Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 29
Slátturþyrtan í flutningsstöðu (Ljósm. Hlöðver Oiðríksson). Einhver kynni að óttast skemmdir af völdum aðskotahluta ef þeir lentu í „knosaranum". Sú hætta er þó ekki mikil, þar sem tvö öryggi eru á vélinni, annars vegar er vartengsli í drifskafti og hins vegar öryggisnagli í drif- búnaði knosarans. Slegnirvoru liðlega 50 hektararmeð minni vél, án bilana. Meðfylgjandi myndir eiga að skýra málið enn frekar. Að endingu vil ég segja þetta: Sé til sú tækni að flýta megi heyþurrkun til muna, þáá hún erindi til íslenskra bænda. Lán frá Stofnlánadeildinni 1978 voru hlutfallslega lægri en árið áður Stofnlánadeild lánaði röskan tvo og hálfan milljarð króna til landbúnaðarins á s. I. ári og er það 6.73% hækkun frá 1977. Miðað við þá verðbólgu, sem verið hefur að undanförnu eru því lán frá Stofnlánadeildinni í raun og veru mun lægri en árið áður. Vegna fjár- skorts breytti Stofnlánadeild lánareglum sínum og lánaði nú aðeins fé til endur- nýjunar húsa. Fjárfestingaráhugi bænda mun hafa minnkað nokkuð vegna ríkjandi markaðskreppu á búvöru. Alls veitti Stofnlánadeildin 1402 lán sem námu 2.514.879.000 kr. og skiptust þau þannig: Til vinnslustöðva ... 21 lán kr. 355.369.000 — ræktunarsambanda 5 — — 45.282.000 — dráttarvélakaupa .. 394 — — 327.963.000 — útihúsabygginga og ræktunar ..... 559 — — 1.125.696.000 — bústofnskaupa ...106 ------- 112.862.000 — minkabúa ........ 1 -------- 10.000.000 — byggingar fbúðar- húsa í sveitum .... 184 — — 309.004.000 — jarðakaupa ...... 77 — — 162.325.000 Þess er að geta, að lífeyrissjóður bænda veitti 55 lán til byggingar íbúðarhúsa, alls kr. 66.378.000. Bústofn landsmanna var í ársbyrjun 1978 nautgripir ...................... 62.677 sauðkindur ..................... 896.169 hross ........................... 49.528 svín ............................. 1.177 alifuglar ...................... 277.726 minkar ........................... 9.020 Mjólkandi kýr voru 36.859 og ær 733.232. FREYR 85

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.