Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1995, Qupperneq 28

Freyr - 01.02.1995, Qupperneq 28
Vetrarfóðrun hrossa Kristinn Hugason hrossarœktarróðunautur Vetur konungur hefur verið okkur íslendingum óvenju harður húsbóndi það sem af er árinu og því er nú ákaflega hart á útigangshrossum en ennþá er sums staðar treyst að einhverju leyti á þá fornu búskaparvenju að halda hrossum til beitar árið um kring. Á fyrri tímum var mjög treyst á útigang hrossa. Það var einfaldlega búskaparvenja sem skapaðist af þörf þar sem bændur höfðu þá svo takmörkuð úræði við öflun heyja. Á síðustu áratugum hefur orðið tækni- bylting í öllum atvinnuvegum landsmanna og þar er landbúnaður- inn ekki eftirbátur annarra atvinnu- vega. Nú er því orðið tiltölulega auðvellt að afla nægra og góðra heyja. Á fyrri tímum var og harðýgi meiri á öllum sviðum enda stóð þjóðin þá enn berskjaldaðri gegn náttúruöflum en hún gerir nú um stundir. Auðvitað munum við aldrei temja íslenska náttúru að fullu. Stundum er það þungbært, oftar þó heillandi og listin er að lifa með henni. Líkt og er með sannan gæðing, hann á ekki að vera viljalaust verkfæri á hendi manns, heldur taminn gripur með göfgi í hug og sinni. Það þýðir að hann býr bæði yfir hlýðni og frjálsu framtaki. Um leið og þær breytingar hafa orðið í íslensku þjóðlífi er raktar voru hér að frarnan hefur orðið mikil breyting á því sem almennt er talið að hæfi varðandi meðferð á dýrurn. Nú nýverið hafa t.d. verið sett ný lög um búfjárhald (lög nr. 46 frá 1991) og um dýravernd (lög nr. 15 frá 1994). í lögum þessum er lögð áhersla á hóflega meðferð bú- Teikning af hrossaskjóli frá Byggingaþjónustu Bl. 68 FREYR- 1.'95

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.