Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 12
Arngrímur bróðir minn er lærður
vélvirki.
Árteigur í Kinn. íbúðarhús Jóns og Hildar fyrir miðri mynd, fjœr t.h. sér á
vélsmiðjuhúsið. Fjárhúsin t.v.
Er trygg atvinna við vélsmíðina?
Það hefur verið það hingað til.segir
Rafstöðvar seldar út
fyrir landsteinana.
Hvernig atvikaðist það að
Grænlendingar leituðu til ykkar
með hönnun og smíði á
rafstöðvum?
- Grænlendingar eru lengi búnir að
vita um starfsemina hér. Þeir hafa
kynnst henni í bændaferðum hing-
að. Þeir hafa líka verið hér í
grenndinni í skólum og verknámi.
Hingað í Árteig hafa komið
nokkrir hópar frá Grænlandi og
þar á meðal Þór Þorbergsson ráðu-
nautur á Grænlandi og Kaj Egede
nú landbúnaðarráðherra þar. Með
þeim kom eitt sinn bóndi sem
byggt hafði stíflumannvirki fyrir 10
árum á Grænlandi. Hann vantaði
vatnsvél og kom hér eitt haust og
pantaði hana. Þetta var árið 1986
og vatnsvélin var sett upp á Græn-
landi árið eftir.
Eiður fór þá til Grænlands til að
setja hana upp, og síðan hefur
hann farið tvær ferðir þangað til að
setja upp vatnsvélar frá þeim feðg-
um, haustið 1988 og sl. haust. Það
tekur þá tvo til þrjá mánuði að
srníða hverja vél. oftast í ígripum
við önnur verk. Rafstöðvar þessar
eru í eigu einstakra bænda á Suð-
vestur-Grænlandi. Söluverð
túrbínanna er á bilinu 12 til 16
hundruð þúsund. Spurningu um
hvort von sé á fleiri pöntunum
svarar Eiður að búið sé að skoða
tíu líklega staði á Grænlandi í því
sambandi og fleiri komi til greina.
Hann segir að sér falli samskipti
við Grænlendinga ágætlega og að
mjög gaman sé að koma til Græn-
lands.
Árteigsmenn seldu eina vatnsvél
til Færeyja í fyrra vor og er sú
notuð við fiskeldisstöð í Miðvogi.
Færeyingar kynntust Árteigstúr-
bínum í Grænlandi. Þeir hafa beð-
ið um tilboð í aðra vatnsvél.
Hjónin í Árteigi, Hildur Eiðsdóttir
segja að það sé komið í nokkuð
gott lag. Það er alltaf strjálingur af
virkjunum, fremur dauft innan-
lands, en við höfum selt fjórar
vatnsvélar til nágrannalanda, eina
til Færeyja og þrjár til Grænlands.
Við erum bjartsýnir á að framhald
geti orðið á því. Ennfremur er
alltaf töluvert viðhald á rafstöðv-
um.
j Jón Sigurgeirsson.
Eiður, hvenær komst þú inn í
fyrirtækið?
Það var upp úr 1980 sem ég kom
aftur. Þegar ég var búinn að læra
rafvirkjun á Húsavík. Þá kom ég
hingað heim og fór að vinna í
smiðjunni. Enda þótt ég sé lærður
rafvirki vinn ég eingöngu í
vélsmiðjunni, ég er búinn að hrær-
ast í þessu síðan ég man eftir mér.
252 Freyr
7. APRÍL 1990