Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 34

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 34
hafa verið, þarf u.þ.b. 1,25 kg lagarþurrefnis í hverja fóðureiningu. Það þarf með öðrum orðum 22,3 I af leginum, sem getið var hér að framan, eða 25 I af legi, sem í væru 5% þurr- efni, í hverja fóðureiningu. Af þessu sést, að nautgripir geta fengið í sig sem nernur 1 FE á dag, fái þeir lög frá votheysgryfjum sem fóður, en grísir 0,4 FE á dag. Próteininnihaldið er mjög mikill hluti þur- refnis, en nýting þess er ekki sem best vegna þess, að þar er að miklum hluta um að ræða smáar sameindir, sem eru mjög rokgjarnar í vömb. Nýtingin er þó mjög háð gæðum prót- einsins í öðru fóðri, sem gefið er samhliða. Vegna þess hve lögurinn pressast úrvot- heysgryfjunum með miklum krafti, fellur mikið til af honum á mjög skömmum tíma um sláttinn, þannig að útilokað er að nota hann allan til fóðurs, meðan hann er ferskur. Lög- inn þarf því að geyma um lengri eða skemmri tíma og þá í geymum, sem eru sem næst loftþéttir, ella getur mygla valdið umtals- verðum skemmdum á vökvanum. Þessi krafa um geymslu getur verið það kostnaðarsöm, að ekki mundi svara kostnaði að nýta löginn, ef ekki kæmi til, að samtímis er verið að hindra mengun í ám og vötnum, og vonandi verður slíkt meira metið í framtíðinni en hingað til. Mengun af völdum votheyslagar. Auk þess sem næringarefni tapast með leg- inum, ef hann er látinn renna óhindraður í ár eða læki, getur það valdið mikilli mengun vatnsins. í fyrsta lagi er lögurinn að jafnaði súr, einkum nú á seinni árum, þegar farið er að nota maurasýru sem íblöndunarefni við vot- heysgerðina. Þessi súr getur haft áhrif á lífs- skilyrðin í vatni og gert þau óhagstæðari líf- verunum, sem þar eru. í öðru lagi er, svo sem nefnt var hér að framan, nokkuð af áburðarefnum í leginum, sem geta valdið því, að óeðlilega mikil gróð- urmyndun verði í vatninu, og þar með valdjð gjörbreytingu á lífkerfi þess. Síðast, en ekki síst, er mestur hluti þur- refnisins í leginum auðleysanleg, lífræn efni, sem mynda ákjósanleg lífsskilyrði fyrir alls konar smáþörunga og bakteríur. Þessum smáverum fjölgar ákaflega, og getur þá svo farið, að þær eyði öllu súrefninu úr vatninu og valdi þannig dauða alls lífs, sem er háð því. Þess eru mörg dæmi í Noregi, að gefið hefur að líta hrannir af dauðum laxi og silun- gi í ám um sláttinn vegna þess, að í þær hafði verið hleypt svo miklum legi frá vot- heysgryfjum. Enda hafa Norðmenn nú bann- að með lögum að hleypa votheyslegi í ár og læki, og liggur sú skylda hjá viðkomandi bónda að sjá til þess, að skolpinu sé tryggi- lega fyrir komið. Þó ekki kæmu til aðrar ástæður en meng- unin, má því Ijóst vera, að mikils er um vert að hindra löginn frá votheysgryfjum í að renna út í bæjarlækinn. Sérlega er vert að gefa þessu gaum þar, sem þétt byggð er meðfram góðum veiðivötnum. 90 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.