Freyr - 15.04.1994, Side 28
inu sem heild. Þetta getur leitt af sér
að það verður að breyta venjum og
siðum í búrekstrinum sem eru sam-
ofnir daglegu lífi bóndans. Það getur
reynst mörgum erfitt. í slíkum tilvik-
um er þörf fyrir ráðunaut sem hefur
hæfileika til að hlusta, spyrja, hvetja
og koma með tillögur.
Ákvarðanataka í búrekstri.
Hefðbundnar kenningar um
ákvarðanatöku lýsa ferli, þar sem
vandamálið er greint, valkostir
metnir, forsendur skoðaðar,
ákvörðun tekin og framkvæmd.
Niðurstaðan er síðan skoðuð og
metið hvort þurfi að breyta ein-
hverju, þegar reynsla er fengin.
Þannig gengur það hins vegar ekki
fyrir sig í raunveruleikanum. Þar er
sífellt verið að taka ákvarðanir á
veikum forsendum og þar verða
menn sífellt að vera tilbúnir til að
aðlaga þær að breytilegu umhverfi.
Það er ljóst að iðulega er mjög
erfitt að skilja á milli bóndans og
búsins. Leiðbeiningar verða því að
taka mið af bóndanum. Ef þær
ganga út frá búinu sem tæknilegri og
rekstrarlegri einingu, eru þær frá
sjónarhóli bóndans ekki djúphugs-
aðar, en miklu frekar yfirborðs-
kenndar. Leiðbeiningar sem koma
að gagni krefjast þess að reynsla og
gildismat bóndans sé tekið með í
greiningu á rekstrinum, og að það
gerist með virkri þáttöku bóndans.
Án þessa er hætt við að það sem
ráðunauturinn kallar leiðbeiningar
sé fyrir bóndanum illskiljanlegt
talnasafn og jafnvel ógnun sem hann
veit ekki hvernig á að bregðast við.
Ef rekstrarlegar leiðbeiningar eru
aftur á móti hluti af leiðbeiningum
þar sem bóndinn er virkur þáttak-
andi og þær byggja á trúnaði og
gagnkvæmum skoðanaskiptum, er
mikill möguleiki á því að bóndinn
leiti eftir slíkum leiðbeiningum aftur
og hafi gagn af þeim.
Bændur eru eins og aðrir einstak-
lingar mjög misjafnir sem stjórnend-
ur. Hér á eftir er sett upp dæmi um
mismunandi viðhorf þeirra til stjórn-
unar og hvaða stjórnunaraðferðir
þeir nota, sjá töflu 1.
Bú er rekstrarleg eining eins og
hvert annað fyrirtæki. Þess vegna er
þörf á rekstrarlegri þekkingu til að
geta stundað landbúnað, ekki síst
300 FREYR - 8'94
við þær aðstæður sem landbúnaður
býr við í dag. Því er það afar mikil-
vægt að rekstrarlegar leiðbeiningar
séu settar þannig fram að þær komi
að gagni. Forsenda þess er að ráðu-
nauturinn hafi í huga að búrekstur er
annað og meira en venjulegt fyrir-
tæki. Það samanstendur af fólki og
lífrænni framleiðslu sem lýtur öðr-
um lögmálum en hefðbundnir
rekstrarlegir útreikingar gera ráð
fyrir.
Leiðbeiningar um samvinnu.
Tæknivæðing og afkastaaukning í
framleiðslu búvara hefur haft það í
för með sér að atvinna innan land-
búnaðarins hefur minnkað. Það þarf
færri hendur til að framleiða sama
magn búvara og áður. Landbúnaður
hefur æ meira þróast yfir í einstak-
lingsrekstur. Áður vann margt fólk á
flestum bæjum. í dag vinnur bónd-
inn gjarnan einn við gegningar. Aðr-
ir fjölskyldumeðlimir vinna jafnvel
utan heimilis.
Samtímis því sem atvinnumögu-
leikar innan landbúnaðarins hafa
minnkað, þá hefur atvinna í dreif-
býlinu einnig dregist saman á sein-
ustu árum. Því hafa möguleikar
sveitafólks til tekjuöflunar utan
búsins einnig minnkað. I þessari
stöðu er mikil þörf fyrir bændur á að
koma á aukinni samvinnu sín á milli
til að bæta vinnuumhverfi sitt, skapa
vinnugleði og auka samstöðu sín á
milli. Með samvinnu er hægt að
draga úr áhættu vegna óhappa í
starfi og auka möguleika á fríum.
Einnig er samvinna í mörgum tilvik-
um mjög hagkvæm fyrir báða aðila.
Kröfur um aukna hagkvæmni og
lækkun afurðaverðs þarfnast oft
fjárfestinga sem einstakir bændur
geta ekki staðið undir. Þannig eykst
þörfin fyrir tekjuöflun utan búsins.
Samvinna milli bænda og jafnvel
milli bænda og þéttbýlisbúa á lands-
byggðinni verður sífellt mikilvægari
forsenda þess að geta séð fyrir sér og
ekki síður búið í sátt við umhverfið
og unað hag sínum í dreifbýlinu.
Leiðbeiningaþjónustan getur ekki
leitt þessa þróun hjá sér. Samvinna í
landbúnaði er ekki ný af nálinni. En
hana verður að efla og leiðbeiningar
þar að lútandi verða að vera þáttur
af almennum leiðbeiningum í land-
búnaði. Þetta krefst að hluta til
breyttrar stefnu í leiðbeiningaþjón-
ustunni. Stærstur hluti leiðbeininga í
landbúnaði hefur á liðnum árum
tekið mið af einstaklingsbundnum
leiðbeiningum um tæknilega eða
rekstrarlega aðstoð. Því verður að
beina athyglinni frá einstaklingnum
að byggðunum og frá einstökum að-
ilum sem jafnvel keppa hver við
annan að samstarfi og samvinnu.
Það sem helst hefur hindrað bændur
í því að vinna meira saman en þeir
hafa gert er að þeir eru iðulega
hræddir við að missa sjálfstæði sitt
og frelsi. Einnig getur legið þar á
bak við að þeir séu á vissan hátt
óvanir því að komast að sameigin-
legri ákvörðun og takast á við þau
vandamál sem hljóta að fylgja náinni
samvinnu. Hlutverk leiðbeinenda er
í þessu sambandi að koma með til-
lögur til samvinnu, skýra út kosti og
galla þess að vinna saman, góða
reynslu og erfiðleika og gefa dæmi
um hvernig er hægt að bregðast við
þeim, gera tillögur um samvinnu-
form ásamt því að veita stuðning við
ákvarðanatöku og lausn ágreinings-
ntála. Þetta hefur í för með sér að
ráðunauturinn verður markvisst að
skilgreina starf sitt að hluta til sem
félagslega ráðgjöf.
Að lokum.
í stuttu máli má draga saman meg-
in niðurstöður þess sem sagt hefur
verið hér að framan með þeim orð-
um að þróun landbúnaðarins og
samfélagsins kallar á virka og öfluga
leiðbeiningaþjónustu sem vinnur út
frá því umhverfi og þeim forsendum
sem landbúnaðurinn býr við. í því
breytilega umhverfi sem við búum
við, þurfa bændur á aðstoð að halda
við að skilgreina stöðu sína og leita
leiða til framþróunar. Leiðbeininga-
þjónustan hefur því miklu hlutverki
að gegna við að aðstoð bændur við
að aðlaga framleiðsluna að mark-
aðnum, breyttum áherslum í um-
hverfismálum og við að leita nýrra
leiða til tekjuöflunar og hagræðing-
ar.