Freyr - 15.02.1994, Side 37
öðlast betri vitneskju um efnamagn
búfjáráburðarins. Athuga þarf
gaumgæfilega hvort ekki gæti verið
hagkvæmt að efnagreina sýni af bú-
fjáráburði hjá sem flestum bændum
all títt, a.m.k. þar til ljóst er hver
dreifing er á efnamagni í þessum
áburði. Einkum og sér í lagi gildir
þetta um kalí sem getur verið mjög
breytilegt í búfjáráburði en jafn-
framt sennilega auðveldlegast í mæl-
ingu. Mætti hugsa sér að í fyrstu
umferð yrði aðeins kalí mælt og
kortlagt. Fyrir nokkrum árum var
sett á markað ný áburðartegund,
nefnd Græðir 9, sem nota átti með
búfjáráburði á tún. Notkun þessa
áburðar var spor í rétta átt en gefur
þó með meðalstórum og stærri
skömmtum af búfjáráburði oftast
óþarflega mikið af fósfór og einnig
af kalí ef það er í þokkalegu magi í
búfjáráburðinum.
Örstutt áburðarfrœði.
Samandreginn niðurstaða af fram-
ansögðu og þeirri reynslu annarri og
niðurstöðum tilrauna er fyrir liggja
eru eftirfarandi almennar hugmynd-
ir um áburðarnotkun á tún. Nota
skal breytilegt magn af köfnunarefni
til þess að ná fram mismun í upp-
skeru allt eftir því hver þörf er á
gróffóðri og hver túnstærð er á við-
komandi búi. Ekki binda þetta nær-
ingarefni fast eins gert hefur verið í
leiðbeiningum á undangengnum
árum. Á öll tún 10 ára og eldri
a.m.k., en þau eru nú um 90% allra
túna, ætti að bera á fosfór sem ekki
er miklu meiri en það sem fjarlægt er
með uppskeru. Þetta gæti verið við
meðaluppskeru 12-15 kg P á ha.
Þetta er umtalsvert minni fosfór en
ráðlagður hefur verið og ef eftir
þessu á að fara er, eins og framar var
vikið að, er nauðsyn að breyta efna-
hlutföllum í öllum blöndum áburði á
tún. Kalí þarf að bera á eftir því hver
uppskera túns er og hve hátt
kalímagn er í uppskerunni. Þá er rétt
að taka mið af uppruna og samsetn-
ingu jarðvegs og kalí áborið í tilbún-
um áburði þarf mjög að sníða að
kalíinnihaldi búfjáráburðarins.
Brennistein þarf að bera á víða til
þess að halda góðri uppskeru. Erfitt
er að segja nákvæmlega hver þörfin
er og því öruggasta og ódýrasta
lausnin að hafa brennistein í öllum
tilbúnum áburði. Þessu er að veru-
legu leyti náð nú en þó vantar enn að
brennisteinn sé í tvígildum áburði.
Úr því þyrfti að bæta. Á undanförn-
um árum hefur kalk verið í hluta af
blandaða áburðinum og er enginn
ástæða til að breyta því. Á afmörk-
uðum svæðum getur þó sýrustig
jarðvegs verið það lágt og kalkmagn
moldarinnar það lítið að það kalk
sem er í hinum blandaða áburði nægi
engan veginn. Á þessi tún þarf að
bera á kalk sérstaklega. Hugsanlegt
er einnig að á afmörkuðum stöðum á
landinu komi til álita að bera á
magnesíum, einkum getur þetta gilt
fyrir aðrar jurtir en grös, t.d. fóður-
kál og kartöflur.
Með búfjáráburði á túnin þarf að
fá nýja blöndu í staðinn fyrir Græði 9
þar sem steinefni eru minni, einkum
fosfór. Kæmi til álita að hafa tvær
blöndur í þessu augnamiði, aðra ef
hóflega er borið á, þ.e. 10-15 tonn af
mykju á hektara eða samsvarandi af
taði, og hina ef meira er sett af
húsdýraáburði á túnið. Ef mjög mik-
ið er borið á t.d. af taði nægir oft að
bera á ögn af köfnunarefni einu sam-
an til viðbótar.
Hjalta Gestssyni veitt heiðursskjal
sunnlenskra sauðfjárrœktarmanna
Samtök sunnlenskra sauðfjár-
ræktarmanna sæmdu Hjalta Gests-
son sauðfjárræktarráðunaut heið-
ursskjali fyrir frábært starf í þágu
sauðfjárræktar á Suðurlandi á und-
anförnum áratugum. Var það gert í
tilefni af 25 ára starfsrækslu sauð-
fjársæðingastöðvar Búnaðarsam-
bands Suðurlands. Segir í heiðurs-
skjalinu að á þessum árum hafi orðið
stórstígar framfarir í byggingu og
afurðasemi fjárins og að hlutur
Hjalta Gestssonar sé stór í þeirri
framþróun sem orðið hafi í kynbóta-
starfinu. Honum er þökkuð farsæl
ráðgjöf.
J.J.D.
Hjalti Gestsson, ráðunautur og Stella Guðmundsdóttir, ritari stjórnar Sauðfjár-
sœðingastöðvarinnar, en hún afhenti Hjalta heiðursskjalið.
6*94 - FREYR133