Freyr - 01.08.1991, Qupperneq 21
15.-16.’91
FREYR 585
ingu. Flestum svínbændum sem
eru með nákvæmt skýrsluhald og
nota niðurstöður þess við val
lífdýra hefur tekist að koma til
móts við kröfur neytenda um fitu-
lítið og bragðgott svínkjöt, þannig
að það er æ algengara að heyra
íslenska neytendur fullyrða að
íslenskt svínakjöt sé betra en það
svínakjöt sem þeir hafa fengið er-
lendis. Rétt er að benda á að ís-
lenskir svínabændur gætu auðveld-
lega minnkað fitumagnið í svína-
kjöti meira en nú hefur verið gert,
en fara þarf varlega í þessuefnum.
Varast ber að íslensk svínarækt
lendi í sama vanda og svínrækt í
nágrannalöndunum, en þar er æ
algengara að neytendur og mat-
reiðslumenn kvarti um að bragð-
gæði svínakjöts í þessum löndum
hafi hrakað mikið á síðari árum
vegna þess að sláturgrísir séu orðn-
ir of horaðir við slátrun. Aðallega
er kvartað undan því að svínakjöt í
nágrannalöndum okkar sé þurr-
ara, seigara og bragðminna en áð-
ur, samanber tilvitnanir hér að
framan.
Vaxtarhraði
Helsti ókostur íslenska svína-
stofnsins er of lítill vaxtarhraði
miðað við vaxtarhraða svínastofna
í nágrannalöndum. Vaxtarhraði ís-
lensku grísanna myndi örugglega
aukast við innflutning á kynbóta-
dýrum. Niðurstöður afkvæma-
rannsókna, sem gerðar voru á ár-
inu 1990, sýna að mikill munur er á
kynbótagildi íslenskra galta og
gyltna og tiltölulega auðvelt er að
auka vaxtarhraða og minnka fitu-
söfnun íslenskra grísa með víðtæk-
um afkvæmarannsóknum, þannig
að vaxtarhraði og fitusöfnun ís-
lenskra sláturgrísa verði nokkurn
veginn sambærilegur vaxtarhraða
og fitusöfnun sláturgrísa frá venju-
legum svínabúum erlendis. Petta
er einungis hægt að gera með víð-
tækum afkvæmarannsóknum,
auknu skýrsluhaldi og ströngu vali
á lífdýrum. Einnig er rétt að benda
á að ef víðtækar afkvæmarann-
sóknir verða framkvæmdar, til
þess meðal annars að auka vaxtar-
hraða íslensku grísanna, taka ís-
lenskir svínabændur litla áhættu á
að bragðgæði íslensks svínakjöts
breytist til hins verra. Sama má
segja um fótagerð og endingu
gyltna og þá áhættu að áður
óþekktir svínasjúkdómar berist til
landsins. Arfgengi vaxtarhraða í
erlendum rannsóknum er talsvert
lægra en arfgengi fitumagnsins,
eða um 0,35, svo að reikna má með
að það taki lengri tíma með
ströngu úrvali lífdýra að auka vaxt-
arhraða en að minnka fitumagnið.
Að sjálfsögðu verður að gæta að
því að aukning í vaxtarhraða or-
saki ekki meiri fitusöfnun hjá slát-
urgrísum en nú er. Ástæða er að
minna á að þegar talað er um vaxt-
arhraða grísa erlendis er miðað við
vaxtarhraða grísa frá ca. 25 kg
þyngd upp í 90-100 kg sláturþyngd.
I þeim rannsóknum sem hafa verið
gerðar á íslenska svínastofninum
er miðað við vaxtarhraða frá fæð-
ingu til slátrunar þar sem ógerlegt
hefur reynst að fylgjast með þyngd
einstakra grísa á venjulegum
svínbúum. Þegar búið er að koma
á kynbótastöðvum og afkvæma-
rannsóknstöðvum í svínarækt hér á
landi verður án efa notað sama
fyrirkomulag hér og erlendis. Enn-
fremur er ástæða að minna á að
þau meðaltöl, sem notuð eru til að
sýna þær miklu framfarir sem
vissulega hafa orðið í svínarækt á
Norðurlöndunum og víðar, eru
meðaltöl frá öflugum kynbóta-
stöðvum og afkvæmarannsókna-
stöðvum sem starfræktar hafa ver-
ið í áratugi í þessum löndum. Á
þessar kynbótastöðvar og af-
kvæmarannsóknastöðvar fer ein-
ungis takmarkaður fjöldi grísa
undan allra bestu einstaklingunum
á búum sem eru með nákvæmt
skýrsluhald. Þessi áðurnefndu
meðaltöl sýna hversu langt er hægt
að komast með skipulögðum kyn-
bótum, en ekki hvernig sláturgrís-
irnir eru frá venjulegum svínabú-
um. Nánari upplýsingar um starf-
semi og fyrirkomulag kynbóta á
kynbótastöðvum og afkvæma-
rannsóknastöðvum í Noregi og
Danmörku er að finna í Fjölriti
Rala nr. 139, útgefið í febrúar 1990
(Pétur Sigtryggsson 1990, „Fóður-
nýting hjá svínum með hliðsjón af
norrænum rannsóknum", bls. 5-
12).
Ályktanir
Helstu ályktanir sem hægt er að
draga af þeirri samantekt sem hér
liggur fyrir eru eftirfarandi:
1. Islenski svínastofninn er frjó-
samur og lítið að sækja í inn-
flutning til að bæta frjósemi.