséforþurrkun, myndast við verkunina lögur, sem rennur burt. Lagarmagnið er mjög háð þurrefnismagni grassins, sem sett er í votheysgryfjuna, og því hvílíka meðhöndlun grasið hefur fengið. Lítið hefur farið fram af rannsóknum hérlendis á þessum vökva, ef frá er skilin rannsókn Tryggva Eiríkssonar, sem fjallaði um áhrif þurrefnis og söxunar á magn og samsetningu lagarins. í Noregi hafa hins vegar verið framkvæmdar nokkuð umfangsmiklar rannsókniráþessum legi, magninu, efnasamsetningu, og hvernig megi nýta hann þannig, að hann valdi ekki mengun í ám og vötnum. Ástæðan til þess, að svo mikið hefur verið unnið að þessum málum þar í landi, er, að sett hafa verið lög, sem banna, að slíkum legi eða skolpi sé hleypt út í vatnasvæðin, vegna þess að mengun af þess völdum var orðin alvarlegt vandamál á sumum stöðum. Magn og efnasamsetning. Magn þess lagar, sem myndast við votheys- gerð, er mjög misjafnt, en geturfarið allt upp í 30 — 40% af því sem inn er látið. Þurrefnis- prósenta hráefnisins, sem lagt er í gryfjuna, er það, sem mestu ræður, og eru áhrif þess í grófum dráttum sýnd á mynd 1. FRARENNSU,'/. Mynd 1. Áhrif þurrefnisinnihalds í grasi á lagarmagn við votheysgerð. (Saue, 1975). Lögun votheysgryfjunnar hefur nokkuð að segja um lagarmagnið. Sé hráefnið hakkað eða marið áður en það er sett í gryfjuna, eykur það lagarmagnið vegna þess, að þá á vökvinn greiðari leið út úr frumunum. íblöndun sýru eykur einnig magnið vegna þess, að sýran veldur sprengingu plöntu- frumanna. Meiri lögur kemur úr turnunum en flat- gryfjunum, því meira, sem meira er fergt. Mestur hluti lagarins (70 — 80%) sígur úr heyinu fyrstu vikuna eftir, að látið er í gryf- juna, en úr stórum gryfjum sérstaklega sígur úr heyinu í langan tíma, oft svo vikum skiptir. Þetta gerir það að verkum, að nauðsynlegt er að hafa stóra tanka undir löginn, ef geyma á hann utan gryfjunnar nokkurn tíma. En það er nauðsyn, ef nýta á hann sem fóður, því FREYR 87

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.