Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 22

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 22
Það má ekki skilja ummæli mín hér að framan svo, að ég hafi svo mikla trú á stórbú- skap, en ungir bændur, sem eru að fara út í sauðfjárbúskap, hljóta að gera þá kröfu, aö þeir hafi nokkurt olnbogarými, og það er athugandi, hvort þjóðfélagið ætti ekki að gefa þeim tækifæri til að koma áformum sín- um í framkvæmd. Kvótakerfið mun hins vegar, ef það kemst í framkvæmd, hindra framtakssemi einstaklingsins. En nú er raunin sú, eins og fyrr var getið, að innlendur markaður er yfirfullur, undirmálsverð erlendis og svo eru félagsleg sjónarmið og byggðasjónarmið, sem taka verður tillit til. Já, rétt er það, og ef sú stefna verður tekin að draga saman seglin í sauðfjárræktinni, þá hljótum við að takmarka bústærðina, ef við ætlum að halda öllu landinu í byggð. Að vissu leyti er skynsamlegt fyrir bændur að hægja á framleiðslunni, meðan ekki fæst betri markaður fyrir hana. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá mun vera skynsamlegast að fjárfesta ekki of mikið í sauðfjárræktinni og að bændur keppi meira að því að draga úrtilkostnaði. Ég er ekki viss um, að fækkun sauðfjár nú sé rétt svar við lágu verði á því, sem flutt er út. Nú er vöxtur og viðgangur sauðfjárræktar ákaf- lega mikilvægur fyrir útflutningsiðnað okkar. Já, svo til allar útflutningsiðnaðarvörur sækja hráefni sitt til sauðfjárræktar, ef undan er skilið ál, kísilgúr og þangmjöl. Þeim spurningum þarf að reyna að svara, hvort við höfum efni á að tapa hluta af þeim gjaldeyri, sem fæst fyrir útflutning á kindakjöti og iðn- aðarvörum. Árið 1977 voru gjaldeyristekjur af unnu og óunnu hráefni frá sauðfé um 7 milljarðareða6-7% af heildarvöruútflutningi landsmanna, en þá er þjónustuútflutningur undanskilinn. Þótt ákvörðun verði tekin um að minnka framleiðslu af sauðfjárrækt, tekur það nokkur ár. Það er hins vegar umhugsunarefni, hvort við eigum ekki að viðurkenna sauðfjárrækt sem útflutningsatvinnuveg og búa þá að henni í samræmi við það. Bændum væri svo frjálst að framleiðatil útflutnings, ef þeirtelja sig samkeppnisfæra. Kjarnfóðurnotkunina mætti minnka um helming. Kjarnfóðurmál eru nú mikið á dagskrá, hvað viltu segja um þau? Nú eru notuð um 20 kg af kjarnfóðri á kind á ári, og það merkir, að flutt eru inn um 17.000- 18.000 tonn af kjarnfóðri. Þetta kostar jafn- gildi eins milljarðs króna í gjaldeyri. Færa má að því rök, að það mætti minnka þessa kjarnfóðurgjöf um að minnsta kosti helming og leggja áherslu á meiri heygæði. Sumir telja að framleiða megi hér innanlands allt það kjarnfóður, sem við notum. Það er ekkert ódýrara fyrir bændur, en hins vegar gjald- eyrissparandi. Fleiri aðila vantar í útflutning á landbún- aðarvörum. Hvað viltu segja um markaðsöflun fyrir land- búnaðarafurðir? Möguleikar sauðfjárræktar byggjast á hærra verði útfluttra afurða og því er réttlætanlegt að gefa fleiri aðilum tækifæri til þess að ann- ast útflutning og ef til vill ætti að stofna ein- hvers konar útflutningsmiðstöð til markaðsöflunar erlendis. Og að lokum? Stundum er talað um, að við höfum sloppið vel við atvinnuleysið, en mér sýnist, að ekki megi mikið út af bera til þess, að við stöndum brátt frammi fyrir þeim vanda. Ef dregið yrði úr sauðfjárbúskap hér, mundi það svipta fjölda fólks störfum, sem hefur atvinnu sína beint og óbeint af sauðfjárrækt. J.J.D. 78 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.