Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Síða 9

Freyr - 15.04.1994, Síða 9
einstaklingur í Hafnarfirði sem sér um þá flutninga fyrir kaupfélagið og aðra sem vilja flytja varning með honum. Aðal samgöngur okkar eru við flugið. Það er flogið á Hólmavík og Gjögur tvisvar í viku með póst og farþega. Pað skiptir sköpum um vetrarsamgöngur þegar lok- ast hér kannski í október eða fvrr og fram í maí-júní. Og vegurinn hingað norðan við Hólmavík er ekki góður.“ Nú eru 24 heimili í Árneshreppi með um 100 íbúa og í grunnskólanum í hreppnum hafa undanfarið verið 15 nem- endur upp í 8. bekk. Heimavistarskóli er á Finnbogastöðum og er nemendum keyrt heim föstudaga og komið aftur með þau mánudaga. Börn af næstu bæjum eiga heimangöngu í skólann. Húsakynni Finnbogastaðaskóla eru nýlega uppgerð og hin vistlegustu. Sama máli gegnir um aðrar opinberar bygging- ar í sveitinni. Fyrir nokkrum árum var reist ný kirkja á prestsetrinu Árnesi, fag- urt og vandað guðshús, ytra sem innra. Gamla timburkirkjan í Árnesi sem var reist um 1950 stendur enn og er henni haldið við. Árneshreppingar eiga mynd- arlegt samkomuhús, reist rétt fyrir 1950, eitt af fyrstu félagsheimilum sem var byggt eftir að lög um félagsheimili voru sett. Húsið var klætt utan og innan 1991- 92. Allar þessar byggingar sem nú hefur verið getið bera vitni um dugnað, metnað og menningu fólksins í þessu fámenna og afskekkta sveitarfélagi, útvarða evrópsk- ar menningar við ysta haf. - „Unga fólkið fer burtu í skóla og þegar það fer að setja saman heimili hefur það ekki þá aðstöðu sem þarf til þess að gera það hér heima, heldur Hjalti áfram. Og að ganga inn í búskap með foreldrum sínum er kannski ekki sá kost- ur sem ungt fólk í dag sækist eftir eða getur ekki þó að það vilji, vegna þeirra framleiðslutakmarkana sem nú eru. Það er ekki hægt að hafa kynslóðaskipti með hægu móti eins og var, þannig að það breytir nú miklu. En manni hefur sýnst unga fólkið vilja vera hér heima og hefur verið hér heima það sem það hefur getað á sumrin." Er hér einhver atvinna í sambandi við sjávarútveg? „Við höfum verið með saltfiskverkun í kaupfélaginu og þar hafa unglingar feng- ið vinnu. Sú verkun hefur gengið mjög illa og verið tap á henni og hún hefur verið töluverður baggi, sérstaklega síðast liðin tvö til þrjú ár. Það er fyrst og fremst Úr Trékyllisvík. Finnbogastadaskóli; fjœr fyrir miðri mynd ernýja kirkjan, þá samkomuhúsið. Neðar: Rekahlunnindi eru nokkur íÁrneshreppi. vegna þess að fiskurinn hefur ekki farið nógu vel úr mati, hvaða ástæður sem það eru, hvort það er í verkuninni eða í bátunum. Sl. sumar tókum við við fiski og hann var sendur suður til SÍF, sem hefur tekið hann miklu minna staðinn en áður og fiskurinn hefur komið mjög vel út.“ En hvernig er ástatt með útgerðaraðstöðu í hreppnum? - „Það er höfn í Norðurfirði sem hefur verið byggð upp undanfarið, bæði smá- bátahöfn og höfn fyrir farskip. Við höf- um enga flutninga á vetrum nema með skipum. Ríkisskip og Samskip komu hér hálfsmánaðarlega, en í fyrra vetur var t J* f -s Á 1 1 SéU mldWmf Eftir messu í Árneskirkju, en þangað fjölmenntu þá ferðamenn sem sóttu niðjamót í Trékyllisvík. 8'94 - FREYR 281

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.