Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Síða 31

Freyr - 01.11.1993, Síða 31
21.’93 FREYR 787 „Umhverfisvœnar" innréttingar settar f fjósið í Eyvík Á meðfylgjandi myndum má sjá nýja gerð af fjósinnréttingu sem sett var í fjósið í Eyvík í Grímsnesi nú í haust. Innréttingin var teiknuð hjá Byggingaþjónustu Búnaðarfé- lags íslands og smíðuð í frístundum af tveim ungum vélsmiðum. þeim Sigurði Magnússyni og Sigurði Sig- urðssyni sem báðir starfa hjá Vélum og Þjónustu hf. Svipuð gerð innréttinga hefur verið á markaði víða erlendis und- anfarin ár og hlotið meðmæli. Bogarnir, sem mynda framhlið bássins, eru stillanlegir á þann hátt að hægt er að festa þá hvort sem er framan á eða aftan á uppistöðurn- ar. Einnig má færa þá upp og niður á uppistöðunum og stilla bilið á milli þeirra. Á þennan hátt má aðlaga hvern bás að kúnni sem á honum býr. Hálsbönd kúnna eru úr níð- sterku gerviefni. Þau voru keypt hjá finnska fyrirtækinu Pellonpaja Oy, innflytjandi er Guðmundur Eiríksson. Tröllagili, 270 Mosfells- bæ. Magnús Sigsteinsson. Hollendingar verða bœndur í Danmörku Gífurlega hátt verð á bújörðum og ræktuðu landi í Hollandi hefur leitt til þess að yfir 200 hollenskir bændur hafa flutt til EB-landsins Danmerkur. Þar geta einkum ung- ir bændur komið undir sig fótunum fyrir brot af tilsvarandi kostnaði í Hollandi. í Hollandi er verð á mjólkurkvóta 170 kr. á lítra. en samsvarandi verð í Danmörku er minna en tíundi hluti af því.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.