Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1990, Page 15

Freyr - 01.04.1990, Page 15
Gróður- og jarðakort eru mikilvœg forsenda beitarskipulags og skynsamlegrar framleiðslustýringar. Petta kort, ímœlikvarðanum 1:25000, er af Kinnarfelli í S-Pingeyjarsýslu. Á grunni slíkra korta má reikna flatarmál hinna ýmsu gróðurhverfa og meta landkosti jarðanna með tilliti til sauðfjárrœktar eða annarra nota. 2. Búvöruframleiðsla og landkostir. Framleiðslustýring í landbúnaði hefur hingað til tekið takmarkað tillit til landkosta og ástands lands. Fyrirhugað er að bæta úr þessu við gerð komandi búvörusamninga og er undirbúningsstarf þegar hafið. Nokkurrar tilhneigingar hefur gætt til að alhæfa um landkosti stórra svæða í þessu sambandi. Þannig var fullvirðisréttur á sínum tíma skertur meira á móbergs- svæðinu en á öðrum svæðum. Þetta er of gróf skipting og er eðlilegra að taka tillit til landkosta einstakra jarða. Nú má ekki drag- ast lengur að hefja gerð tölvu- væddrar jarðabókar, byggðri á fullkomnustu heimildaöflun sem nútíma tækni bíður upp á. Jarða- kort eru nú til af um 2.700 jörðum í öllum sýslum landsins eða um helming allra jarða. Komast má nærri um flatarmál þeirra jarða sem eftir eru ef lega jarðamarka liggur fyrir. 3. Beitarstjómun. Eins og öllum er kunnugt hafa beitarhættir breyst á undanförnum áratugum. Aukinnar beitarstjórn- unar er hins vegar þörf. Þessu markmiði má m.a. ná með beitar- eftirliti og með því að girða af heimalönd jarða. Arðsemis- og gróðurverndarsjónarmið fara hér saman því að bóndinn getur aukið arðsemi beitarnýtingarinnar með beitarstjórnun, á sama tíma og markmið gróðurverndar eru höfð að leiðarljósi. Auknar rannsóknir á fóðurfræði beitardýra, beitaratferli, eiginleik- um beitarplantna og hagfræði beit- arstjórnunar myndu stórauka arð- semi atvinnugreinarinnar, jafn- hliða því að stuðla að verndun auðlindarinnar. Mjög brýnt er að hefja rannsóknir hér á landi til að auðvelda ákvörðun um hvenær vors sé farsælast að hefja beit. Þar getur ein vika til eða frá skipt miklu. Flalda þarf áfram að þróa aðferðir til að meta ástand Íslatuí 1:2 5 ()()(■ m beitilanda og skilgreina hvernig ákveða á hvort landsvæði séu hæf til beitar eða ekki. Spurningin um beitarhæfni svæða verður sífellt mikilvægari. Ljóst er að loka verð- ur afmörkuðum svæðum fyrir beit. Dæmi um slfk svæði má finna í ritinu: „Gróðurvernd, markmið og leiðir“, sem Landgræðslan, Skóg- ræktin og landbúnaðarráðuneytið gáfu út á sl. ári. Þessu til viðbótar þarf að afla 7. APRlL 1990 Freyr 255

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.