Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1990, Page 48

Freyr - 01.04.1990, Page 48
Þríkelfingar í Hólum í Hornafirði Hinn 11. október 1987 bar kýr í Hafnarnesi í Hornafirði, í eigu Jóns Ófeigssonar bónda þar, þremur nautkálfum. Kálfarnir voru rauðir að lit en þekkja mátti þá í sundur á þann hátt að einn var með hvítan blett á hœgri þjó, annar með alveg eins blett á vinstri þjó en sá þriðji var blettlaus. Hlutu þeir nöfn eftir þessu ein- kenni og voru kallaðir Hægri blett- ur, Vinstri blettur og Blettlaus. Kálfarnir voru undan mjólkurkú sem fædd var og uppalin í Hólum í Hornafirði, í eigu Þorleifs Hjalta- sonar bónda þar. Þorleifur elur upp kálfa til kjötframleiðslu, en er ekki með mjólkursölu, og lætur kálfa ganga undir kúnum. Móðir þríkeflinganna mjólkaði hins vegar of mikið þeim kálfum sem gengu undir henni og því hafði Þorleifur skipti á henni eftir að hún hafði átt tvo kálfa, við Jón Ófeigsson í Hafnarnesi og fékk í staðinn kú sem mjólkaði minna. Þegar þrí- burakálfarnir fæddust, fékk Þor- leifur hins vegar kálfana hjá Jóni, enda stundar Jón einkum mjólkur- framleiðslu. Kálfarnir vógu við burð eftirfar- andi: Hægri blettur 22 kg, Blett- laus 23 kg og Vinstri blettur 24 kg. Þorleifur hugðist venja kálfana hvern undir sína kúna, en það tókst ekki, heldur vildu þeir halda hópinn og fóru allir þrír undir sömu kúna í einu og sugu hana en fóru síðan frá einni kýr til annarr- ar. Þegar þvíburarnir lögðust þá lágu þeir allir í einum hnapp og standandi héldu þeir einnig hópinn. Ef aðrir kálfar komust á milli þeirra, löguðu þeir það strax. Kálfarnir voru vigtaðir á fæti hinn 22. febrúar 1988. Þeir vógu þá: Hægri blettur 107 kg, Vinstir blettur 121 kg og Blettlaus 114 kr. Gripirnir voru að mestu á gjöf inni eftir að þeir urðu ársgamlir og voru að einkum fóðraðir á votheyi en einnig þurrheyi. Hinn 7. desem- ber 1989 var þeim slátrað og var Hœgri blettur. Myndir teknar 2. október 1989. (Ljósm. Páll Guðmundsson). Vinstri blettur. kjötvigt þeirra eftirfarandi: Hægri blettur 175,9 kg, Vinstri blettur 181,3 kg og Blettlaus 189,8. Þorleifur í Hólum telur engum vafa undirorpið að kálfarnir hafi allir þrír verið eineggja, þannig að fyrst hafi frjóvgað eggið skipst og Blettlaus orðið til úr öðrum hlut- 288 Freyr 7, APRlL 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.