Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1990, Qupperneq 37

Freyr - 01.04.1990, Qupperneq 37
og hætta er á að til ágreinings komi. Mun meiri kostnaður verður við stjórnsýslu en þörfer á. Nágrannalöndin hafa reynslu af umhverfisráðuneytum. í skýrslu, sem kennd er við Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsœtisráð- herra Noregs, er varað við að taka ákveðin framkvœmdaverkefni frá viðkomandi fagráðuneyti. Far- sœlla reynist að umhverfisráðu- neytið sé fyrst og fremst til eftirlits. Pær breytingar, sem Búnaðar- þing leggur til í ályktuninni, beinast að Landgræðslu ríkisins og Skógrœkt ríkisins. Gróðurvernd landgrœðslunnar felst í verklegum aðgerðum til að styrkja gróðurfar með því að hefta sandfok með sán- ingu, áburði og friðun, gera varn- argarða fyrir straumvötn og ná samkomulagi við umráðamenn lands um uppgræðslu og friðum þar sem þess er þörf. Fyrir atbeina Landgrœðslu ríkisins hefur náðst mikilvægur árangur í landgrœðslu og gróðurvernd, þótt knappur fjár- hagur hafi háð starfseminni. Eins er um Skógrækt ríkisins. Hana ber að efla í tengslum við landbúnað. Pað hlýtur að teljast óæskilegt og andstætt stjórnarfarslegum venjum að fara með mál eins og gert er í lokamálsgrein 1. greinar, að einn ráðherra geti sagt fyrir um verkleg- ar framkvæmdir hjá stofnunum, sem heyra undir önnur ráðuneyti. Sú grundvallarregla hefur ríkt í stjórnsýslu hér á landi að atvinnu- vegir hafi forræði yfir þeim auð- lindum, sem þeir byggjast á. Með lögum er Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins veitt heimild til að grípa inn, ef alvarleg gróðureyð- ing á sér stað. Allt, sem gert er íþví efni getur haft áhrif á stöðu land- búnaðar. Pví er rökrétt að yfir- stjórn framkvæmda sé í höndum landbúnaðarráðherra. Pað er einnig í samræmi við nýtingu og vernd auðlinda í sjávarútvegi og iðnaði. Skipting á verkefnum Land- græðslu ríkisins og Skógrœktar rík- isins milli tveggja ráðuneyta væri því til þess fallin að auka kostnað og lama starfsemi stofnananna. Samkvæmt frumvarpinu er einnig ætlað að flytja til umhverfis- ráðuneytis meðferð laga nr. 50/ 1965 um eyðingu svartbaks og laga nr. 52/1957 um eyðingu refa og minka. Framkvæmd þeirra laga er nátengd landbúnaði og eftirþeim er unnið ínáinni samvinnu við bænd- ur. Landbúnaður á mikið undir því, að vargi sé haldið í skefjum. Ekki virðist brýn ástæða til aðflytja emb- ætti veiðistjóra úr tengslum við meðferð landbúnaðarmála. Að lokum er vert að leggja áherslu á að Búnaðarþing hafði nauman tíma til að fjalla um þetta mál. Pess vegna var valin sú leið að takmarka afgreiðslu þingsins eink- um við þátt landgræðslu og Skóg- ræktar, en ákvæði frumvarpsins um þá málaflokka eru af hálfu bændastéttarinnar með öllu óásœtt- anleg. Hið sama er, þótt áformaðar breytingar allsherjarnefndar neðri deildar Alþingis við síðustu máls- grein 1. greinar frumvarpsins nái fram að ganga. Rýmri tími til um- fjöllunar um málið hefði án efa kallað fram fleiri tillögur til breyt- inga en hér er gert. Erindi Búnaðarsambands Austur- lands um áframhaldandi rekstur tilraunastöðvar á Austurlandi ÁLYKTUN Það er og hefur alltaf verið skýr og ófrávíkjanleg stefna Búnaðar- þings að öflug tilraunastarfsemi sé algjör forsenda fyrir framförum í landbúnaði. Það hefur einnig lagt áherslu á að starfsemin væri í ná- lægð við bændur og styddi þannig þau verkefni, sem brýnust eru í hverju héraði. Því skorar Búnaðarþing á stjórn Rannsóknastofnunar landbúnað- arins að falla frá ákvörðun sinni um að leggja tilraunastöðina á Skriðuklaustri niður. Jafnframt skorar Búnaðarþing á fjárveitinga- nefnd Alþingis og alþingismenn Austurlandskjördæmis að beita sér fyrir að bein fjárveiting til Til- raunastöðvar á Skriðuklaustri sé ekki minni en að þar geti starfað að minsta kosti tveir landbúnaðarhá- skólamenntaðir rannsóknarmenn og hafi viðundandi aðstöðu til starfsins. GREINARGERÐ Búnaðarþingi hefur borist erindi stjórnar Búnaðarsambands Aust- urlands þar, sem óskað er stuðn- ings við áframhaldandi rekstur og eflingu Tilraunastöðvarinnar á Skriðuklaustri. Mál þetta er stutt mörgum samþykktum frá fundum samtaka bænda á Austurlandi, hreppsnefnd Fljótsdalshrepps, Samtökum sveitarfélaga á Austur- landi ogfleiri aðilum. Einhugur er hjá Austfirðingum um eflingu Til- raunastöðvarinnar á Skriðu- klaustri í nánu samstarfi við Bún- aðarsamband Austurlands. Um 40 ára skeið hefur verið starfrækt Tilraunastöð á Skriðu- klaustri og hefur hún aflað mikillar þekkingar fyrir Austurland og landbúnaðinn í heild. Par var fyrir á staðnum hið fræga hús sem skáld- ið Gunnar Gunnarsson lét reisa og gafsvo jörðina til þess að þar yrði aflað þekkingar fyrir landbúnað- inn. Nú liefur síðustu árin verið unnið að endurbótum á húsinu og fegrun staðarins, sem var mjög brýnt og tengdist minningarhátíð um skáldið. Væntu menn eystra að þetta yrði til þess að efla tilrauna- stöðina og tilraunastarfið. Nú er sýnt að með einhverjum hætti verð- ur að varðveita staðinn og reka hann og vilja bændur eystra að það verði tengtþví að efla og reka þarna tilraunastöð. Nú hefur stjórn Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins ákveðið að leggja stöðu tilraunastjóra á Skriðuklaustri niður og flytja stöð- una að tilraunastöðinni á Möðru- völlum og vinna að tilraunamálum á Austurlandi þaðan. Pessa skipan mála vilja Austfirð- ingar ekki fallast á, sem varla er von til. Félagssamtök bœnda á Austur- 7. APRlL 1990 Freyr 277

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.