Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 23

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 23
ÁRNI G. PÉTURSSON: Veislumatur Svía var grillað dilkakjöt frá íslandi. í þessari grein segir Árni G. Pétursson, ráð- unautur, fréttir frá 29. ársfundi Búfjárræk- tarsambands Evrópu í Stokkhólmi 5.-7. júní og fundi sauðfjárræktarráðunauta Norðurlanda í Norður-Svíþjóð 8.-10. júní. Ráðstefnugestir búfjárræktarsambandsins voru um 500 talsins, þar af 3 íslendingar, Þórarinn Lárusson frá Rannsóknastofu Norðurlands, Akureyri, og Árni G. Pétursson og Guðný Ágústsdóttir frá Búnaðarfélagi íslands, Reykjavík. Ráðstefnufulltrúar skiptust í 7 deildir, en hver deild fjallaði um ákveðin svið búfjár- ræktar. Þórarinn sat fundi í næringar- og fóðrunardeild, en Árni í geita- og sauðfjár- ræktardeild. Framsögumenn í hverri deild skiptu tugum og lögð voru fram pappírsgögn eftir hundruð höfunda. í geita- og sauðfjárræktardeild voru að þessu sinni til meðferðar m. a. „samsetning og gæði geitamjólkur“, ,,magn og stærð fitukúla í sauðamjólk", „úthagabeit, fram- leiðslugeta úthaga, náttúruvernd, og náttúr- usköpun með sauðfjárbeit“, „tölvuuppgjör og skýrsluhald sauðfjárræktarfélaga", og „vefjasamsetning dilkafalla við mismunandi þroskastig“. Léttreykt, íslensk dilkaföll á borðum. Stokkhólmsborg á víðar lendur úti í sveit, og fóru fulltrúar í sauðfjárdeild dagstund í skoðunarferð um sveitina til að sjá af eigin raun, hversu borgin viðheldur landbúnaðar- svæðum og náttúrufari landsins. Á úthaga var þar viðhöfð víðtæk sauðfjár- og holdan- autabeit til að halda í skefjum óæskilegum gróðri í skóglendi og viðhalda opnum svæðum, svo eðlilegurtrjávöxturgæti átt sér stað. Á einum búgarði borgarinnar bauð sænska fjárræktarsambandið til hádegis- verðar undir berum himni. Á matseðli voru léttreyktir dilkaskrokkar grillaðir í heilu lagi í FREYR 79

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.