Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 36

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 36
600 FREYR 15.-16.’91 Athugasemd vegna viðtals við Bjarna Arason íFrey nr. 13-14 1991 Er ég kom heim úr ferð til kartöflu- bænda á Suðurlandi, þar sem ég hitti á annan tug þeirra og leitaði að katöflumyglu í görðum, las ég m.a. viðtal í Frey við Bjarna Ara- son, ráðunaut í Borgarnesi og fyrr- verandi stjórnarformann Rala. Þar fullyrðir hann að við hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins séum einangraðir og ekki í nægjan- legum tengslum við atvinnuveginn sem við eigum að þjóna. Kom þetta sem köld gusa frá manni sem í 12 ár var formaður stjórnar Rala. Ekki minnist ég þess að Bjarni í stjórnartíð sinni hafi nokkru sinni komið slíkri gagnrýni á framfæri við starfsmenn Rala og þannig reynt að rjúfa meinta einangrun þeirra. Það hlaut að vera skylda hans sem stjórnarformanns. Sam- skipti stjórnar við starfsmenn voru nánast engin. Ég mótmæli þeirri fullyrðingu að ég sé einangraður og ekki í nægjanlegum tengslum við þann atvinnuveg sem ég þjóna. Sem sér- fræðingur í plöntusjúkdómum og meindýrum eru samskipti mín einkum við garðyrkjumenn, kart- öflubændur, landbúnaðarráðu- neytið og innflytjendur. Minni samskipti en ég hefði kosið við kartöflubændur á Suðausturlandi og á Héraði stafa ekki af einangrun heldur af takmörkuðum tíma og fjármagni til ferðalaga. Það er staðreynd að ég hef einhver sam- skipti við flesta kartöflubændur landsins á hverju ári. Ástæða þess að ég heimsæki ekki garðyrkju- menn oftar en ég geri er ekki ein- angrun heldur sú að það eru tak- mörk fyrir því hvað einn maður kemst yfir. Hvað heldur Bjarni að ég hafi verið að gera þann tíma sem hann var stjórnarformaður minn? Hefur hann heyrt gagnrýni frá garðyrkjumönnum og kartöflu- bændum á störf mín? Ég vona að þessir bændur geti staðfest að ég hef reynt eftir fremsta megni að starfa með þeim við að leysa þau vandamál sem upp koma á mínu fagsviði. Svo tel ég einnig vera um aðra starfsmenn Rala. í áður- nefndu viðtali viðurkennir Bjarni að gott samstarf sé milli Kaupfé- lags Borgfirðinga og Fæðudeildar Rala en sú deild og deildarstjóri hennar, Guðjón Þorkelsson, starfar náið með kjötiðnaðinum í landinu. Vitið þið, lesendur góðir, hver er höfundur að þeirri af- bragðs afurð sem Kaupfélag Borg- firðinga framleiðir og ber heitið „lambaskinka“? Það er enginn annar en hinn „einangraði“ Guð- jón Þorkelsson, deildarstjóri Fæðudeildar Rala. Staðreyndin er sú að menn geta verið jafn einangraðir í Reykjavík sem í Borgarnesi eða á Hvanneyri. Menn gata verið jafn einangraðir á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins sem á Bændaskólanum á Hvanneyri eða hjá Búnaðarfélagi íslands. Með nútíma samgöngum og samskiptatækni fer það eftir einstaklingnum sjálfum, þeirra frumkvæði, dugnaði og samvisku- semi í starfi, hversu náin samskipti þeir hafa við umhverfi sitt og hversu vel þeir skynja þau vanda- mál sem við er að glíma hverju sinni og hvaða þátt þeir eiga í lausn þeirra. Að stimpla stofnun sem einangraða er ekkert annað en áróður gegn þeirri stofnun og starfsmönnum hennar og í þessu tilviki er erfitt a skilja hvað að baki liggur. Reykjavík 25.7. 1991. Sigurgeir Ólafsson, starfsmaður á Rannsóknastofnun landbúnadarins Lög og reglugerðir um búfjórhald. Frh. afbls. 571. Með nýjum tímum og nýjum búskapar- háttum hefur athygli stjórnvalda beinst að búgreinum þar sem dýr eu höfð innandyra allt sitt líf. Lög um búfjárhald og reglu- gerðir við þau eru til marks um þessa breyttu tíma. Hér er þess einnig að geta að verndun dýra er hluti af umhverfisvernd og það er eðlileg og vaxandi krafa neyt- enda að búfé fái góða meðferð. Þó að það kosti háðglósur er ekki um það að sakast. Hins vegar er það dapurlegt að það skuli vera líffræðingur og fyrrum háskólakenn- ari í greininni, sem ogfyrrverandi alþingis- maður og virkur maður í stjórnmálum, sem gengur fyrir skjöldu í því að hæðast að því þegar reynt er að tryggja rétt málleys- ingja. M.E.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.