Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 32

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 32
g/1 OOg þurrefnis í safa magniö, sem kemur fyrstu .vikuna, er svo mikið, að engin tök eru á því, að gripirnir torgi því. í Noregi hafa reyndar verið gerðar tilraunir með að geyma löginn í gryfjunni, þar til skepnur eru komnar á hús og fóðra á með votheyinu, og hafa þær gefist vel. Slík geymsla krefst þess, að gryfjan sé alveg þétt, og þannig frágengin að innan, að hún þoli sýrur, en töluvert er af þeim í leginum og það jafnvel, þó að ekki hafi verið notuð maura- sýra við votheysgerðina. Efnasamsetning safans, sem rennur frá votheysgeymslum, er mjög breytileg. Þur- refnisprósentan sveiflast frá 3 — 8%, en al- gengast mun, að hún sé um 5%. Af þurrefn- inu eru 70 — 75% lífrænt efni, en 25 — 30% aska. Reikningslega eru um 20% af þur- refninu hráprótein, en þetta er þó að mestum hluta einfaldari köfnunarefnissambönd, en aðeins að litlu leyti eiginlegt prótein. Sá hluti lífræna efnisins, sem ekki inni- heldur köfnunarefni, er mjög mismunandi, allt eftir því hve ferskur safinn er. Ef safinn er ferskur, er sykur mest áberandi í honum, en sé hann hins vegar farinn að eldast eða hefur runnið seint af, eru ýmsar sýrur, svo sem mjólkursýra, ríkjandi í honum. Þetta kemur glöggt fram í töflu 1. Aska er eins og áður segir um 25 — 30% af þurrefninu, en hún samanstendur af mörg- um mismunandi efnum, en þau mikilvæg- ustu eru eftirfarandi, en tölurnar um magn þeirra eru meðaltöl norskrar efnagreiningar á legi frá votheyi (Saue, 1975): Kalíum .......................... 10 Fosfór .......................... 1 Kalsíum ........................... 1,5 Magníum ........................... 0,6 Með tilliti til áburðar er hið mikla kalíum- innihald áhugavert, en að öðru leyti skiptir það ekki miklu máli, þó svo að það sé ekki til neinna bóta, ef nota á safann sem fóður. Votheysiögur sem áburður. Votheyslögur inniheldur umtalsvert magn af kalíum, en auk þess nokkurt magn af hinum aðaláburðarefnunum, köfnunarefni og fosfór. Tafla 2 sýnir samanburð á innihaldi áburðarefna og þurrefnis í votheyslegi og mykju, sem er blönduð hlandi og vatni. Tafla 2. Þurrefnisinnihald og innihald áburðarefna í blandaðri mykju og vot- heyslegi (Pestalozzi, 1972, og Lingstad, 1972). Magn efna í % af þurrefni Þurrefni % N P K Votheyslögur 3,84 4,2 1,0 10,0 Blönduð mykja 9,3 5,16 0,9 3,8 Ef borin eru saman mykjan og lögurinn, sést, að mykjan inniheldur töluvert meira af köfn- unarefni en lögurinn, en á hinn bóginn inni- Tafla 1. Áhrif geymslu á efnainnihald lagar úr votheysgryfjum g/100g safa Töppunartími Þurr- efni Sykur Smör- sýra Propion- sýra Ediks- sýra Mjólkur- sýra Maura- sýra Strax eftir hirðingu 3,87 1,34 0,00 0,00 0,03 0,12 0,51 Eftir 4 mán 5,88 0,30 0,12 0,15 0,50 1,59 0,37 88 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.