Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1990, Qupperneq 55

Freyr - 01.04.1990, Qupperneq 55
annarra framkvæmda fer eftir mati Stofn- lánadeildar. Lánað verði 50% af matsverði bygginga. Lánstími eftir mati B.L. Má vera allt að 15 ár. 20. Skógrækt: Heimilt er að veita bændum lán til girð- inga, sem gerðar eru vegna skógræktar á þeim svæðum, sem Skógrækt ríkisins mæl- ir með til nytja- og timburframleiðslu. Lánað verði allt að 40% af mati. Lánstími til 8 ára. 21. Jarðakaupalán: Lán nemi allt að 1.500 þúsund króna út á hverja keypta bújörð 1990. Þó verði aldrei lánað hærra hlutfall en 60% virðingarverðs jarðar og aldrei hærra en kaupverð. Skilyrði fyrir lánveitingu er að kaupandi stundi landbúnað, hafi fulla búsetu á við- komandi jörð, sé aðili eða verði að Lífeyr- issjóði bænda og greiði eða hafi greitt lögboðin gjöld til Stofnlánadeildar. Heim- ilt er að lána til sameiningar á jörðum. Lánstími 25 ár. Afborgunarlaust í 2 ár. 22. Hagræðingarlán: Heimilt er að veita lán til hagræðingar í landbúnaði. Framkvæmda- og fjármagns- þörf að mati deildarinnar og B.L. Lánstími allt að 15 ár. Verðtryggingar og vaxtakjör: 1. Öll lán beri 100% verðtryggingu miðað við hækkun lánskjaravísitölu. 2. Vextiraf lánumsamkv. liðum 1-11,17,19, 20, 21 og 22 skulu vera 2% p.a. 3. Liður 14 og 16. Vaxtakjör fara eftir kjör- um á lánsfé. 4. Vextiraflánumsamkv. liðum 12,13,15 og 18 skulu verða 5,5% p.a. 5. Öll lán beri gagnkvæman uppsagnarrétt. Önnur ákvæði: 1. Vaxtakjör skulu vera breytanleg. 2. Lántökugjald af hverju láni ákveðst 1%. 3. Ekki verða veitt lán til neinna fram- kvæmda í búgreinum, sem ekki greiða stofnlánadeildargjald, nema um þjónustu við almennar búgreinar sé að ræða, nema skv. 16 lið. Reglur varðandi hámarksstærðir bygginga og fleira: Fjós: Sé um einhliða nautgripabúskap að ræða, er lánað út á allt að 30 bása fjós með tilsvarandi haughúsi og uppeldisaðstöðu fyr- ir geldneyti. (Tvíbýli 52 básar) Fjárhús: Sé um einhliða fjárbúskap að ræða, er lánað út á allt að 500 kinda fjárhús. (Tvíbýli 875 fjár). Hænsnahús: Lánað út á hænsnahús fyrir allt að 3200 varphænur. (Tvíbýli 5600 hænur). Svínahús: Lánað út á svínahús fyrir allt að 24 gyltur með tilsvarandi uppeldisaðstöðu. (Tvíbýli 42 gyltur). Verkfærahús: Lánað út á allt að 130 m2 geymsluhús, 'A einangrað. (Tvíbýli 200 m2). Gróðurhús: Lánað út á gróðurhús allt að 2100 m: að mati Stofnlánadeildar. (Tvíbýli 3.700 m:). Loðdýrahús: Lánað verði út á loðdýrahús fyrir allt að 200 refalæður eða 700 minkalæður. (Tvíbýli 350 refalæður og 1200 minkalæð- ur). Þessi stærðarmörk gilda þegar eingöngu er búið með loðdýr. Við takmörkun á stærð bygginga er tekið tillit til eldri húsa, sem fyrir eru á jörðinni. 10 ára og yngri afskrifast ekki. Sé um eldri byggingar að ræða skulu þær fyrnast niður á 15 árum um 6,5% á ári. Dráttarvélar: Lána megi til 2ja véla á bú. Sé um tvíbýli að ræða megi lána til 3ja véla. Fyrningartími 10 ár.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.