Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1994, Side 18

Freyr - 15.02.1994, Side 18
Skattframtal í ár Ketill A. Hannesson búnaðarhagfrœðiráðunautur Búnaðarfélags íslands Þessar leiðbeiningar eru engan veginn tœmandi, en ég vona að þœr komi að gagni. Lestu aðeins þœr leiðbeiningar, sem fjalla um þann þátt sem verið er að vinna í í hvert sinn, en ekki að lesa allar leiðbeiningarnar í einu. Nauðsynleg gögn: 1. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra, sem eiga að fylgja framtalseyðublöðunum. (RSK). 2. Leiðbeiningar um útfyllingu landbúnaðar- skýrslu 1994. 3. Leiðbeiningar um fyrningarskýrslu 1993 á bak- hlið hennar. (RSK). 4. Leiðbeiningar um útfyllingu launamiða og launaframtals 1994. (RSK). 5. Virðisaukaskattur. Leiðbeiningar 1993 (RSK 11.19). 6. (Leiðbeiningar um meðferð virðisaukaskatts af bifreiðum RSK). 7. (Skattalög. Maí 1993 RSK söluverð 1500-2000 kr.). Inngangur. Landbúnaðarframtal er nokkuð breytt frá fyrra ári, en skattframtal er að mest óbreytt. Lagabreyt- ingar urðu fyrir síðustu áramót og einnig áramótin 1992/1993 sem nú taka gildi. Þær helstu eru: 1. Aðeins 20% af þeirri greiðslu sem ríkissjóður greiddi fyrir niðurfærslu á greiðslumarki í mjólk færist til tekna. 2. Niðurfelling skulda við Stofnlánadeild landbún- aðarins eða eftirgjöf færist sem tekjur í land- búnaðaframtal. Ef þessar tekjur mynda hagnað má fyrna loðdýrahús um þá upphæð. 3. Nokkur sveigjanleiki er á því hversu hratt eignir má fyrna niður. Vélar má fyrna um 11 til 15%. Þannig eru sett lágmörk og hámörk, sjá síðar. 4. Keyptan fullvirðisréttur á árinu 1993 má færa til gjalda á fimm árum. 5. Söluhagnaður, sem dreift er á nokkur ár, er nú hækkaður upp samkvæmt verðbreytingarstuðli. Ef skuldabréf er selt, sem dreifingin byggist á, verður að tekjufæra þann söluhagnað sem þá er ekki búið að færa til tekna. 6. Aðstöðugjald er ekki lengur gjaldstofn. 7. Tekjuskattur 1993 er 34,3%. 8. Kaup á hlutabréfum koma til lækkunar á tekj- um á persónuframtali. Hagnaðarvon er nú minni en áður þar sem þessi kaup skapa nú minni frádrátt. 9. Húsnæðissparnaðarreikningur kemur til með að gefa lægri ávöxtun þar sem skattafsláttur er nú 20% og lækkar um 5 prósentustig á ári þar til hann fellur niður 1996. Þannig verður skatta- afslátturinn 15% á næsta ári. 10. Yfirfæranlegt tap fyrnist á 5 árum. 11. Tryggingargjald af landbúnaði, þar með talin ferðamannaþjónusta, skógrækt og fiskeldi verð- ur 3,05 % fyrir árið 1994. (Lágmark 1.830 kr. á mánuði fyrir mann í fullu starfi). 12. Fasteignaleiga. Útleiga tjaldstæða, hótel- og gistiherbergjaleiga verður virðisaukaskattskyld árið 1994. (14%) 13. Virðisaukaskattur af sölu á heitu vatni og/eða rafmagni til húshitunar, er nú 14%. Tók gildi 1 júlí 1993. 14. Virðisaukaskattur (14%) af innlendum bókum og tímaritum tók gildi 1. júlí 1993. (Erlend tímarit bera 24,5% VSK). Færa skal inn reiknuð laun samkvæmt þeirri áætl- un sem tryggingargjald er reiknað út frá og síðan kemur fram tap eða hagnaður. Ef færð eru hærri eða lægri reiknuð laun skal láta fylgja skýringar. Reiknað endurgjald á grundvallarbúi er 1.286.496 kr. árið 1993. Reikna þarf virðisaukaskatt af heimanotuðum af- urðum og færa á virðisaukaskattsskýrslu. Ef útskatt- ur er hærri en innskattur síðasta tímabil ársins, fær- ist sú upphæð á landbúnaðarframtal sem skuld, annars sem viðskiptakrafa. Endurgreiðslu á kjarn- fóðurskatti skal telja fram á tekjuhlið landbúnaðar- framtals. Ríkissjóður greiddi bændum 50 kr. á hvern lítra mjólkur sem framleiðsluréttur var skert- ur um. Aðeins skal telja 20% af því til tekna á landbúnaðarframtali. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins sendir út afurðamiða yfir þessar greiðslur. Bún- aðarfélag ísland sendir nú út launamiða vegna framlaga samkvæmt jarðræktarlögum. Framlag til búháttabreytinga færist til lækkunar á stofnverði þeirra framkvæmda, sem eru samfara búháttabreyt- 114 FREYR - 6*94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.