Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 12
bandanna í frítímum sínum án endurgjaids. Samböndin þurfa samt að taka sig á. Búnað- arsamböndin mættu standa betur við bakið á þeim sum hver en víða er gert, t.d. með framkvæmdastjórn. Afkvæmadómur byggist á þeim afkvæm- um, sem hafa hlotið hæstar meðaleinkunnir, og er ekki tekið tillit til þess, hvað afkvæmin fá fyrir byggingu eða hæfileika hvert fyrir sig heldur er aðaleinkunn notuð. Þetta er því eins konar áfangapróf hjá hugsanlegum keppanda að afkvæmaverðlaunum. Þegar nógu margir gripir hafa hlotið það háar eink- unnir, að nægir foreldrinu í viðkomandi verðlaunaflokk, getur afkvæmasýning orðið að veruleika, hvort sem er hjá stóðhesti eða kynbótahryssu. Afkvæmi, sem dómur byggist á, þurfa ekki að vera á sýningu með foreldrinu, og það gildir einu, hvenær afkvæmið hlaut dóminn, eða hvar það er niðurkomið. En skilyrði er, að allir dómar, bæði á stóðhestum og hryssum, sem og geltum hestum, séu unnir af hrossaræktarráðunaut og kynbótadóm- nefnd. Dómar í góðhestakeppni gilda ekki, þar sem ma. byggingardómar eru þar ekki innifaldir. Því er auðsætt, að hross, sem sýnt er á móti, þarf ekki að vera með þau afkvæmi sín með sér, sem dómur þess byggist á, og ættu áhorfendur að taka tillit til þessa og fylgjast með, hvaða gripir fylgja, t.d. ef þeim fyndist sýning og dómseinkunnir eða um- sögn ekki í samræmi hvað við annað. Hugurinn beinist nú að því, hvort langt verði í næsta heiðursverðlaunahest. Þetta á að sjálfsögðu að vera takmark, sem ekki næst hjá hverjum sem er, og fróðlegt verður að sjá, hvort á næstu árum þokist einhver nýr stóðhestur að eða upp á tindinn til Sörla. Ekki kom mértil hugar,fyrren mérvarbentá það, að athugavert væri að minnast á það í dómsorðum um afkvæmi Sörla 653, hve víða um land hann hefur verið notaður. Það er staðreynd og skiptirtöluverðu máli í saman- burði á stóðhestum. Væri kannske vitlegra að byggja úrslitaeinkunn á öðrum forsend- um? Til dæmis fjölda afkvæma og einkunn- um þeirra og einkunnum mæðra til móts við einstaklingseinkunn viðkomandi stóðhests? Þetta þarf að skoðast. Hitt er svo laukrétt, að aðrir stóðhestar hafa líka verið mikið notaðir vítt um land. Það vita allir, sem þessi mál þekkja, og þótt mér hafi ekki hugkvæmst að geta þess í þeirra dómi, eru það sannindi fyr- ir því í dómi um Sörla 653. Gífurlegur munur er á notkun stóðhesta á íslandi, svo augljóst er, að þeir standa ekki við sama stall, þegar til verðlaunakeppni kemur. Auðvitað er aðalatriðið að fá samt rétt mat á hvern kynbótagrip, byggðan á sama grunni, til þess eru refirnir skornir. Að finna leið til að jafna aðstöðumun, ef hann er fyrir hendi, svo leiði til réttrar niðurstöðu, skiptir höfuðmáli. Að því þarf að vinna. Það er hugmyndin að tryggja réttari af- kvæmadóm á stóðhestana með því að taka tillit til mæðra afkvæmanna. Það vannst ekki tími til þess á mótinu. Síðan var þetta reiknað út af Þorvaldi Árnasyni og reyndist þannig, að hver hestur um sig lækkaði um 0,02 stig í heildareinkunn. Kálfauppeldisstöð Búnaðar- félags íslands. Hin nýja kálfauppeldisstöð B.í. í Þorleifskoti í Flóa tók til starfa í nóvember sl. Fyrstu kálf- arnir voru fluttir í stöðina 14. nóvember. Húsakynni stöðvarinnar eru vönduð og myndarleg, og á þessum stað er ágæt að- staða til uppeldis og athugunar á framför og fóðurnýtingu, auk sérstakar aðstöðu til ein- angrunar. Sagði Ólafur E. Stefánsson, ráð- unautur, Frey, að í árslok hefðu verið komnir þangað 11 kálfar undan 6 vöidum nautum. Færi ungviðinu vel fram hjá Sveini Sigur- mundssyni, en hann sér um uppeldi þess og rekstur stöðvarinnar. 68 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.