Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1991, Page 10

Freyr - 01.08.1991, Page 10
574 FREYR 15.-16.’91 Höfdabrekka í Mýrdal í morgunasól. (Freysmyndir). Ijós og hiti o.s.frv., fyrir minna húsið. A hitt er ekki komin reynsla. Hvaða veitingar býður þú upp á? Flestir næturgestir borða hér morgunmat, en það er sjaldan að gestir séu hér í hádegismat. Pegar það gista hér hópar þá útbý ég fyrir þá nesti sem borðað er í hádeginu og svo er algengt að hér sé borðað- ur kvöldverður. Koma hingað hópartil gistingar? Já, það er mikið um þetta 16-20 rnanna hópa sem eru á vegum ferðaskrifstofa. Pað eru þá oftast útlendingar. Ég sé að það standa hér fyrir utan tvö grillsett. Er mikið grillað hérfyrirgesti? I öðru grillinu þá grillar fólkið fyrir sig sjálft og svo höfum við verið að reyna að leggja okkar af mörkum við að koma út lambakjötinu og grillað fyrir gesti. Jóhannes hefur séð um það. Hvernig hefur útlendingum líkað þetta? Mjög vel. Þetta þykir útlendingum mikið hnossgæti. Við höfum auk þess haldið útlendingum lunda- veislu og það gerir mikla lukku. Hér er stundum eins konar garð- veislustemmning þar sem fólk nýtur veðurblíðunnar, spjallar saman, spilar á hljóðfæri og tekur lagið. Það eru þá alltaf útlendingar sem eru uppistaðan í því. íslenskir ferðamenn vilja frekar vera út af fyrir sig, jafnvel með matinn sinn, enda eru það oft fjölskyldur á ferð. Heyrirðu frá því fólki sem gist hefur hér eftir að það er komið heim? Já, töluvert mikið. Það konta kort og heimboð og það er m.a. búið að bjóða okkur í brúðkaup til út- landa. Það er líka mjög mikið um það að fólk skilji eftir heimilisföng ef maður yrði á ferð erlendis. Það koma líka margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr hvort ættingjar þess geti fengið vinnu hér fyrir sumar- tímann. Það væri reyndar mjög gott að hafa erlenda manneskju í vinnu. bæði fyrir mann sjálfan og fyrir gestina. Annars er það ensk- an sem gildir hér sem tungumál. Er munur á samskiptum við íslenska og erlenda ferðamenn? Það er ekki munur á að hafa þá sem gesti, en íslendingarnir telja sjálfsagt það sem útlendingar mundu aldrei bjóða manni, eins og að panta herbergi en láta svo ekki sjá sig né afpanta. Auðvitað getur alltaf komið fyrir að fólk forfallist og þá ætti að vera minnsta málið að hringja og afpanta og það er alltaf tekið til greina. Það er hins vegar dýrt að sitja uppi með tóm herbergi á þessum stutta tíma þegar aðsókn er mest. Útlendingar standa hins vegar vel við sínar pantanir. Hvað er mikið um að gestir komi beint inn af götunni og haf i ekki pantaðáður? í júní og september þá dettur það frekar inn en aftur í júlí og ágúst er mest um að pantað sé með eins til þriggja daga fyrirvara. Fólkið er með áætlun sem það er að ferðast eftir og pantar með þessum fyrir- vara. Þó er svolítið um að það sé pantað með löngum fyrirvara. Yfir háannatímann hefur þurft að vísa frá. hvernig sem það verður eftir að nýja húsið er komið í notkun. Hvað hafið þið fleira að bjóða ferðamönnum upp á en gistingu og fœði? Við erum hér með hestaleigu. Jó- hannes og strákarnir annast það og það er alltaf einhver sem fer með fólkinu. Það er hægt að fara í klukkutímaferð eða tveggja, þriggja eða fjögurra tíma ferðir. Það er mjög mikið farið niður að

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.