Freyr - 01.04.1990, Page 34
hefur verið milli Stéttarsambands
bænda annars vegar og Verka-
mannasambands íslands hins veg-
ar, verði rækilega kynntur meðal
bænda og landbúnaðarverkafólks.
Bent er á að réttindi starfsfólks-
ins tii bóta úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði byggjast á samningi þess-
um.
Erindi formannafundar búnaðar-
sambanda 1990 um félagskerfi
landbúnaðarins (mál nr. 20. hluti)
og erindi Sambands garðyrkju-
bænda um lagaleg réttindi bú-
greinafélaga á við hreppabúnaðar-
félög (mál nr. 6)
ÁLYKTUN
Búnaðarþing óskar eftir því að
nefnd sú, sem unnið hefur að end-
urskoðun á félagskerfi landbúnað-
arins á vegum Búnaðarfélags
íslands, Stéttarsambands bænda
og búnaðarsambandanna starfi
áfram.
Til að greiða fyrir störfum
nefndarinnar felur Búnaðarþing
stjórn Búnaðarfélags íslands að
leita samstarfs við Stéttarsamband
bænda um að hver aðili fyrir sig
tilnefni einn mann til viðbótar í
nefndina, þannig að um fimm
manna starfshóp sé að ræða.
Nefndin ljúki störfum á þessu ári
og skili áliti til næsta Búnaðar-
þings.
Auk hinnar almennu umfjöllun-
ar sem m.a. beinist að uppbygg-
ingu hinna þriggja megin þátta fé-
lagskerfisins; búnaðarsambanda,
Búnaðarfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda, og æskilegrar
verkaskiptingar milli þessara að-
ila, felur þingið nefndinni að móta
endanlega tillögur um beina aðild
búgreinafélaga að búnaðarsam-
böndunum sem grunneininga til
jafns við hreppsbúnaðarfélög.
Bókun Jóns Gíslasonar og Önnu-
bellu Harðardóttur við ályktun á
þingskj. nr. 90
Við undirrituð viljum taka fram
vegna niðurlags ályktunar á
þingskjali nr. 90 að við teljum, að
rétt væri, að það Búnaðarþing sem
nú situr breyti lögum Búnaðarfé-
lags íslands á þann hátt að bú-
greinafélög sem telja meirihluta
bænda í viðkomandi búgrein, á
sama búnaðarsambandssvæði, geti
orðið beinir aðilar að búnaðarsam-
böndum, enda uppfylli þau sömu
skilyrði um starfshætti og búnaðar-
félög og hafi sömu skyldum að
gegna.
Fjárhagsnefnd:
Sveinn Jónsson, formaður,
Ágúst Gíslason, ritari,
Jón Guðmundsson,
Jón Hólm Stefánsson,
Páll Ólafsson.
Alit milliþinganefndar Búnaðar-
þings um fjármál búnaðarsam-
bandanna, bókhaldsmál o.ff.
ÁLYKTUN
Búnaðarþing leggur áherslu á að
brýnt sé að efla virka þróunarstarf-
semi í Iandbúnaði, auka hag-
kvæmni og greiða framgang nýrra
hugmynda, þekkingar og tækni í
framleiðsluháttum.
Til stuðnings þessum markmið-
um verði komið á, á vegum Búnað-
arfélags íslands og búnaðarsam-
bandanna, samræmdu bókhalds-
kerfi, landbúnaðarbókhaldi, er
byggist sérstaklega á eftirfarandi:
1. Rekstrarbókhald, sem miðist
við uppgjör á virðisaukaskatti,
landbúnaðarframtali og heild-
aruppgjöri einstakra búa, þar
sem unnt verði að meta afkomu
hverrar búgreinar fyrir sig.
2. Þróunarbókhaldi, sem grund-
vallast á áætlunargerð, m.a.
vegna áburðarnotkunar og
fóðrunar búpenings, mats á
ræktun og færslu búfjár-
skýrslna.
Haft skal faglegt samráð við
Hagþjónustu landbúnaðarins um
þau mál, er hana varðar, og tryggja
þannig farsælt og árangursríkt
samstarf.
Til þess að tryggja framgang
framangreindra ákvarðana leggur
Búnaðarþing áherslu á eftirfar-
andi:
a) Öll búnaðarsambönd noti sam-
ræmt bókhaldsforrit er uppfylli
ákvæði laga um Hagþjónustu
landbúnaðarins. Tölvuforritið
heitir Bústólpi og er í eigu Bún-
aðarfélags Islands og búnaðar-
sambandanna. Mynda skal
tölvunet milli allra búnaðar-
sambandanna og stjórntölvu
Búnaðarfélags íslands vegna
þessa verkefnis. Þannig verði
tryggð miðlun upplýsinga og
leiðbeininga. Bústólpi verði af-
hentur einstökum bændum til
notkunar gegn hóflegri greiðslu
sem miðast við 5.000 kr. árs-
leigu, er taki verðlagsbreyting-
um. Settar verði reglur um
samvinnu milli þeirra bænda er
færa eigið bókhald og viðkom-
andi búnaðarsambands.
b) Heimilt er búnaðarsambandi
að leigja bókhaldsstofum tölvu-
forritið Bústólpa enda sé þá
tryggt að þær hagi uppgjöri
með sama hætti og viðkomandi
búnaðarsamband og veiti
bændum sambærilega þjón-
ustu. Búnaðarfélag Islands af-
hendir búnaðarsantböndunum
samningsform.
c) Landbúnaðarbókhaldið er
rótin að nýjum áherslum í fag-
legri starfsemi lanébúnaðarins.
Einungis virk þátttaka bænda-
stéttarinnar getur tryggt árang-
ur. Þar sem hér er um nýtt svið
verkefna að ræða verða störf
leiðbeiningaþjónustunnar að
vera markviss og sannfærandi
svo að útbreiðsla landbúnaðar-
bókhaldsinsverðifullnægjandi.
Þess vegna er lögð áhersla á að
gjaldtaka fyrir þá þjónustu sem
búnaðarsamböndin veita
bændum meðan landbúnaðar-
bókhaldið er að festast í sessi
verði hófleg og fremur reynt að
afla tekna með góðri þátttöku
en dýrt seldri þjónustu.
Lagt er til, að á þessu ári verði í
gildi sérstakt kynningarverð er
að hámarki nemi til dæmis
krónum 10.000 fyrirhvern upp-
gerðan reikning.
d) Búnaðarþing metur mikils þá
274 Freyr
7, APRlL 1990