Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Síða 41

Freyr - 15.02.1994, Síða 41
Landsmót hestamanna 1994 Kristinn Hugason, hrossarœktarráðunautur Búnaðarfélags íslands Landsmót hestamanna ter fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 28. júní til 3. júlí í sumar. í þessari grein verður getið um helstu staðreyndir er varða undirbúning og fram- kvœmd kynbótaþáttar mótsins. Reglur um dóma og sýningar á kynbótahrossum. Hvað varðar reglur um dóma og sýningar á kynbótahrossum skal fyrst og fremst vitnað til ritsins Kyn- bótadómar og sýningar sem Búnað- arfélag íslands gaf út árið 1992. Par koma fram allar núgildandi reglur um einstaklingssýningar á kynbóta- hrossum og reglur um afkvæmasýn- ingar á stóðhestum. Á fundi Hrossa- ræktarnefndar Búnaðarfélags ís- lands í desember síðastliðnum voru síðan samþykktar nýjar reglur um afkvæmasýningar á hryssum og taka þær reglur gildi frá og með sýningar- árinu 1994. Kristinn Hugason. Afkvœmasýningar á hryssum Verðlaunastig Kynbótamat hryssna út frá afkvæmum Fjöldi afkvæma í BLUP-útreikningi Fjöldi afkvæma í sýningu Heiðursverðlaun 120 eða hærra 5 4 1. verðlaun 115 eða hærra 4 3 110 til 119 5 3 Öll afkvæmi hryssna sem hafa bæði byggingar og hæfileikadóm, liggja til grundvallar útreikningi kynbótamatsins. Dómsorð sem samin eru miðast við heildarlýsingu afkvæmanna. Umráðamenn afkvæmasýndra hryssna velja sjálfir afkvæmin sem sýnd eru í reið á mótsstað, 3 eða 4 eftir verðlaunaflokkum og þeir ráða því einnig hvort hryssurnar sjálfar séu á mótinu og hvernig þær verði kynntar, þ.e. hvort hryssurnar séu sýndar í taumi eða þeim riðið. Sérstök athygli er vakin á því að kynbótamatið sem lagt er til grund- vallar við afkvæmasýningar á hryss- um er reiknað út sérstaklega hverju sinni og eru afkvæmin ein og sér lögð til grundvallar við útreikninginn. Til útreikningana er notað sérstakt for- rit. Heildarkynbótamatið, sem byggist á eigin dómi og ætterni hrossanna sem í hlut eiga hverju sinni, auk dóma á afkvæmum þeirra, segir vitaskuld meira um hið sanna kynbótagildi en það kynbótamat er hér um ræðir. En með umræddri aðferð, að reikna kynbótamatið út frá afkvæmunum einum, næst að afkvæmadæma hryssunar þar sem um leið er leiðrétt fyrir sýningarári afkvæmanna, kynbótagildi föðurs þeirra, auk leiðréttingar fyrir aldri og kynferði afkvæmanna sjálfra. Allt eru þetta atriði sem skipta máli en eru óháð kynbótagildi hryssn- anna og því hefur þessi nýja aðferð við afkvæmadóma á hryssum mikla yfirburði yfir eldri aðferðir þar sem einungis var tekið tillit til dómsein- kunnanna. Það hafði bersýnilega mikla skekkju í för með sér þar sem dómar misgamalla hrossa frá ólíkum sýningarárum voru lagðir að jöfnu. Inntökuskilyrði á landsmótið Þátttökurétt til sýninga með af- kvæmum á landsmótinu hljóta þau hross sem ná heiðursverðlaunum eða 1. verðlaunum. Sjá hér að fram- an og á bls. 36 til 37 í ritinu Kynbóta- dómar og sýningar. Inntökuskilyrðin í einstaklings- sýningar mótsins koma síðan fram í töflunni hér að neðan: Aðaleinkunn, Flokkur lágm. Stóðhestarövetraogeldri . . 8,05 Stóðhestar5 vetra..... 7,95 Stóðhestar4 vetra..... 7,80 Hryssuróvetraogeldri .... 8,00 Hryssur5 vetra .................. 7,90 Hryssur4vetra ................... 7,80 Til sölu vandaður fjárflutningavagn. Upplýsingar í síma 93-41333. 6'94 - FREYR137

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.