Freyr - 01.08.1991, Síða 24
588 FREYR
15.-16.’91
Þriggja ára landgrœðsluátaki
lokið
Landgrœðslan fékk 19 milljónir
Hinn 6. júní sl. lauk formlega þriggja ára Átaki í landgrœðslu þegar Árni Gestsson
formaður þess afhenti Sveini Runólfssyni, landgrœðslustjóra 19 milljóna söfnunarfé
átaksins við hátíðlega athöfn í Borgartúni í Reykjavík.
F.v. Vigdís Finnbogadóttir, forseti, Árni Gestsson, formaður Átaks í land-
grœðslu, Sveinn Runólfsson, landgrœðslustjóri og Halldór Blöndal, landbún-
aðarráðherra. (Freysmynd -J.J.D.).
Athöfnin hófst með ávarpi Árna
Gestssonar. Hann sagði m.a. að
markmið samtakanna hefði verið
að safna 25-30 miiljón króna til
landgræðslu, því takmarki hefði nú
verið náð, en ekki væri síður mik-
ilsvert að starf átaksins hefði vakið
áhuga fólks á landgræðslu og skiln-
ing í mikilvægu starfi þeirra sem
vinna að uppgræðslu landsins.
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri tók til máls á eftir Árna og
þakkaði honum fyrir giftudrjúg
störf við forystu Átaksins sem seint
yrðu fullþökkuð. Þá þakkaði
Sveinn forseta íslands, frú Vigdísi
Finnbogadóttur fyrir stuðning við
Átakið en hún hefur verið verndari
þess. Hann sagði að frú Vigdís
hefði gefið öllum landsmönnum
fagurt fordæmi með áhuga sínum á
landgræðslu, gróðurrækt og
skógrækt.
Landgræðslustjóri sagði að fé
því sem safnast hefði yrði varið til
þess að stöðva gróður- og jarð-
vegseyðingu á Haukadalsheiði í
Árnessýslu og endurheimta fyrri
landgæði með því að sá grasfræi og
áburði. Girt hefur verið og friðað
sjö þúsund hektara land á heiðinni.
Næstur talaði Halldór Blöndal,
landbúnaðarráðherra, og gat þess
að landgræðsla á suðurströndinni
væri samfelld sigurganga ræktun-
armanna. Nú væri komið að því að
rækta önnur svæði. Hann benti á
að óvíða væri sjálfboðaliðavinna
almennings jafn mikil hér á landi
og við landgræðslu og skógrækt.
Ráðherrann sagðist vona að unnt
yrði að framfylgja þingsályktunar-
tillögu frá Alþingi um að stöðva
jarðvegs- og gróðureyðingu og
klæða landið gróðri á næstu árum.
Ólafur Haraldsson frá Gallup
talaði síðastur og kynnti niðurstöð-
ur af skoðanakönnun um land-
græðslu og umhverfismál. Þar kom
m.a. fram að um 80% aðspurðra
vilja auka framlög til landgræðslu.
Alls söfnuðust tæplega 27 millj-
ónir króna í átakinu en af þeim fór
nokkur upphæð í rekstur þess og
ýmis gjöld.
J.J.D.
Leiðrétting
Á bls. 496 í 12. tbl. Freys 1991 var
birt mynd af kúm sem sagðar voru
dætur Kols Nl. Vakin hefur verið
athygli blaðsins á að hér er ekki
rétt með farið. Umræddar kýr eru
dætur Hreinu á Espihóli í Hrafna-
gilshreppi og er myndin tekin þar á
bæ árið 1952. Ábúendur á Espihóli
á þeim tíma og eigendur kúnna
voru hjónin Jónína V. Jóhannes-
dóttir og Kristinn Jakobsson.
Blaðið biðst velvirðingar á þess-
urn mistökum.